Alexis Sanchez og Romelu Lukaku hófu leikinn í fremstu línu hjá lærisveinum Antonio Conte í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik lét framherjaparið heldur betur vita af sér.
Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Sanchez gestunum yfir eftir að Lukaku sendi boltann inn fyrir vörn heimamanna. Aðeins sjö mínútum síðar var staðan orðin 2-0 gestunum í vil. Aftur var það Sanchez og aftur átti Lukaku stoðsendinguna.
8 - Romelu Lukaku has delivered eight Serie A assists this season: it is a record for him in a single campaign in the Top-5 European leagues. Evolution.#ParmaInter pic.twitter.com/7waxuZ61VJ
— OptaPaolo (@OptaPaolo) March 4, 2021
Hernani minnkaði muninn fyrir Parma á 71. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-1 Inter Milan í vil. Liðið trónir sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með sex stiga forystu á nágranna sína í AC Milan. Inter með 59 en Milan með 53.
Parma er á sama tíma í 19. sæti með aðeins 15 stig.