Innlent

Bein útsending: Hvað eru markahlutir og hvernig eru þeir nýttir í tækninýsköpun?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
þriðju123

Marina Candi, prófessor og forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar í nýsköpun og frumkvöðlafræðum, heldur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis þar sem hún fjallar um ferli tækninýsköpunar og markahluti (e. boundary objects). Fyrirlesturinn hefst klukkna tólf og stendur í klukkustund.

Í ferli tækninýsköpunar er oft þörf á að yfirstíga mörk milli fólks með ólíkan þekkingargrunn og ólíkar skoðanir. Í rannsókn sem gerð var meðal verkfræðinga, hönnuða og verkefnastjóra sem starfa við tækninýsköpun í Bretlandi, kom á óvart hversu algengt var að þeir töluðu fjálglega um notkun markahluta (e. boundary objects) til að ná fram sameiginlegri sýn og til að þróa hugmyndir.

Markahlutirnir sem fólk lýsti voru langt frá því að vera tæknilega fullkomnir hlutir og reyndust oft vera gerðir úr leikföngum eða efnisafgöngum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um gildi markahluta, hvernig þeir verða hluti af umræðu í tækninýsköpun eða eru notaðir til að leiða hana til lykta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×