Skilinn eftir í lífshættulegu ástandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2021 09:01 Karlmaðurinn var skilinn eftir í lífshættulegu ástandi á heimili sínu í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Tæplega fimmtugur karlmaður búsettur í Kópavogi hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás fimmtudagskvöldið 23. apríl í fyrra. Árásin átti sér stað utan við og inni í húsnæði í bæjarfélaginu þar sem fórnarlambið bjó. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa veist að öðrum karlmanni á fimmtugsaldri, veitt honum að minnsta kosti eitt högg í höfuð og hrint. Afleiðingarnar voru þær að karlmaðurinn féll aftur fyrir sig og skall í gólfið. Hlaut hann stóra níu millímetra blæðingu hægra megin í höfði, litlar blæðingar í heilavef framan til og litla blæðingu ásamt fjölda brota í höfuðkúpunni og nefbeinabrot. Brotið telst varða við aðra málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um alvarlegar líkamsárásir en brot á lögunum varða allt að sextán ára fangelsi. Tvö vitni sökuð um að gera ekki neitt Rúmlega sextugur karlmaður, búsettur í Reykjavík, sem varð vitni að átökunum er ákærður fyrir að hafa látið farast fyrir að koma manninum til bjargar. Þannig hafi hann í kjölfar atlögunnar skilið karlmanninn eftir liggjandi frammi á gangi húsnæðisins og yfirgefið hann ósjálfbjarga og lífshættulega slasaðan án þess að koma honum til bjargar. Þriðji maður varð sömuleiðis vitni að atlögunni en ákæra á hendur honum var látin niður falla þar sem hann féll frá á meðan meðferð málsins stóð. Farið er fram á sjö milljónir króna í miskabætur til mannsins sem slasaðist lífshættulega í árásinni. Í lífshættu eftir árásina Fjallað var um árásina í fjölmiðlum í apríl í fyrra í samhengi við að önnur alvarleg líkamsárás var gerð í Breiðholti í Reykjavík sama kvöld. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði fórnarlambið í málinu í lífshættu daginn eftir árásina. Vikurnar á undan hefðu verið óvenju margar árásir á höfuðborgarsvæðinu og útilokaði hann ekki að það tengdist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ sagði Karl Steinar. Dómsmál Kópavogur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Karlmaðurinn er sakaður um að hafa veist að öðrum karlmanni á fimmtugsaldri, veitt honum að minnsta kosti eitt högg í höfuð og hrint. Afleiðingarnar voru þær að karlmaðurinn féll aftur fyrir sig og skall í gólfið. Hlaut hann stóra níu millímetra blæðingu hægra megin í höfði, litlar blæðingar í heilavef framan til og litla blæðingu ásamt fjölda brota í höfuðkúpunni og nefbeinabrot. Brotið telst varða við aðra málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um alvarlegar líkamsárásir en brot á lögunum varða allt að sextán ára fangelsi. Tvö vitni sökuð um að gera ekki neitt Rúmlega sextugur karlmaður, búsettur í Reykjavík, sem varð vitni að átökunum er ákærður fyrir að hafa látið farast fyrir að koma manninum til bjargar. Þannig hafi hann í kjölfar atlögunnar skilið karlmanninn eftir liggjandi frammi á gangi húsnæðisins og yfirgefið hann ósjálfbjarga og lífshættulega slasaðan án þess að koma honum til bjargar. Þriðji maður varð sömuleiðis vitni að atlögunni en ákæra á hendur honum var látin niður falla þar sem hann féll frá á meðan meðferð málsins stóð. Farið er fram á sjö milljónir króna í miskabætur til mannsins sem slasaðist lífshættulega í árásinni. Í lífshættu eftir árásina Fjallað var um árásina í fjölmiðlum í apríl í fyrra í samhengi við að önnur alvarleg líkamsárás var gerð í Breiðholti í Reykjavík sama kvöld. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði fórnarlambið í málinu í lífshættu daginn eftir árásina. Vikurnar á undan hefðu verið óvenju margar árásir á höfuðborgarsvæðinu og útilokaði hann ekki að það tengdist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ sagði Karl Steinar.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira