„Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 15:15 Frá vettvangi slyssins í gær. Aðsend Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. Það var á sjötta tímanum í gær sem slysið varð í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Fjölmörg vitni urðu að slysinu enda barnaafmæli í gangi og fullt af fólki á svæðinu að sögn Sævars Guðmundssonar aðalvarðstjóra. Þá hafi fólk horft á atburðarásina út um glugga sinn. Hún hafi þó verið það hröð að ekki hafi tekist að forða barni á þriðja aldursári úr rólunni, hvar bíllinn hafnaði. „Hann rétt skaust út úr bílnum til að loka dyrunum á öðrum bíl. Skildi bílinn eftir í gangi,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Bíllinn var hvorki í handbremsu né gír. „Það er ótrúlegt að bíllinn skyldi renna alla þessa leið eftir brekkunni, með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst. Svona eru bara örlögin. Þetta er alveg makalaust hvernig þetta vildi allt saman til.“ Sævar lýsir því að gata sé fyrir ofan brekkuna sem liggi niður að rólunni. Bíllinn hafi runnið eftir brekkunni, stórgrýtisveggur líklega dregið mestan hraða úr bílnum og hann svo hafnað á rólunni þar sem barnið var að leika sér. „Það var barnaafmæli og fullt af fólki þarna. Svo var fólk sem sá þetta út um gluggann. En þetta gerðist svo hratt að fólk hafði ekki tíma til að bregðast við.“ Hann segist ekki hafa nýlegar upplýsingar af líðan barnsins. Það hafi þó verið enn á spítalanum í morgun. „Þetta leit ekkert illa út í gær á staðnum. Virtist vera minniháttar. En svo veit maður ekki hvernig málið hefur þróast síðan,“ segir Sævar. Enginn grunur er um ölvun við akstur eða neitt slíkt af hálfu ökumanns bílsins. Hafnarfjörður Landspítalinn Tengdar fréttir Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Það var á sjötta tímanum í gær sem slysið varð í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Fjölmörg vitni urðu að slysinu enda barnaafmæli í gangi og fullt af fólki á svæðinu að sögn Sævars Guðmundssonar aðalvarðstjóra. Þá hafi fólk horft á atburðarásina út um glugga sinn. Hún hafi þó verið það hröð að ekki hafi tekist að forða barni á þriðja aldursári úr rólunni, hvar bíllinn hafnaði. „Hann rétt skaust út úr bílnum til að loka dyrunum á öðrum bíl. Skildi bílinn eftir í gangi,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Bíllinn var hvorki í handbremsu né gír. „Það er ótrúlegt að bíllinn skyldi renna alla þessa leið eftir brekkunni, með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst. Svona eru bara örlögin. Þetta er alveg makalaust hvernig þetta vildi allt saman til.“ Sævar lýsir því að gata sé fyrir ofan brekkuna sem liggi niður að rólunni. Bíllinn hafi runnið eftir brekkunni, stórgrýtisveggur líklega dregið mestan hraða úr bílnum og hann svo hafnað á rólunni þar sem barnið var að leika sér. „Það var barnaafmæli og fullt af fólki þarna. Svo var fólk sem sá þetta út um gluggann. En þetta gerðist svo hratt að fólk hafði ekki tíma til að bregðast við.“ Hann segist ekki hafa nýlegar upplýsingar af líðan barnsins. Það hafi þó verið enn á spítalanum í morgun. „Þetta leit ekkert illa út í gær á staðnum. Virtist vera minniháttar. En svo veit maður ekki hvernig málið hefur þróast síðan,“ segir Sævar. Enginn grunur er um ölvun við akstur eða neitt slíkt af hálfu ökumanns bílsins.
Hafnarfjörður Landspítalinn Tengdar fréttir Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57