Krefjast svara Landspítala í kjölfar ummæla yfirlæknis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. mars 2021 17:44 Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítalinn staðfesti vilja sinn til þess að annast greiningu leghálssýna vegna krabbameinsskimunar. Fyrirhugað er að skimunin verði flutt til Danmerkur. Í fréttum Ríkisútvarpsins þann 25. febrúar var haft eftir Jóni Gunnlaugi Jónassyni að meinafræðideild Landspítalans gæti tekið að sér rannsókn á leghálssýnum en ekki hafi verið óskað eftir því. Sagði hann „synd að sýni úr íslensku fólki séu send úr landi ef það er óþarfi.“ Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu er óskað eftir því að spítalinn geri grein fyrir því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til að annast skimunina þannig að hún uppfylli viðmið um gæði, öryggi og skilvirkni. Þá er tekið fram að Heilsugæslan hefði beint erindi til Landspítala í júlí á síðasta ári, varðandi greiningu sýna úr leghálskrabbameinsskimunum. Landspítali hafi svarað erindinu í águst og í svarinu hafi komið fram að rannsóknir og greiningar frumusýna í tengslum við skimunina væru frábrugðnar starfi meinafræðideildar spítalans, þarfnaðist sérhæfðs starfsfólks og mjög sérhæfðs tækjabúnaðar, auk viðeigandi húsnæðis. „Mjög lítið af þessu er til staðar á meinafræðideildinni og verður að segjast […] að við teljum ekki ástæðu til að óska eftir að sinna þessari rannsóknarstarfsemi,“ sagði í svari Landspítalans við erindi Heilsugæslunnar á síðasta ári. „Tilvitnað bréf og umræður í kjölfar þess leiddu til þess að heilsugæslan leitaði annarra lausna um greiningu á sýnum og gerði samning til þriggja ára við rannsóknarstofu sjúkrahússins í Hvidovre í Danmörku. Sá samningur er uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins, sem óskar eftir svörum Landspítala við erindinu fyrir 15. mars næstkomandi. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var því slegið föstu að ummæli yfirlæknis sem vísað er til í tilkynningu stjórnarráðsins væru frá Karli G. Kristinssyni, yfirlækni sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Þetta hefur verið leiðrétt. Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Tengdar fréttir Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15 Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Í fréttum Ríkisútvarpsins þann 25. febrúar var haft eftir Jóni Gunnlaugi Jónassyni að meinafræðideild Landspítalans gæti tekið að sér rannsókn á leghálssýnum en ekki hafi verið óskað eftir því. Sagði hann „synd að sýni úr íslensku fólki séu send úr landi ef það er óþarfi.“ Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu er óskað eftir því að spítalinn geri grein fyrir því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til að annast skimunina þannig að hún uppfylli viðmið um gæði, öryggi og skilvirkni. Þá er tekið fram að Heilsugæslan hefði beint erindi til Landspítala í júlí á síðasta ári, varðandi greiningu sýna úr leghálskrabbameinsskimunum. Landspítali hafi svarað erindinu í águst og í svarinu hafi komið fram að rannsóknir og greiningar frumusýna í tengslum við skimunina væru frábrugðnar starfi meinafræðideildar spítalans, þarfnaðist sérhæfðs starfsfólks og mjög sérhæfðs tækjabúnaðar, auk viðeigandi húsnæðis. „Mjög lítið af þessu er til staðar á meinafræðideildinni og verður að segjast […] að við teljum ekki ástæðu til að óska eftir að sinna þessari rannsóknarstarfsemi,“ sagði í svari Landspítalans við erindi Heilsugæslunnar á síðasta ári. „Tilvitnað bréf og umræður í kjölfar þess leiddu til þess að heilsugæslan leitaði annarra lausna um greiningu á sýnum og gerði samning til þriggja ára við rannsóknarstofu sjúkrahússins í Hvidovre í Danmörku. Sá samningur er uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins, sem óskar eftir svörum Landspítala við erindinu fyrir 15. mars næstkomandi. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var því slegið föstu að ummæli yfirlæknis sem vísað er til í tilkynningu stjórnarráðsins væru frá Karli G. Kristinssyni, yfirlækni sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Þetta hefur verið leiðrétt.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Tengdar fréttir Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15 Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15
Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22