Leita að nýra fyrir Glóð: „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2021 22:21 Glóð Jónsdóttir er nítján ára og glímir við mikla nýrnabilun og skert lífsgæði þess vegna. Hér má sjá myndir af henni auk myndar af henni, Selmu móður hennar og barnabarni Selmu. „Ég spurði lækninn hvað fólk gerði. Hvort það væri jafnvel að auglýsa eftir nýra á Facebook og hann sagði já. Fólk gerir það, þannig að við ákváðum að prufa,“ segir Selma Dan Stefánsdóttir, sem í kvöld birti færslu á Facebook þar sem hún auglýsir eftir nýra fyrir dóttur sína, Glóð. Glóð, sem er nítján ára gömul, var fyrirburi og fæddist með nýrnabilun sem veldur því að hún er með eitt nýra og það er með einungis tólf prósentu virkni. Lífsgæði Glóðar eru verulega skert vegna þessa og glímir hún við ýmsa kvilla eins og þreytu og orkuleysi. Selma segir að fjölskyldan hafi alltaf vitað að það kæmi að þessu. Sjúkdómur Glóðar er nú á lokastigi sem felur í sér að lyfjagjöf er hætt að virka sem skyldi og nýrað hætt að ráða við að hreinsa blóð hennar. Verulega skert lífsgæði Vegna orkuleysisins og annarra fylgikvilla segir Selma að Glóð búi við verulega skert lífsgæði en veikindin séu eiginlega ósýnileg. „Hún var rosalega dugleg og kláraði menntaskólann í vetur, þrátt fyrir sín veikindi. Hún lét ekkert stoppa sig,“ segir Selma. Fái Glóð ekki nýtt nýra þyrfti hún að fara í blóðskiljun, tvisvar til þrisvar í viku, nokkra klukkutíma í senn, auk þess sem hún myndi glíma áfram við alla heilsukvillana. Þar til á endanum hún gæti mögulega fengið nýra frá látnum einstaklingi og þá að öllum líkindum í Svíþjóð, samkvæmt Selmu. Ómögulegt er þó að segja til um hvenær það gæti gerst. Selma segir viðtökurnar við færslu hennar hafa verið mjög góðar. Það sé þó ekki hægt ljóst hve margir muni setja sig í samband við ígræðsludeild Landspítalans og láta skoða sig. Við o skum eftir ny ra fyrir Glo ð okkar. Glo ð Jo nsdo ttir er tæplega tvi tug stu lka sem fæddist 3 ma nuðum fyrir...Posted by Selma Dan Stefánsdóttir on Monday, 8 March 2021 Ferlið við það að gefa nýra yrði tiltölulega langt og tæki allavega níu mánuði, þó aðgerðin sjálf tæki bara nokkra klukkutíma. Gjafinn þyrfti að vera í blóðflokki sem passar við AB+ blóðflokk Glóðar, með enga undirliggjandi sjúkdóma og þyrfti að vera andlega undirbúinn fyrir ferlið. „Andlega, líkamlega og allt. Þú þarft að vera tilbúinn í þetta verkefni með okkur,“ segir Selma. „Við vonumst til að fá góð viðbrögð og að fólk þori. Þú getur lifað mjög góðu lífi með eitt nýra. Þú getur það ekki með ekkert nýra.“ „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar, svo hún verði eins og hvert annað ungmenni.“ Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Glóð, sem er nítján ára gömul, var fyrirburi og fæddist með nýrnabilun sem veldur því að hún er með eitt nýra og það er með einungis tólf prósentu virkni. Lífsgæði Glóðar eru verulega skert vegna þessa og glímir hún við ýmsa kvilla eins og þreytu og orkuleysi. Selma segir að fjölskyldan hafi alltaf vitað að það kæmi að þessu. Sjúkdómur Glóðar er nú á lokastigi sem felur í sér að lyfjagjöf er hætt að virka sem skyldi og nýrað hætt að ráða við að hreinsa blóð hennar. Verulega skert lífsgæði Vegna orkuleysisins og annarra fylgikvilla segir Selma að Glóð búi við verulega skert lífsgæði en veikindin séu eiginlega ósýnileg. „Hún var rosalega dugleg og kláraði menntaskólann í vetur, þrátt fyrir sín veikindi. Hún lét ekkert stoppa sig,“ segir Selma. Fái Glóð ekki nýtt nýra þyrfti hún að fara í blóðskiljun, tvisvar til þrisvar í viku, nokkra klukkutíma í senn, auk þess sem hún myndi glíma áfram við alla heilsukvillana. Þar til á endanum hún gæti mögulega fengið nýra frá látnum einstaklingi og þá að öllum líkindum í Svíþjóð, samkvæmt Selmu. Ómögulegt er þó að segja til um hvenær það gæti gerst. Selma segir viðtökurnar við færslu hennar hafa verið mjög góðar. Það sé þó ekki hægt ljóst hve margir muni setja sig í samband við ígræðsludeild Landspítalans og láta skoða sig. Við o skum eftir ny ra fyrir Glo ð okkar. Glo ð Jo nsdo ttir er tæplega tvi tug stu lka sem fæddist 3 ma nuðum fyrir...Posted by Selma Dan Stefánsdóttir on Monday, 8 March 2021 Ferlið við það að gefa nýra yrði tiltölulega langt og tæki allavega níu mánuði, þó aðgerðin sjálf tæki bara nokkra klukkutíma. Gjafinn þyrfti að vera í blóðflokki sem passar við AB+ blóðflokk Glóðar, með enga undirliggjandi sjúkdóma og þyrfti að vera andlega undirbúinn fyrir ferlið. „Andlega, líkamlega og allt. Þú þarft að vera tilbúinn í þetta verkefni með okkur,“ segir Selma. „Við vonumst til að fá góð viðbrögð og að fólk þori. Þú getur lifað mjög góðu lífi með eitt nýra. Þú getur það ekki með ekkert nýra.“ „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar, svo hún verði eins og hvert annað ungmenni.“
Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira