Söngvari Entombed er látinn Atli Ísleifsson og Hjalti Freyr Ragnarsson skrifa 8. mars 2021 11:37 Lars-Göran Petrov á tónleikum í Osló árið 2019. Getty/Per-Otto Oppi Sænski söngvarinn Lars-Göran Petrov, betur þekktur sem L-G Petrov, er látinn, 49 ára að aldri. Hann var söngvari þungarokkssveitarinnar Entombed og síðar Entombed A.D. Petrov, sem átti rætur að rekja til Makedóníu, lést af völdum krabbameins í gallrás. Greint er frá dauða Petrovs á Facebook-síðu Entombed A.D. We are devastated to announce that our beloved friend Lars-Göran Petrov has left us. Our brother, leader,...Posted by Entombed A.D. on Monday, 8 March 2021 Dauðarokkssveitin var stofnuð árið árið 1987 undir nafninu Nihilist, en árið 1989 var nafni hennar breytt í Entombed. Árið 2014 var Entombed A.D. stofnuð eftir að gítarleikarinn Alex Hellid hafði sagt skilið við sveitina. Sveitin var ásamt Dismember, Unleashed og fleirum mikilvægur hlekkur í bylgju af sænsku dauðarokki sem átti meira skylt við harðkjarnapönk en amerísk hliðstæða þess. Sænski dauðarokkshljómurinn einkenndist af „vélsagargítörum“, gítarhljómi sem var náð fram með því að spila í gegnum Boss HM-2 gítarfetil með alla takkana skrúfaða í botn. Sveitin kom þrívegis hingað til lands til að spila, og tróð upp á Nasa 2006, í Iðnó 2009 og á Gamla Gauknum 2012. Ein þekktasta plata Entombed og þrekvirki innan svokallaðs sænsks dauðarokks er fyrsta stóra plata þeirra Left Hand Path sem gefin var út árið 1990. w Árið 1993 kom út þriðja stóra plata sveitarinnar sem hljómaði töluvert öðruvísi en fyrri plötur, Wolverine Blues. Þá fór sveitin að blanda meiri rokki, pönki og hefðbundnu þungarokki í sænska dauðarokkshljóminn og úr varð eitthvað sem kallað hefur verið death 'n' roll, eða dauði og ról. Auk þessa trommaði Lars Göran um tíma í sveitinni Morbid, sem innihélt söngvarann Per Yngve Ohlin sem þekktari er sem Dead. Dead var síðar söngvari hljómsveitarinnar Mayhem og er eftirminnileg fígúra úr svokallaðri norskri svartmálssenu. Svíþjóð Andlát Tónlist Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Petrov, sem átti rætur að rekja til Makedóníu, lést af völdum krabbameins í gallrás. Greint er frá dauða Petrovs á Facebook-síðu Entombed A.D. We are devastated to announce that our beloved friend Lars-Göran Petrov has left us. Our brother, leader,...Posted by Entombed A.D. on Monday, 8 March 2021 Dauðarokkssveitin var stofnuð árið árið 1987 undir nafninu Nihilist, en árið 1989 var nafni hennar breytt í Entombed. Árið 2014 var Entombed A.D. stofnuð eftir að gítarleikarinn Alex Hellid hafði sagt skilið við sveitina. Sveitin var ásamt Dismember, Unleashed og fleirum mikilvægur hlekkur í bylgju af sænsku dauðarokki sem átti meira skylt við harðkjarnapönk en amerísk hliðstæða þess. Sænski dauðarokkshljómurinn einkenndist af „vélsagargítörum“, gítarhljómi sem var náð fram með því að spila í gegnum Boss HM-2 gítarfetil með alla takkana skrúfaða í botn. Sveitin kom þrívegis hingað til lands til að spila, og tróð upp á Nasa 2006, í Iðnó 2009 og á Gamla Gauknum 2012. Ein þekktasta plata Entombed og þrekvirki innan svokallaðs sænsks dauðarokks er fyrsta stóra plata þeirra Left Hand Path sem gefin var út árið 1990. w Árið 1993 kom út þriðja stóra plata sveitarinnar sem hljómaði töluvert öðruvísi en fyrri plötur, Wolverine Blues. Þá fór sveitin að blanda meiri rokki, pönki og hefðbundnu þungarokki í sænska dauðarokkshljóminn og úr varð eitthvað sem kallað hefur verið death 'n' roll, eða dauði og ról. Auk þessa trommaði Lars Göran um tíma í sveitinni Morbid, sem innihélt söngvarann Per Yngve Ohlin sem þekktari er sem Dead. Dead var síðar söngvari hljómsveitarinnar Mayhem og er eftirminnileg fígúra úr svokallaðri norskri svartmálssenu.
Svíþjóð Andlát Tónlist Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira