Allt á suðupunkti í deilum um byggingar á Kirkjusandi Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2021 19:31 Á þessari grafísku mynd sést hvernig Kirkjusandur mun líta út þegar öllum framkvæmdum á vegum 105 Miðborgar á reitnum verður lokið. Húsin þrjú sem ÍAV sá um að byggja eru gula húsið fyrir miðri mynd, skrifstofubyggingin vinstra megin við það og íbúðarhúsið aftan við skrifstofubygginguna. Tölvumynd: ONNO ehf 105 Miðborg í stýringu Íslandssjóða hefur ráðið nýjan verktaka til að ljúka framkvæmdum á kirkjusandsreitnum eftir að hafa rift samningi við Íslenska aðalverktaka um byggingu þriggja húsa upp á um tíu milljarða króna. Miklar byggingaframkvæmdir hafa staðið yfir á gömlu strætólóðinni á Kirkjusandi undanfarin misseri á vegum 105 Miðborgar sérhæfðs sjóðs í rekstri og stýringu Íslandssjóða og hafa Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) séð um framkvæmdirnar. Sjóðurinn er meðal annars í eigu fjölda lífeyrissjóða. Deila Íslandssjóða og ÍAV er í algerum hnút. Hún snýst um byggingu þriggja húsa. Tveggja íbúðarhúsa sem eru nánast tilbúin og búið að afhenda og skrifstofubyggingar sem er langt komin. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tíu milljarða og er nú komið í hendurnar á öðrum verktökum. Í svörum Íslandssjóða við fyrirspurn fréttastofu segir að samningi við Íslenska aðalverktaka hafi verið rift í lok febrúar. Ekki verði tafir á framkvæmdinni þar sem nú þegar sé búið að fá aðra ónafngreinda verktaka til að ljúka henni. Deilan snýst um tafir á afhendingu húsanna og lagfæringar sem 105 Miðborg telur að ÍAV eigi að bæta og greiða fyrir. Kosnaður við byggingu húsanna þriggja sem ÍAV var með samning um er um tíu milljarðar króna. Heildarkostnaður við uppbyggingu á reitnum er hins vegar áætlaður um 22 milljarðar króna.Tölvumynd: ONNO ehf Íslenskir aðalverktakar eru langt í frá sáttir við þessi málalok. Í yfirlýsingu þeirra segir að verkkaupinn ætti að greiða fyrir hluta verksins sem fallið hafi utan samnings og einnig ætti að taka tillit til ýmissra utanaðkomandi þátta, einkum Covid 19, við ákvörðun verktíma og viðbótarkosnaðar. ÍAV hafi boðað stöðvun verksins í janúar vegna ósamkomulags við 105 Miðborg en fallið frá henni eftir loforð um úrbætur sem ekki hafi staðist. Í yfirlýsingu ÍAV segir að fyrirtækið hafi ekki fengið greitt vegna vinnu við verkið frá lokum nóvember í fyrra. Fyrirtækið hafi boðist til að gera samkomulag um lyktir verksamnings í ljósi samstarfsörðugleika án nokkurra skilyrða skömmu áður en verkkaupi ákvað að fara fram á riftun. Því boði hafi verið hafnað. „Tilgangur með riftuninni virðist því vera sá að valda verktakanum sem mestu tjóni og halda áfram að komast undan greiðslu verkkostnaðar og skuldbindingum þar um. Við riftun verksamnings hefur ÍAV ekki annan kost en að hætta að efna samninginn af sinni hálfu og leita réttar síns til uppgjörs og bóta,“ segir í yfirlýsingu ÍAV. Svona mun skrifstofubyggingin líta út þegar henni verður lokið. ÍAV náði að steypa upp hæðir hússins áður en samningi við þá var rift.Tölvumynd: ONNO ehf Húsin þrjú sem ÍAV var að byggja eru íbúðahúsin Stuðlaborg og Sólborg og skrifstofubyggingin Sjávarborg. Þau eru aðeins helmingur fyrirhugaðra framkvæmda á kirkjusandsreitnum. Eftir á að byggja hótel, skrifstofubyggingu og íbúðablokk en samtals hljóða framkvæmdirnar upp á 22 milljarða króna. Í svari Íslandssjóða til fréttastofu segir að ekki hafi verið samið við aðila um seinni áfanga framkvæmdanna. Ljóst er að deilum 105 Miðborgar og Íslenskra aðalverktaka er hvergi lokið og munu þær að öllum líkindum enda fyrir dómstólum. Reykjavík Húsnæðismál Byggingariðnaður Tengdar fréttir Íslenskum aðalverktökum úthýst á Kirkjusandi Verktakafyrirtækið Íslenskir Aðalverktakar mun ekki ljúka uppbyggingu svæðisins við Kirkjusand þar sem tvö stór fjölbýlishús og 7000 fermetra skrifstofubygging er að rísa. 3. mars 2021 06:47 Nýju húsi ætlað að hafa sterka skírskotun í yfirbragð gamla hraðfrystihússins Fimm byggingar munu rísa á lóðinni við Kirkjusand 2 í Reykjavík þar sem nú er að finna gamla Íslandsbankahúsið sem senn verður rifið. Arkitektastofan Kurtogpí varð hlutskörpust í samkeppni um nýja byggð á reitnum. 11. febrúar 2021 07:53 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Sjá meira
Miklar byggingaframkvæmdir hafa staðið yfir á gömlu strætólóðinni á Kirkjusandi undanfarin misseri á vegum 105 Miðborgar sérhæfðs sjóðs í rekstri og stýringu Íslandssjóða og hafa Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) séð um framkvæmdirnar. Sjóðurinn er meðal annars í eigu fjölda lífeyrissjóða. Deila Íslandssjóða og ÍAV er í algerum hnút. Hún snýst um byggingu þriggja húsa. Tveggja íbúðarhúsa sem eru nánast tilbúin og búið að afhenda og skrifstofubyggingar sem er langt komin. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tíu milljarða og er nú komið í hendurnar á öðrum verktökum. Í svörum Íslandssjóða við fyrirspurn fréttastofu segir að samningi við Íslenska aðalverktaka hafi verið rift í lok febrúar. Ekki verði tafir á framkvæmdinni þar sem nú þegar sé búið að fá aðra ónafngreinda verktaka til að ljúka henni. Deilan snýst um tafir á afhendingu húsanna og lagfæringar sem 105 Miðborg telur að ÍAV eigi að bæta og greiða fyrir. Kosnaður við byggingu húsanna þriggja sem ÍAV var með samning um er um tíu milljarðar króna. Heildarkostnaður við uppbyggingu á reitnum er hins vegar áætlaður um 22 milljarðar króna.Tölvumynd: ONNO ehf Íslenskir aðalverktakar eru langt í frá sáttir við þessi málalok. Í yfirlýsingu þeirra segir að verkkaupinn ætti að greiða fyrir hluta verksins sem fallið hafi utan samnings og einnig ætti að taka tillit til ýmissra utanaðkomandi þátta, einkum Covid 19, við ákvörðun verktíma og viðbótarkosnaðar. ÍAV hafi boðað stöðvun verksins í janúar vegna ósamkomulags við 105 Miðborg en fallið frá henni eftir loforð um úrbætur sem ekki hafi staðist. Í yfirlýsingu ÍAV segir að fyrirtækið hafi ekki fengið greitt vegna vinnu við verkið frá lokum nóvember í fyrra. Fyrirtækið hafi boðist til að gera samkomulag um lyktir verksamnings í ljósi samstarfsörðugleika án nokkurra skilyrða skömmu áður en verkkaupi ákvað að fara fram á riftun. Því boði hafi verið hafnað. „Tilgangur með riftuninni virðist því vera sá að valda verktakanum sem mestu tjóni og halda áfram að komast undan greiðslu verkkostnaðar og skuldbindingum þar um. Við riftun verksamnings hefur ÍAV ekki annan kost en að hætta að efna samninginn af sinni hálfu og leita réttar síns til uppgjörs og bóta,“ segir í yfirlýsingu ÍAV. Svona mun skrifstofubyggingin líta út þegar henni verður lokið. ÍAV náði að steypa upp hæðir hússins áður en samningi við þá var rift.Tölvumynd: ONNO ehf Húsin þrjú sem ÍAV var að byggja eru íbúðahúsin Stuðlaborg og Sólborg og skrifstofubyggingin Sjávarborg. Þau eru aðeins helmingur fyrirhugaðra framkvæmda á kirkjusandsreitnum. Eftir á að byggja hótel, skrifstofubyggingu og íbúðablokk en samtals hljóða framkvæmdirnar upp á 22 milljarða króna. Í svari Íslandssjóða til fréttastofu segir að ekki hafi verið samið við aðila um seinni áfanga framkvæmdanna. Ljóst er að deilum 105 Miðborgar og Íslenskra aðalverktaka er hvergi lokið og munu þær að öllum líkindum enda fyrir dómstólum.
Reykjavík Húsnæðismál Byggingariðnaður Tengdar fréttir Íslenskum aðalverktökum úthýst á Kirkjusandi Verktakafyrirtækið Íslenskir Aðalverktakar mun ekki ljúka uppbyggingu svæðisins við Kirkjusand þar sem tvö stór fjölbýlishús og 7000 fermetra skrifstofubygging er að rísa. 3. mars 2021 06:47 Nýju húsi ætlað að hafa sterka skírskotun í yfirbragð gamla hraðfrystihússins Fimm byggingar munu rísa á lóðinni við Kirkjusand 2 í Reykjavík þar sem nú er að finna gamla Íslandsbankahúsið sem senn verður rifið. Arkitektastofan Kurtogpí varð hlutskörpust í samkeppni um nýja byggð á reitnum. 11. febrúar 2021 07:53 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Sjá meira
Íslenskum aðalverktökum úthýst á Kirkjusandi Verktakafyrirtækið Íslenskir Aðalverktakar mun ekki ljúka uppbyggingu svæðisins við Kirkjusand þar sem tvö stór fjölbýlishús og 7000 fermetra skrifstofubygging er að rísa. 3. mars 2021 06:47
Nýju húsi ætlað að hafa sterka skírskotun í yfirbragð gamla hraðfrystihússins Fimm byggingar munu rísa á lóðinni við Kirkjusand 2 í Reykjavík þar sem nú er að finna gamla Íslandsbankahúsið sem senn verður rifið. Arkitektastofan Kurtogpí varð hlutskörpust í samkeppni um nýja byggð á reitnum. 11. febrúar 2021 07:53