Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði Eiður Þór Árnason skrifar 5. mars 2021 16:59 Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur og deildarforseti Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands. Almannavarnir „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. Freysteinn sat fund vísindaráðs almannavarna í hádeginu þar sem meðal annars var farið yfir nýjustu mæligögn og líkanreikninga. Hann segir að niðurstöðurnar séu í samræmi við það sem talað var um í gær og að virknin haldi áfram á svipuðum nótum. Nú sé hins vegar komin skýrari mynd á stöðuna. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort kvikan komist upp úr jarðskorpunni og á yfirborðið en núverandi ástand kallar á áframhaldandi aðgæslu á svæðinu, að sögn Freysteins. Í tilkynningu frá vísindaráði almannavarna sem barst á sjötta tímanum segir að engar vísbendingar séu um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráðið ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Að sögn Freysteins benda líkönin til að kvikugangurinn sé mögulega um fimm kílómetrar að lengd frá suðvestri í norðaustur, frá Fagradalsfjalli að Keili, um einn metri að þykkt og nái frá tveggja kílómetra dýpi og niður á fimm kílómetra dýpi. Minna hefur verið um stóra skjálfta að undanförnu en Freysteinn segir mikilvægt að fylgjast vel með, sérstaklega ef aftur mælist óróapúls eða jarðskjálftavirkni breytist snögglega. Óvissan liggi í því hve mikil kvika komist fyrir Freysteinn segir stóru óvissuna felast í því hvað það rúmast mikið af bergkviku ofan í jarðskorpunni áður en hún kemur upp á yfirborðið. „Óvissan er svona mikil vegna þess að flekahreyfingarnar hafa teygt á jarðskorpunni yfir síðustu áratugi og jafnvel árhunduði og við vitum ekki hvað hefur losnað um spennu á fyrri öldum á svæðinu. Svo kannski er pláss til að koma meiri kviku þar fyrir eftir spennulosunina sem kemur til vegna flekahreyfinganna.“ Heilt yfir segir Freysteinn að staðan sé nokkuð óbreytt en nýju gögnin staðfesti fyrri túlkanir vísindamanna og sé frekari staðfesting á því að kvikan hafi komist þetta nálægt yfirborði. „Jarðskorpuhreyfingarnar og jarðskjálftarnir halda áfram sem segir okkur að kvikugangurinn er enn í þróun og það er ný kvika komin í hann. Það er erfitt að segja til um framhaldið en það er lykilatriði að þessi mikla vöktun sem er komin í gang haldi áfram,“ segir Freysteinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36 Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39 Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. 4. mars 2021 22:48 Ný hraunflæðispá: Fjögur svæði þar sem gos gæti komið upp Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt nýja hraunflæðispá þar sem miðað er við þróun jarðhræringanna á Reykjanesi frá því í nótt. Spáin gerir nú ráð fyrir fjórum svæðum þar sem eldgos gæti komið upp. 4. mars 2021 19:42 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Freysteinn sat fund vísindaráðs almannavarna í hádeginu þar sem meðal annars var farið yfir nýjustu mæligögn og líkanreikninga. Hann segir að niðurstöðurnar séu í samræmi við það sem talað var um í gær og að virknin haldi áfram á svipuðum nótum. Nú sé hins vegar komin skýrari mynd á stöðuna. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort kvikan komist upp úr jarðskorpunni og á yfirborðið en núverandi ástand kallar á áframhaldandi aðgæslu á svæðinu, að sögn Freysteins. Í tilkynningu frá vísindaráði almannavarna sem barst á sjötta tímanum segir að engar vísbendingar séu um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráðið ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Að sögn Freysteins benda líkönin til að kvikugangurinn sé mögulega um fimm kílómetrar að lengd frá suðvestri í norðaustur, frá Fagradalsfjalli að Keili, um einn metri að þykkt og nái frá tveggja kílómetra dýpi og niður á fimm kílómetra dýpi. Minna hefur verið um stóra skjálfta að undanförnu en Freysteinn segir mikilvægt að fylgjast vel með, sérstaklega ef aftur mælist óróapúls eða jarðskjálftavirkni breytist snögglega. Óvissan liggi í því hve mikil kvika komist fyrir Freysteinn segir stóru óvissuna felast í því hvað það rúmast mikið af bergkviku ofan í jarðskorpunni áður en hún kemur upp á yfirborðið. „Óvissan er svona mikil vegna þess að flekahreyfingarnar hafa teygt á jarðskorpunni yfir síðustu áratugi og jafnvel árhunduði og við vitum ekki hvað hefur losnað um spennu á fyrri öldum á svæðinu. Svo kannski er pláss til að koma meiri kviku þar fyrir eftir spennulosunina sem kemur til vegna flekahreyfinganna.“ Heilt yfir segir Freysteinn að staðan sé nokkuð óbreytt en nýju gögnin staðfesti fyrri túlkanir vísindamanna og sé frekari staðfesting á því að kvikan hafi komist þetta nálægt yfirborði. „Jarðskorpuhreyfingarnar og jarðskjálftarnir halda áfram sem segir okkur að kvikugangurinn er enn í þróun og það er ný kvika komin í hann. Það er erfitt að segja til um framhaldið en það er lykilatriði að þessi mikla vöktun sem er komin í gang haldi áfram,“ segir Freysteinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36 Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39 Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. 4. mars 2021 22:48 Ný hraunflæðispá: Fjögur svæði þar sem gos gæti komið upp Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt nýja hraunflæðispá þar sem miðað er við þróun jarðhræringanna á Reykjanesi frá því í nótt. Spáin gerir nú ráð fyrir fjórum svæðum þar sem eldgos gæti komið upp. 4. mars 2021 19:42 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36
Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39
Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. 4. mars 2021 22:48
Ný hraunflæðispá: Fjögur svæði þar sem gos gæti komið upp Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt nýja hraunflæðispá þar sem miðað er við þróun jarðhræringanna á Reykjanesi frá því í nótt. Spáin gerir nú ráð fyrir fjórum svæðum þar sem eldgos gæti komið upp. 4. mars 2021 19:42
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda