Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. mars 2021 15:28 Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Vísir/Egill Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir í samtali við fréttastofu að það hafi vissulega ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að mikil skjálftavirkni sé á svæðinu. „Við finnum mikið fyrir þessu hér þegar skjálftarnir koma. Að því sögðu finnst mér staðan vera í jafnvægi, ef maður getur notað það orð. Það er erfitt að búa við þetta að því leytinu til að það er alltaf léleg öryggistilfinning þegar þetta gengur yfir en við erum upp til hópa með fólk sem tekur þessu af æðruleysi og tekur þessu með raunsæissjónarmiði,“ segir Ásgeir. „Þetta er misjafnt eftir því hve jarðskjálftarnir eru stórir og þetta er alltaf jafnóþægilegt. Manni bregður yfirleitt við þegar þeir koma en að því sögðu reynir maður bara að treysta vísindasamfélaginu fyrir því að þetta sé ekkert meira en þetta.“ Veit ekki af neinum sem hefur forðað sér Veistu til þess að fólk hafi gripið til viðbragða, pakkað í töskur eða hreinlega farið úr bænum? „Ég veit ekki um neinn sem hefur forðað sér,“ segir Ásgeir. „En ég veit um einhverja sem hafa haft tilbúnar töskur, kannski aðallega lyf og slíkt sem fólk er háð, sem er bara jákvætt og eðlilegt. Aðalatriðið og mikilvægast er að kynna sér vel leiðbeiningar frá almannavörnum um viðbrögð, bæði varðandi það ef þarf að rýma svæðið og varðandi lausa muni og slíkt.“ Hefði gjarnan viljað sjá rýmingaráætlunina miklu fyrr Rýmingaráætlun fyrir Grindavík er tilbúin en slík áætlun er enn í vinnslu fyrir restina af Suðurnesjum. „Okkar [rýmingaráætlun] er ekki tilbúin en hér eru hins vegar greiðar leiðir, flóttaleiðir til margra átta og greiðar samgöngur og á meðan ekki eru eldsumbrot er engin hætta á ferðum hvað það varðar,“ segir Ásgeir. En er ekki fullseint í rassinn gripið að fara að vinna að rýmingaráætlun núna þegar þessar jarðhræringar hafa staðið yfir í heilt ár? „Við hefðum gjarnan viljað sjá þessa rýmingaráætlun miklu fyrr og höfum þrýst á það lengi. Þetta er auðvitað mikil vinna sem tekur langan tíma. Frumkvæðið og utanumhaldið er hjá lögreglu og almannavörnum, sveitarfélögin hafa öll hér á svæðinu þrýst á um þetta. Það er samt betra seint en aldrei og vonandi verður hún tilbúin fyrr en síðar,“ segir Ásgeir. Vogar Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29 Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. 1. mars 2021 12:33 Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04 Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir í samtali við fréttastofu að það hafi vissulega ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að mikil skjálftavirkni sé á svæðinu. „Við finnum mikið fyrir þessu hér þegar skjálftarnir koma. Að því sögðu finnst mér staðan vera í jafnvægi, ef maður getur notað það orð. Það er erfitt að búa við þetta að því leytinu til að það er alltaf léleg öryggistilfinning þegar þetta gengur yfir en við erum upp til hópa með fólk sem tekur þessu af æðruleysi og tekur þessu með raunsæissjónarmiði,“ segir Ásgeir. „Þetta er misjafnt eftir því hve jarðskjálftarnir eru stórir og þetta er alltaf jafnóþægilegt. Manni bregður yfirleitt við þegar þeir koma en að því sögðu reynir maður bara að treysta vísindasamfélaginu fyrir því að þetta sé ekkert meira en þetta.“ Veit ekki af neinum sem hefur forðað sér Veistu til þess að fólk hafi gripið til viðbragða, pakkað í töskur eða hreinlega farið úr bænum? „Ég veit ekki um neinn sem hefur forðað sér,“ segir Ásgeir. „En ég veit um einhverja sem hafa haft tilbúnar töskur, kannski aðallega lyf og slíkt sem fólk er háð, sem er bara jákvætt og eðlilegt. Aðalatriðið og mikilvægast er að kynna sér vel leiðbeiningar frá almannavörnum um viðbrögð, bæði varðandi það ef þarf að rýma svæðið og varðandi lausa muni og slíkt.“ Hefði gjarnan viljað sjá rýmingaráætlunina miklu fyrr Rýmingaráætlun fyrir Grindavík er tilbúin en slík áætlun er enn í vinnslu fyrir restina af Suðurnesjum. „Okkar [rýmingaráætlun] er ekki tilbúin en hér eru hins vegar greiðar leiðir, flóttaleiðir til margra átta og greiðar samgöngur og á meðan ekki eru eldsumbrot er engin hætta á ferðum hvað það varðar,“ segir Ásgeir. En er ekki fullseint í rassinn gripið að fara að vinna að rýmingaráætlun núna þegar þessar jarðhræringar hafa staðið yfir í heilt ár? „Við hefðum gjarnan viljað sjá þessa rýmingaráætlun miklu fyrr og höfum þrýst á það lengi. Þetta er auðvitað mikil vinna sem tekur langan tíma. Frumkvæðið og utanumhaldið er hjá lögreglu og almannavörnum, sveitarfélögin hafa öll hér á svæðinu þrýst á um þetta. Það er samt betra seint en aldrei og vonandi verður hún tilbúin fyrr en síðar,“ segir Ásgeir.
Vogar Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29 Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. 1. mars 2021 12:33 Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04 Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29
Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. 1. mars 2021 12:33
Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04
Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53