Er Íslandspóstur undanþeginn lögum? Þórir Helgi Sigvaldason skrifar 5. mars 2021 13:00 Nýverið tók póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun um að veita Íslandspósti 509.000.000 króna fjárframlag vegna veitingar alþjónustu á árinu 2020. Alþjónusta er sú póstþjónusta sem allir eiga rétt á aðgangi að, á viðráðanlegu verði. Stofnunin hafði áður falið Íslandspósti að veita slíka þjónustu. Markmið fjárframlaga til alþjónustuveitanda er að tryggja póstþjónustu á svæðum þar sem ekki eru markaðslegar forsendur til að veita hana. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 181 milljón fyrir að veita þjónustu á „óvirkum þéttbýlissvæðum“, þ.e. svæðum sem stofnunin telur að Íslandspóstur myndi ekki óneyddur veita þjónustu á. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að aðeins væru markaðslegar forsendur fyrir dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og 12 stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta vakti stórfurðu hjá ýmsum aðilum sem hingað til hafa reynt að reka samkeppni við Íslandspóst og hafa gert út frá og þjónustað sveitarfélög líkt og Vík í Mýrdal, Stykkishólm, Patreksfjörð og Hvolsvöll, svo dæmi séu nefnd. Með ákvörðun stofnunarinnar komust þessir aðilar að því að engar markaðslegar forsendur væru fyrir rekstri þeirra og að ríkið teldi nauðsynlegt að styrkja Íslandspóst til þess dreifa pökkum á svæðum sem þeir hafa þjónustað um árabil. Ný lög um póstþjónustu, sem tóku gildi 1. janúar 2020, kveða á um að alþjónustuveitandi skuli innheimta sama gjald fyrir alþjónustu um allt land. Áður hafði þetta aðeins gilt um bréfasendingar en nú gildir þetta einnig um pakkasendingar. Pakkasendingar verða sífellt mikilvægari þáttur í póstþjónustu, en samkvæmt nýju lögunum er Íslandspósti skylt að láta sömu gjaldskrána gilda fyrir pakkasendingar um allt land. Við þessu brást Íslandspóstur með því að lækka gjaldskrá sína niður í allra lægsta verðið sem innheimt hafði verið áður, þ.e. verðið á höfuðborgarsvæðinu. Nú kostar það sama að senda pakka frá Síðumúla til Vopnafjarðar og kostar að senda sama pakka í Ármúlann. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tap vegna kvaðarinnar um sama verð um allt land. Þetta vakti mikla furðu aðilanna sem reynt hafa að keppa við Íslandspóst, enda er skýrt kveðið á um það í lögunum að gjaldskrá fyrir alþjónustuna skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Samkvæmt lögunum er því óheimilt að veita þjónustuna með tapi. Lögin eru fullkomlega skýrt og geyma engar undanþágur frá þessari reglu. Fyrir hönd nokkurra smærri flutningsaðila kvörtuðu Lögmenn Laugardal undan ólögmætri gjaldskrá Íslandspósts til póst- og fjarskiptastofnunar. Væntingar stóðu til þess að stofnunin myndi beita sér fyrir því að gjaldskráin yrði færð í lögmætt horf, enda bersýnilega ólögmæt og til verulegs tjóns fyrir samkeppnisaðila ríkisfyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun aðhafðist hins vegar ekkert vegna gjaldskrárinnar og ákvað þess í stað að styrkja Íslandspóst um 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tapið sem hlaust af því að veita þjónustuna undir kostnaðarverði. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni vísar póst- og fjarskiptastofnu meðal annars til þess að engin greining hafa farið fram af hálfu Alþingis á fjárhagslegum afleiðingum laganna fyrir Íslandspóst, og að fylgni við skýrt orðalag laganna myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar á rekstur fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti þannig undanþágu frá skýru lagaákvæði um að gjaldskráin skyldi miðast við kostnaðarverð að viðbættum hæfilegum hagnaði, með vísan til þess að fylgni við lögin myndi hafa ósanngjarnar og ófyrirséðar afleiðingar á rekstur ríkisfyrirtækisins. Telji póst- og fjarskiptastofnun að lagasetning Alþingis hafi í för með sér neikvæðar afleiðingar getur stofnunin einnig beitt sér fyrir lagabreytingum. Stofnunin hefur hins vegar ekki heimild til þess að beinlínis víkja til hliðar skýrum lagaákvæðum með vísan til þess að Alþingi hafi ekki reiknað dæmið til enda! Mikið hefur verið skrifað um sóun á almannafé í rekstur Íslandspósts og neikvæðar afleiðingar slíks á samkeppnisrekstur. Með setningu nýrra laga um póstþjónustu gafst tækifæri til þess að gera upp fortíð ríkisfyrirtækisins, sníða því skýran lagaramma og finna rekstri þess heilbrigðari farveg í betri sátt við samkeppnisaðila. Núverandi staða er því mikil vonbrigði. Höfundur er lögmaður hjá Lögmönnum Laugardal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Fjarskipti Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið tók póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun um að veita Íslandspósti 509.000.000 króna fjárframlag vegna veitingar alþjónustu á árinu 2020. Alþjónusta er sú póstþjónusta sem allir eiga rétt á aðgangi að, á viðráðanlegu verði. Stofnunin hafði áður falið Íslandspósti að veita slíka þjónustu. Markmið fjárframlaga til alþjónustuveitanda er að tryggja póstþjónustu á svæðum þar sem ekki eru markaðslegar forsendur til að veita hana. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 181 milljón fyrir að veita þjónustu á „óvirkum þéttbýlissvæðum“, þ.e. svæðum sem stofnunin telur að Íslandspóstur myndi ekki óneyddur veita þjónustu á. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að aðeins væru markaðslegar forsendur fyrir dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og 12 stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta vakti stórfurðu hjá ýmsum aðilum sem hingað til hafa reynt að reka samkeppni við Íslandspóst og hafa gert út frá og þjónustað sveitarfélög líkt og Vík í Mýrdal, Stykkishólm, Patreksfjörð og Hvolsvöll, svo dæmi séu nefnd. Með ákvörðun stofnunarinnar komust þessir aðilar að því að engar markaðslegar forsendur væru fyrir rekstri þeirra og að ríkið teldi nauðsynlegt að styrkja Íslandspóst til þess dreifa pökkum á svæðum sem þeir hafa þjónustað um árabil. Ný lög um póstþjónustu, sem tóku gildi 1. janúar 2020, kveða á um að alþjónustuveitandi skuli innheimta sama gjald fyrir alþjónustu um allt land. Áður hafði þetta aðeins gilt um bréfasendingar en nú gildir þetta einnig um pakkasendingar. Pakkasendingar verða sífellt mikilvægari þáttur í póstþjónustu, en samkvæmt nýju lögunum er Íslandspósti skylt að láta sömu gjaldskrána gilda fyrir pakkasendingar um allt land. Við þessu brást Íslandspóstur með því að lækka gjaldskrá sína niður í allra lægsta verðið sem innheimt hafði verið áður, þ.e. verðið á höfuðborgarsvæðinu. Nú kostar það sama að senda pakka frá Síðumúla til Vopnafjarðar og kostar að senda sama pakka í Ármúlann. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tap vegna kvaðarinnar um sama verð um allt land. Þetta vakti mikla furðu aðilanna sem reynt hafa að keppa við Íslandspóst, enda er skýrt kveðið á um það í lögunum að gjaldskrá fyrir alþjónustuna skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Samkvæmt lögunum er því óheimilt að veita þjónustuna með tapi. Lögin eru fullkomlega skýrt og geyma engar undanþágur frá þessari reglu. Fyrir hönd nokkurra smærri flutningsaðila kvörtuðu Lögmenn Laugardal undan ólögmætri gjaldskrá Íslandspósts til póst- og fjarskiptastofnunar. Væntingar stóðu til þess að stofnunin myndi beita sér fyrir því að gjaldskráin yrði færð í lögmætt horf, enda bersýnilega ólögmæt og til verulegs tjóns fyrir samkeppnisaðila ríkisfyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun aðhafðist hins vegar ekkert vegna gjaldskrárinnar og ákvað þess í stað að styrkja Íslandspóst um 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tapið sem hlaust af því að veita þjónustuna undir kostnaðarverði. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni vísar póst- og fjarskiptastofnu meðal annars til þess að engin greining hafa farið fram af hálfu Alþingis á fjárhagslegum afleiðingum laganna fyrir Íslandspóst, og að fylgni við skýrt orðalag laganna myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar á rekstur fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti þannig undanþágu frá skýru lagaákvæði um að gjaldskráin skyldi miðast við kostnaðarverð að viðbættum hæfilegum hagnaði, með vísan til þess að fylgni við lögin myndi hafa ósanngjarnar og ófyrirséðar afleiðingar á rekstur ríkisfyrirtækisins. Telji póst- og fjarskiptastofnun að lagasetning Alþingis hafi í för með sér neikvæðar afleiðingar getur stofnunin einnig beitt sér fyrir lagabreytingum. Stofnunin hefur hins vegar ekki heimild til þess að beinlínis víkja til hliðar skýrum lagaákvæðum með vísan til þess að Alþingi hafi ekki reiknað dæmið til enda! Mikið hefur verið skrifað um sóun á almannafé í rekstur Íslandspósts og neikvæðar afleiðingar slíks á samkeppnisrekstur. Með setningu nýrra laga um póstþjónustu gafst tækifæri til þess að gera upp fortíð ríkisfyrirtækisins, sníða því skýran lagaramma og finna rekstri þess heilbrigðari farveg í betri sátt við samkeppnisaðila. Núverandi staða er því mikil vonbrigði. Höfundur er lögmaður hjá Lögmönnum Laugardal
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun