Innlent

Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekkert lát er á skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst á miðvikudaginn.
Ekkert lát er á skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst á miðvikudaginn. Vísir/Vilhelm

Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli.

Samkvæmt yfirförnum tölum frá Veðurstofu Íslands mældist skjálftinn 5,1 að stærð. Hann virðist hafa verið afar grunnur, eða á 2,5 kílómetra dýpi, og staðsettur 1,1 kílómetra austsuðaustur af Keili.

Skjálftanum hafa fylgt eftirskjálftar og hristust skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík vel.

Þrjátíu skjálftar yfir þrír að stærð hafa mælst frá því á miðnætti.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×