Söngvari Entombed er látinn Atli Ísleifsson og Hjalti Freyr Ragnarsson skrifa 8. mars 2021 11:37 Lars-Göran Petrov á tónleikum í Osló árið 2019. Getty/Per-Otto Oppi Sænski söngvarinn Lars-Göran Petrov, betur þekktur sem L-G Petrov, er látinn, 49 ára að aldri. Hann var söngvari þungarokkssveitarinnar Entombed og síðar Entombed A.D. Petrov, sem átti rætur að rekja til Makedóníu, lést af völdum krabbameins í gallrás. Greint er frá dauða Petrovs á Facebook-síðu Entombed A.D. We are devastated to announce that our beloved friend Lars-Göran Petrov has left us. Our brother, leader,...Posted by Entombed A.D. on Monday, 8 March 2021 Dauðarokkssveitin var stofnuð árið árið 1987 undir nafninu Nihilist, en árið 1989 var nafni hennar breytt í Entombed. Árið 2014 var Entombed A.D. stofnuð eftir að gítarleikarinn Alex Hellid hafði sagt skilið við sveitina. Sveitin var ásamt Dismember, Unleashed og fleirum mikilvægur hlekkur í bylgju af sænsku dauðarokki sem átti meira skylt við harðkjarnapönk en amerísk hliðstæða þess. Sænski dauðarokkshljómurinn einkenndist af „vélsagargítörum“, gítarhljómi sem var náð fram með því að spila í gegnum Boss HM-2 gítarfetil með alla takkana skrúfaða í botn. Sveitin kom þrívegis hingað til lands til að spila, og tróð upp á Nasa 2006, í Iðnó 2009 og á Gamla Gauknum 2012. Ein þekktasta plata Entombed og þrekvirki innan svokallaðs sænsks dauðarokks er fyrsta stóra plata þeirra Left Hand Path sem gefin var út árið 1990. w Árið 1993 kom út þriðja stóra plata sveitarinnar sem hljómaði töluvert öðruvísi en fyrri plötur, Wolverine Blues. Þá fór sveitin að blanda meiri rokki, pönki og hefðbundnu þungarokki í sænska dauðarokkshljóminn og úr varð eitthvað sem kallað hefur verið death 'n' roll, eða dauði og ról. Auk þessa trommaði Lars Göran um tíma í sveitinni Morbid, sem innihélt söngvarann Per Yngve Ohlin sem þekktari er sem Dead. Dead var síðar söngvari hljómsveitarinnar Mayhem og er eftirminnileg fígúra úr svokallaðri norskri svartmálssenu. Svíþjóð Andlát Tónlist Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Petrov, sem átti rætur að rekja til Makedóníu, lést af völdum krabbameins í gallrás. Greint er frá dauða Petrovs á Facebook-síðu Entombed A.D. We are devastated to announce that our beloved friend Lars-Göran Petrov has left us. Our brother, leader,...Posted by Entombed A.D. on Monday, 8 March 2021 Dauðarokkssveitin var stofnuð árið árið 1987 undir nafninu Nihilist, en árið 1989 var nafni hennar breytt í Entombed. Árið 2014 var Entombed A.D. stofnuð eftir að gítarleikarinn Alex Hellid hafði sagt skilið við sveitina. Sveitin var ásamt Dismember, Unleashed og fleirum mikilvægur hlekkur í bylgju af sænsku dauðarokki sem átti meira skylt við harðkjarnapönk en amerísk hliðstæða þess. Sænski dauðarokkshljómurinn einkenndist af „vélsagargítörum“, gítarhljómi sem var náð fram með því að spila í gegnum Boss HM-2 gítarfetil með alla takkana skrúfaða í botn. Sveitin kom þrívegis hingað til lands til að spila, og tróð upp á Nasa 2006, í Iðnó 2009 og á Gamla Gauknum 2012. Ein þekktasta plata Entombed og þrekvirki innan svokallaðs sænsks dauðarokks er fyrsta stóra plata þeirra Left Hand Path sem gefin var út árið 1990. w Árið 1993 kom út þriðja stóra plata sveitarinnar sem hljómaði töluvert öðruvísi en fyrri plötur, Wolverine Blues. Þá fór sveitin að blanda meiri rokki, pönki og hefðbundnu þungarokki í sænska dauðarokkshljóminn og úr varð eitthvað sem kallað hefur verið death 'n' roll, eða dauði og ról. Auk þessa trommaði Lars Göran um tíma í sveitinni Morbid, sem innihélt söngvarann Per Yngve Ohlin sem þekktari er sem Dead. Dead var síðar söngvari hljómsveitarinnar Mayhem og er eftirminnileg fígúra úr svokallaðri norskri svartmálssenu.
Svíþjóð Andlát Tónlist Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira