Dæmi um að íbúar hafi leigt hótelherbergi yfir helgina til að frá frí frá skjálftahrinunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2021 12:53 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. VÍSIR/EGILL Íbúar Grindavíkur leigðu sér hótelherbergi og sumarbústaði yfir helgina til að frá frí frá skjálftahrinunni sem ekkert lát virðist á að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Skjálftavirknin færðist í átt að Grindavík í nótt og fundu íbúar vel fyrir snörpum skjálftum. Jarðskjálftavirkni jókst umtalsvert í Fagradalsfjalli í gærkvöldi. Um klukkan 22 hófst óróapúls sem stóð yfir í um tuttugu mínútur og var í framhaldinu mikil virkni í nótt með snörpum skjálftum. Óróapúlsinn sem mældist í gærkvöld var minni en sá sem mældist þann þriðja mars. Stærsti skjálfti næturinnar var 5,0 að stærð og reið hann yfir klukkan tvö um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar vaknaði við skjálftann í nótt. „Ég vaknaði upp við skjálftann sem var um klukkan tvö. Hann var mjög sterkur og upptökin nálægt okkur þannig að ég held að flestir hafi hrokkið upp við hann,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni Vísindaráð fundaði með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í nótt vegna skjálftanna. „Það var boðað til fundar að frumkvæði Almannavarna. Þar voru sérfræðingar frá Veðurstofunni sem voru aðallega að fara yfir og rýna í gögn um hvað væri á ferðinni. Þá kom í ljós að þetta voru taldar afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni en ekki tilfærslu á kviku og í því ljósi var ekki talin ástæða til sérstakra viðbragða af hálfu almannavarna,“ segir Fannar. Íbúar sækja í frið frá hrinunni Fannar segir óþægilegt eftir allan þennan tíma að ekkert lát skuli vera á skjálftahrinunni. „Í bili þá eru örugglega margir sem hafa notað tækifærið um helgina í fríinu og farið í sumarbústað. Einhverjir hafa verið að leigja sér hótelherbergi eða farið til ættingja að dreifa huganum. Ég veit ekki til þess að íbúar séu að flytja til burtu varanlega en örugglega vilja margir komast í annað umhverfi um helgina og líta aðeins upp frá þessu,“ segir Fannar. „Þetta er auðvitað mjög lýjandi eftir svona langan tíma að þetta skuli enn standa yfir og þess vegna er mikilvægt að fólk reyni að hlúa að sér og sínum og líka að halda sinni rútínu. Það er sérstaklega vont að vakna við svona skjálfta um miðja nótt í myrkri.“ Opið hús í dag Opið hús verður í Kvikunni í dag á milli klukkan 13 og 17 þar sem áhersla verður lögð á að koma upplýsingum til pólska samfélagsins að sögn Fannars. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 14:30 og hægt verður að horfa á streymi á Youtube síðu Grindavíkurbæjar. Sýnt verður frá streyminu hér á Vísi. Vísindaráð mun funda með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í dag. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Möguleg gossvæði orðin sjö Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 7. mars 2021 12:39 Heldur rólegra í morgun og minna um stóra skjálfta „Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 7. mars 2021 12:29 Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. 7. mars 2021 00:44 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Jarðskjálftavirkni jókst umtalsvert í Fagradalsfjalli í gærkvöldi. Um klukkan 22 hófst óróapúls sem stóð yfir í um tuttugu mínútur og var í framhaldinu mikil virkni í nótt með snörpum skjálftum. Óróapúlsinn sem mældist í gærkvöld var minni en sá sem mældist þann þriðja mars. Stærsti skjálfti næturinnar var 5,0 að stærð og reið hann yfir klukkan tvö um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar vaknaði við skjálftann í nótt. „Ég vaknaði upp við skjálftann sem var um klukkan tvö. Hann var mjög sterkur og upptökin nálægt okkur þannig að ég held að flestir hafi hrokkið upp við hann,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni Vísindaráð fundaði með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í nótt vegna skjálftanna. „Það var boðað til fundar að frumkvæði Almannavarna. Þar voru sérfræðingar frá Veðurstofunni sem voru aðallega að fara yfir og rýna í gögn um hvað væri á ferðinni. Þá kom í ljós að þetta voru taldar afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni en ekki tilfærslu á kviku og í því ljósi var ekki talin ástæða til sérstakra viðbragða af hálfu almannavarna,“ segir Fannar. Íbúar sækja í frið frá hrinunni Fannar segir óþægilegt eftir allan þennan tíma að ekkert lát skuli vera á skjálftahrinunni. „Í bili þá eru örugglega margir sem hafa notað tækifærið um helgina í fríinu og farið í sumarbústað. Einhverjir hafa verið að leigja sér hótelherbergi eða farið til ættingja að dreifa huganum. Ég veit ekki til þess að íbúar séu að flytja til burtu varanlega en örugglega vilja margir komast í annað umhverfi um helgina og líta aðeins upp frá þessu,“ segir Fannar. „Þetta er auðvitað mjög lýjandi eftir svona langan tíma að þetta skuli enn standa yfir og þess vegna er mikilvægt að fólk reyni að hlúa að sér og sínum og líka að halda sinni rútínu. Það er sérstaklega vont að vakna við svona skjálfta um miðja nótt í myrkri.“ Opið hús í dag Opið hús verður í Kvikunni í dag á milli klukkan 13 og 17 þar sem áhersla verður lögð á að koma upplýsingum til pólska samfélagsins að sögn Fannars. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 14:30 og hægt verður að horfa á streymi á Youtube síðu Grindavíkurbæjar. Sýnt verður frá streyminu hér á Vísi. Vísindaráð mun funda með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í dag.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Möguleg gossvæði orðin sjö Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 7. mars 2021 12:39 Heldur rólegra í morgun og minna um stóra skjálfta „Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 7. mars 2021 12:29 Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. 7. mars 2021 00:44 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Möguleg gossvæði orðin sjö Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 7. mars 2021 12:39
Heldur rólegra í morgun og minna um stóra skjálfta „Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 7. mars 2021 12:29
Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. 7. mars 2021 00:44