Með eða ekki, áfram eða stopp? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 4. mars 2021 09:32 Möguleikar hins stafræn hafa gríðarmikil áhrif á viðskipti og markaðsmál dagsins í dag. Með eiginleikum stafrænnar umbreytingar, nákvæmra mælistika og gagnvirkni hafa komið fram nýir möguleikar til markaðssetningar sem bjóða upp ný tækifæri í því hvernig við komum til móts við viðskiptavini. Áfram gakk með stafrænni umbreytingu, eða stopp? Hvað þarf að gera, er eitthvað staðnað og stíft, hversu langt til framtíðar er verið að horfa, hugsanlega þarf að kollvarpa núgildandi viðskiptamódeli. Við erum að ræða um framtíðarrekstur og rekstrarhæfni. Byggjum á reynslu og þekkingu, það er verðmætt en höfum þor til að sækja fram og aldrei hugsa: „þetta hefur alltaf virkað svona“– því það er ekki í boði. Grunnurinn að frekari framþróun er að nýjungar og tækni ásamt hinum stafrænu möguleikum hafa breytt samskiptum fyrirtækja við viðskiptavini og viðskiptasamböndum þar á milli. Hin stafræna umbylting hefur fært fyrirtæki nær viðskiptavinum um leið og hún hefur gjörbylt hegðun neytenda, allt frá kaupum yfir í eftirfylgni. Kemur ekki á óvart, þróun og vísbendingar hafa borið að sama brunni undanfarin ár, annaðhvort ert þú með eða ekki. Ætlar þú að liggja í rólegheitum í heita pottinum á meðan aðrir stinga sér til sunds og keppa að settu marki? Breytingin er óhjákvæmilega Þótt hugtakið „stafræn umbreyting“ geti hljómað þokukennt og eins og eitt af tískuorðunum sem sérfræðingar nota til að slá um sig með, er hún rökrétt framhald af þróun undanfarinna ára og þar sem árangur hefur náðst er hann mjög greinilegur. Núna er breytingin orðin býsna hröð þó að þörf sé á meiri inngjöf. Þegar talað er um stafræna umbreytingu er meðal annars átt við hvernig ný hugsun er innleidd, notuð og samþætt hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Stafræn umbreyting er t.d. eitthvað gagnlegt líkt og rafrænar heilsufarsskrár eða einfaldara ferli við að nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. Stafræn umbreyting hefur sýnt hvað hún getur gert fyrir smásölu þar sem framsýnum fyrirtækjum hefur með stafrænni hugsun tekist að bæta hefðbundna viðskiptaþætti eins og afgreiðslu og sölu og náð forskoti á samkeppnisaðila. Gagnvirkni og nýsköpun til sóknar Stafræn umbreyting hefur haft gríðarmikil áhrif á gagnvirkni þar sem neytandanum er gefið færi á að velja sér kynningarefni, hvar, hvenær og hvernig hann notar það og hverjum hann deilir því með. Með því að nýta tæki og tól rétt fáum við aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga sem við getum nýtt til að þjónusta viðskiptavininn betur og mæta honum þar sem hann er með þeirri vöru eða þjónustu sem hann vantar. Mikil nýsköpun er á sviði greininga og til eru mörg verkfæri sem nútímavæða búnað og ferla og kalla fram gögn með hraðari og áreiðanlegri hætti en áður. Allt hjálpar þetta leiðtogum að taka betri og sneggri ákvarðanir sem styrkja fyrirtæki í sókn á markaði. Viðskiptavinurinn er ekki passívur áhorfandi, heldur blanda sér í leikinn og krefst svara þar sem viðkomandi er staddur. Slík samskipti, t.d. á samfélagsmiðlum breyta öllu. Viðskiptavinurinn er við stjórn og er hinn eini sanni áhrifavaldur. Fyrirtæki ættu ekki að fara á mis við tækifæri til tenginga, samtals og nýta þá stafrænu möguleika sem hrannast inn á markaðinn og fela í sér gagnvirkni sem var ekki möguleg fyrir nokkrum árum, en umbyltir umfangi og eðli þess hvernig snjallt markaðsfólk nálgast markmið sín. Sem er frábært. Áfram gakk Stafræn umbreyting hefur áhrif á stórt svið viðskipta. Lykillinn er að skilja hvað felst í breytingunni, að læra af forystufólki í stafrænni hugsun þvert á svið og tryggja að fyrirtækið hafi yfir að ráða tækni, hugsuninni, ferlunum og hæfileikunum til að vaxa og dafna. Til að ná lengra með stafrænum tækifærum er hollt að horfa út fyrir kassann sinn í átt til landa sem lengra eru komin. Vera óhrædd við að leita ráðgjafar, vilji til að læra er nauðsynlegur og svo þor til að prófa. Með skýrt leiðarljós, í bland við styrka þróun og stuðning þeirra sem um veskið halda, er engin ástæða til annars en að ætla að íslensk fyrirtæki geti tekið afgerandi skref upp heimslistann. Það er að segja ef stjórnendur og eigendur stefna þangað og ætla að leggja undir það sem þarf. Stafræn umbreyting á að vera áskorun, sérstaklega fyrirtæki sem eru þung í vöfum þar sem búið er að fjárfesta mikið í eigin ferlum, kerfum og menningu. Það þarf ekki að vera að sofnað hafi verið á verðinum, hugsanlega var fólk bara aðeins of lengi í heita pottinum en það er ekkert sem segir að ekki sé hægt að venda sínu kvæði í kross. Ef ekki núna, hvenær þá? Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Stafræn þróun Nýsköpun Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Möguleikar hins stafræn hafa gríðarmikil áhrif á viðskipti og markaðsmál dagsins í dag. Með eiginleikum stafrænnar umbreytingar, nákvæmra mælistika og gagnvirkni hafa komið fram nýir möguleikar til markaðssetningar sem bjóða upp ný tækifæri í því hvernig við komum til móts við viðskiptavini. Áfram gakk með stafrænni umbreytingu, eða stopp? Hvað þarf að gera, er eitthvað staðnað og stíft, hversu langt til framtíðar er verið að horfa, hugsanlega þarf að kollvarpa núgildandi viðskiptamódeli. Við erum að ræða um framtíðarrekstur og rekstrarhæfni. Byggjum á reynslu og þekkingu, það er verðmætt en höfum þor til að sækja fram og aldrei hugsa: „þetta hefur alltaf virkað svona“– því það er ekki í boði. Grunnurinn að frekari framþróun er að nýjungar og tækni ásamt hinum stafrænu möguleikum hafa breytt samskiptum fyrirtækja við viðskiptavini og viðskiptasamböndum þar á milli. Hin stafræna umbylting hefur fært fyrirtæki nær viðskiptavinum um leið og hún hefur gjörbylt hegðun neytenda, allt frá kaupum yfir í eftirfylgni. Kemur ekki á óvart, þróun og vísbendingar hafa borið að sama brunni undanfarin ár, annaðhvort ert þú með eða ekki. Ætlar þú að liggja í rólegheitum í heita pottinum á meðan aðrir stinga sér til sunds og keppa að settu marki? Breytingin er óhjákvæmilega Þótt hugtakið „stafræn umbreyting“ geti hljómað þokukennt og eins og eitt af tískuorðunum sem sérfræðingar nota til að slá um sig með, er hún rökrétt framhald af þróun undanfarinna ára og þar sem árangur hefur náðst er hann mjög greinilegur. Núna er breytingin orðin býsna hröð þó að þörf sé á meiri inngjöf. Þegar talað er um stafræna umbreytingu er meðal annars átt við hvernig ný hugsun er innleidd, notuð og samþætt hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Stafræn umbreyting er t.d. eitthvað gagnlegt líkt og rafrænar heilsufarsskrár eða einfaldara ferli við að nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. Stafræn umbreyting hefur sýnt hvað hún getur gert fyrir smásölu þar sem framsýnum fyrirtækjum hefur með stafrænni hugsun tekist að bæta hefðbundna viðskiptaþætti eins og afgreiðslu og sölu og náð forskoti á samkeppnisaðila. Gagnvirkni og nýsköpun til sóknar Stafræn umbreyting hefur haft gríðarmikil áhrif á gagnvirkni þar sem neytandanum er gefið færi á að velja sér kynningarefni, hvar, hvenær og hvernig hann notar það og hverjum hann deilir því með. Með því að nýta tæki og tól rétt fáum við aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga sem við getum nýtt til að þjónusta viðskiptavininn betur og mæta honum þar sem hann er með þeirri vöru eða þjónustu sem hann vantar. Mikil nýsköpun er á sviði greininga og til eru mörg verkfæri sem nútímavæða búnað og ferla og kalla fram gögn með hraðari og áreiðanlegri hætti en áður. Allt hjálpar þetta leiðtogum að taka betri og sneggri ákvarðanir sem styrkja fyrirtæki í sókn á markaði. Viðskiptavinurinn er ekki passívur áhorfandi, heldur blanda sér í leikinn og krefst svara þar sem viðkomandi er staddur. Slík samskipti, t.d. á samfélagsmiðlum breyta öllu. Viðskiptavinurinn er við stjórn og er hinn eini sanni áhrifavaldur. Fyrirtæki ættu ekki að fara á mis við tækifæri til tenginga, samtals og nýta þá stafrænu möguleika sem hrannast inn á markaðinn og fela í sér gagnvirkni sem var ekki möguleg fyrir nokkrum árum, en umbyltir umfangi og eðli þess hvernig snjallt markaðsfólk nálgast markmið sín. Sem er frábært. Áfram gakk Stafræn umbreyting hefur áhrif á stórt svið viðskipta. Lykillinn er að skilja hvað felst í breytingunni, að læra af forystufólki í stafrænni hugsun þvert á svið og tryggja að fyrirtækið hafi yfir að ráða tækni, hugsuninni, ferlunum og hæfileikunum til að vaxa og dafna. Til að ná lengra með stafrænum tækifærum er hollt að horfa út fyrir kassann sinn í átt til landa sem lengra eru komin. Vera óhrædd við að leita ráðgjafar, vilji til að læra er nauðsynlegur og svo þor til að prófa. Með skýrt leiðarljós, í bland við styrka þróun og stuðning þeirra sem um veskið halda, er engin ástæða til annars en að ætla að íslensk fyrirtæki geti tekið afgerandi skref upp heimslistann. Það er að segja ef stjórnendur og eigendur stefna þangað og ætla að leggja undir það sem þarf. Stafræn umbreyting á að vera áskorun, sérstaklega fyrirtæki sem eru þung í vöfum þar sem búið er að fjárfesta mikið í eigin ferlum, kerfum og menningu. Það þarf ekki að vera að sofnað hafi verið á verðinum, hugsanlega var fólk bara aðeins of lengi í heita pottinum en það er ekkert sem segir að ekki sé hægt að venda sínu kvæði í kross. Ef ekki núna, hvenær þá? Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun