Þjálfari brá fæti fyrir ungan leikmann ÍR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2021 11:21 Leikmaður ÍR skokkar til baka eftir að hafa sett niður þriggja stiga körfu. Szymon virðist tilbúinn að bregða fæti fyrir leikmanninn. Szymon Eugieniusz Nabakowski, yngri flokka þjálfari hjá Skallagrími í Borgarnesi, segist munu læra af mistökum sínum þegar hann brá fæti fyrir leikmann ÍR í síðustu viku. Gestirnir í Breiðholti voru með mikla yfirburði gegn Borgnesingum og lét þjálfarinn skapið hlaupa með sig í gönur. Atvikið, sem sjá má í myndbandinu að neðan, hefur vakið mikla athygli í körfuboltaheiminum. Eftir vel útfærða sókn ÍR-inga skorar einn leikmanna liðsins þriggja stiga körfu úti við hliðarlínu við varamannabekk Skallagríms. Varð munur liðanna þá fimmtíu stig og missti þjálfarinn stjórn á skapi sínu, eins og hann kemst sjálfur að orði. Þegar leikmaður ÍR skokkar til baka bregður Szymon fæti fyrir hann. Drengurinn féll þó ekki til jarðar en vel vakandi dómari tók eftir bragði þjálfarans og rak hann úr húsi. Szymon tjáir sig um atvikið í hópnum Dominos-spjallið á Facebook þar sem körfuknattleiksunnendur skiptast á skoðunum um allt það sem kemur íþróttinni við. Hann segir ákvörðun dómarans að vísa sér úr húsi hafa verið hárrétta. Vissi strax hversu mikil skita þetta var „Ég er þakklátur að við áttum einn dómara með dómaraþekkingu sem brást rétt við en það er ekki alltaf gefins úti á landi,“ segir Szymon. Hann hafi ekki átt skilið að vera inni á vellinum. „Ég fór inn í klefa og vissi strax hversu mikil skita þetta var.“ Hann sé mikill keppnismaður, langi alltaf til að vinna og sé mikil tilfinningavera þegar komi að körfuboltanum. Svona hegðun eigi þó ekki heima í þjálfun. Hann hafi strax eftir leik beðið ÍR-strákana afsökunar og þjálfara þeirra sem og dómara leiksins. „Ég vissi strax eftir leik að þetta (væri) hlægileg hegðun og eitthvað sem var ekki í lagi. Þegar ég kem heim þá tala ég við kærustu mína og segi henni strax að ég á að segja upp og finna út úr þessu og vinna í sjálfum mér. Daginn eftir talaði ég við Skallagrím og við tökum ákvörðun um að ég hætti að þjálfa. Ég elska að þjálfa og mun halda áfram að gera það en ég veit að svona má ekki gerast aftur og ég mun vinna í sjálfum mér til að verða betri.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það sameiginleg ákvörðun körfuknattleiksdeildar og Szymons að hann léti af störfum. Hneyksluð á viðbrögðum Viðbrögðin í Dominos-spjallinu standa ekki á sér. Upp til hópa hrósar körfuboltaáhugafólk Szymon fyrir viðbrögðin. Ekki eru þó allir sáttir og meðal þeirra er Elín Lára Reynisdóttir, þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, er þeirrar skoðunar að fólk eigi að hætta að hrósa Szymon fyrir viðbrögðin. „Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard.“ Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard. pic.twitter.com/w6LxAk8y9C— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) February 27, 2021 Borgarbyggð Körfubolti Skallagrímur ÍR Íþróttir barna Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Atvikið, sem sjá má í myndbandinu að neðan, hefur vakið mikla athygli í körfuboltaheiminum. Eftir vel útfærða sókn ÍR-inga skorar einn leikmanna liðsins þriggja stiga körfu úti við hliðarlínu við varamannabekk Skallagríms. Varð munur liðanna þá fimmtíu stig og missti þjálfarinn stjórn á skapi sínu, eins og hann kemst sjálfur að orði. Þegar leikmaður ÍR skokkar til baka bregður Szymon fæti fyrir hann. Drengurinn féll þó ekki til jarðar en vel vakandi dómari tók eftir bragði þjálfarans og rak hann úr húsi. Szymon tjáir sig um atvikið í hópnum Dominos-spjallið á Facebook þar sem körfuknattleiksunnendur skiptast á skoðunum um allt það sem kemur íþróttinni við. Hann segir ákvörðun dómarans að vísa sér úr húsi hafa verið hárrétta. Vissi strax hversu mikil skita þetta var „Ég er þakklátur að við áttum einn dómara með dómaraþekkingu sem brást rétt við en það er ekki alltaf gefins úti á landi,“ segir Szymon. Hann hafi ekki átt skilið að vera inni á vellinum. „Ég fór inn í klefa og vissi strax hversu mikil skita þetta var.“ Hann sé mikill keppnismaður, langi alltaf til að vinna og sé mikil tilfinningavera þegar komi að körfuboltanum. Svona hegðun eigi þó ekki heima í þjálfun. Hann hafi strax eftir leik beðið ÍR-strákana afsökunar og þjálfara þeirra sem og dómara leiksins. „Ég vissi strax eftir leik að þetta (væri) hlægileg hegðun og eitthvað sem var ekki í lagi. Þegar ég kem heim þá tala ég við kærustu mína og segi henni strax að ég á að segja upp og finna út úr þessu og vinna í sjálfum mér. Daginn eftir talaði ég við Skallagrím og við tökum ákvörðun um að ég hætti að þjálfa. Ég elska að þjálfa og mun halda áfram að gera það en ég veit að svona má ekki gerast aftur og ég mun vinna í sjálfum mér til að verða betri.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það sameiginleg ákvörðun körfuknattleiksdeildar og Szymons að hann léti af störfum. Hneyksluð á viðbrögðum Viðbrögðin í Dominos-spjallinu standa ekki á sér. Upp til hópa hrósar körfuboltaáhugafólk Szymon fyrir viðbrögðin. Ekki eru þó allir sáttir og meðal þeirra er Elín Lára Reynisdóttir, þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, er þeirrar skoðunar að fólk eigi að hætta að hrósa Szymon fyrir viðbrögðin. „Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard.“ Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard. pic.twitter.com/w6LxAk8y9C— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) February 27, 2021
Borgarbyggð Körfubolti Skallagrímur ÍR Íþróttir barna Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira