„Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2021 11:36 Útlit er fyrir að kvikan hafi engan sérstakan áhuga á að koma upp á yfirborðið, segir Magnús Tumi. Vísir/Vilhelm Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Jarðskjálftavirknin er áfram að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í áttina að Grindavík í gærkvöldi. Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð. Þá varð öflugur skjálfti í Grindavík í gær sem í fyrstu var mældur 3,5 að stærð. Hann hefur hins vegar verið endurreiknaður og var 4,2 að stærð. „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið. En eins og staðan er núna þá eru engin merki um að gos sé að brjótast upp til yfirborðs. Það getur samt gerst að staðan breytist og að kvikan fari af stað, en við sjáum engin merki um það núna,” segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það er allavega ekki að byrja að gjósa núna en hvað gerist seinna í dag eða á morgun vitum við náttúrlega ekki.” Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála.„Það virðist vera að þessi kvika hafi ekkert voða mikinn áhuga á að koma upp á yfirborðið núna, en við sjáum bara hvað setur,” segir Magnús Tumi. Atburðurinn enn í gangi Vísindaráð almannavarna fundar klukkan tólf til að fara yfir stöðuna, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Í gær mældust um þrjú þúsund skjálftar, og frá miðnætti hafa mælst um þúsund skjálftar. Það er enginn órói á svæðinu en skjálftavirkni er enn mikil á sömu svæðum og undanfarna daga,” segir Einar og bætir við að gosórói hafi minnkað. „Atburðurinn er enn þá í gangi og enn mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Henni er ekki lokið eins og er. En við teljum að á meðan það sést ekki til óróa að það séu minni líkur á að kvikan leiti til yfirborðs.” Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Jarðskjálftavirknin er áfram að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í áttina að Grindavík í gærkvöldi. Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð. Þá varð öflugur skjálfti í Grindavík í gær sem í fyrstu var mældur 3,5 að stærð. Hann hefur hins vegar verið endurreiknaður og var 4,2 að stærð. „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið. En eins og staðan er núna þá eru engin merki um að gos sé að brjótast upp til yfirborðs. Það getur samt gerst að staðan breytist og að kvikan fari af stað, en við sjáum engin merki um það núna,” segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það er allavega ekki að byrja að gjósa núna en hvað gerist seinna í dag eða á morgun vitum við náttúrlega ekki.” Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála.„Það virðist vera að þessi kvika hafi ekkert voða mikinn áhuga á að koma upp á yfirborðið núna, en við sjáum bara hvað setur,” segir Magnús Tumi. Atburðurinn enn í gangi Vísindaráð almannavarna fundar klukkan tólf til að fara yfir stöðuna, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Í gær mældust um þrjú þúsund skjálftar, og frá miðnætti hafa mælst um þúsund skjálftar. Það er enginn órói á svæðinu en skjálftavirkni er enn mikil á sömu svæðum og undanfarna daga,” segir Einar og bætir við að gosórói hafi minnkað. „Atburðurinn er enn þá í gangi og enn mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Henni er ekki lokið eins og er. En við teljum að á meðan það sést ekki til óróa að það séu minni líkur á að kvikan leiti til yfirborðs.”
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira