„Ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að“ Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 07:00 Ásdís Hjálmsdóttir harmar að rafíþróttamót sé haldið í Laugardalshöll án þess að fundin hafi verið viðunandi lausn áður fyrir frjálsíþróttafólkið í borginni. Getty/Alexander Hassenstein og David Lee Borgarstjóri, Íslandsstofa og Rafíþróttasamtök Íslands ættu að skammast sín, segir Ólympíufarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud. Hún harmar að reykvískt frjálsíþróttafólk missi aðstöðu sína í einn og hálfan mánuð vegna stórs rafíþróttamóts í vor. Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Reykjavík í maí. Mótið fer fram í Laugardalshöll og væntanlegir eru 400 gestir, en þar með missa frjálsíþróttafélögin í Reykjavík æfingaaðstöðu sína í sex vikur án þess að önnur, viðunandi aðstaða sé í boði í borginni. Ásdís lagði spjótið á hilluna síðasta haust eftir að hafa meðal annars farið á þrenna Ólympíuleika. Hún er ómyrk í máli í skrifum sínum á Facebook þar sem hún segir meðal annars: „Þetta er ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára ferli! Þið afsakið en nú bara get ég ekki haft hljótt.“ Ásdís, sem stóran hluta ferilsins æfði með Ármanni, bætir því við að hún sé afar fegin að vera flutt frá Íslandi og hætt í frjálsum, svo hún þurfi ekki að „taka þátt í þessu rugli lengur“. Skrif hennar má sjá hér að neðan. Þetta er ein mesta óvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára...Posted by Ásdís Hjálms Annerud on Fimmtudagur, 4. mars 2021 Góð lausn virðist ekki í sjónmáli fyrir hundruð iðkenda frjálsra íþrótta í Reykjavík, á öllum aldri, þar á meðal afreksíþróttafólk á borð við Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Guðna Val Guðnason sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó. Æfingar síðla kvölds í Kaplakrika og æfingar í verri aðstöðu í Egilshöll virðast helstu lausnirnar sem í boði eru, þar sem viðunandi utanhússaðstaða er ekki í boði í Reykjavík. Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01 Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Fleiri fréttir Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Sjá meira
Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Reykjavík í maí. Mótið fer fram í Laugardalshöll og væntanlegir eru 400 gestir, en þar með missa frjálsíþróttafélögin í Reykjavík æfingaaðstöðu sína í sex vikur án þess að önnur, viðunandi aðstaða sé í boði í borginni. Ásdís lagði spjótið á hilluna síðasta haust eftir að hafa meðal annars farið á þrenna Ólympíuleika. Hún er ómyrk í máli í skrifum sínum á Facebook þar sem hún segir meðal annars: „Þetta er ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára ferli! Þið afsakið en nú bara get ég ekki haft hljótt.“ Ásdís, sem stóran hluta ferilsins æfði með Ármanni, bætir því við að hún sé afar fegin að vera flutt frá Íslandi og hætt í frjálsum, svo hún þurfi ekki að „taka þátt í þessu rugli lengur“. Skrif hennar má sjá hér að neðan. Þetta er ein mesta óvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára...Posted by Ásdís Hjálms Annerud on Fimmtudagur, 4. mars 2021 Góð lausn virðist ekki í sjónmáli fyrir hundruð iðkenda frjálsra íþrótta í Reykjavík, á öllum aldri, þar á meðal afreksíþróttafólk á borð við Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Guðna Val Guðnason sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó. Æfingar síðla kvölds í Kaplakrika og æfingar í verri aðstöðu í Egilshöll virðast helstu lausnirnar sem í boði eru, þar sem viðunandi utanhússaðstaða er ekki í boði í Reykjavík.
Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01 Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Fleiri fréttir Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Sjá meira
Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01
Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29