BMW og Daimler selja Park Now til EasyPark Eiður Þór Árnason skrifar 9. mars 2021 12:57 Bílastæðaþjónusta EasyPark hefur verið aðgengileg á Íslandi eftir að fyrirtækið keypti Leggja árið 2019. Vísir/vilhelm Þýsku bílaframleiðendurnir BMW Group og Daimler hafa undirritað kaupsamning um sölu á dótturfélaginu Park Now Group til hins sænska EasyPark Group. Tæknifyrirtækið Park Now þróar og rekur þjónustu sem gerir fólki kleift að bóka og borga fyrir bílastæði, deilibíla og notkun hleðslustöðva í Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. EasyPark Group keypti íslensku bílastæðaþjónustuna Leggja í lok árs 2019 og heldur sömuleiðis úti appi sem notað er til að borga fyrir bílastæði og notkun hleðslustöðva fyrir rafbíla. Fram kemur í tilkynningu frá EasyPark að fyrirhuguð yfirtaka á Park Now muni færa fyrirtækið nær því að verða „í fararbroddi á sviði snjallþjónustu“ og gera því kleift að útvíkka starfsemi sína til fleiri markaða. Þá sé sameinað fyrirtæki betur í stakk búið að knýja áframhaldandi vöxt á alþjóðavísu. Bandaríski viðskiptamiðillinn Bloomberg greindi frá því í byrjun febrúar að þýsku bílaframleiðendurnir væru í viðræðum sænska samkeppnisaðilann um mögulega sölu á rekstri Park Now. Salan er sögð vera hluti af þeirri stefnu stjórnenda að einbeita sér betur að kjarnastarfsemi lúxusbílaframleiðandanna. Daimler tilkynnti í byrjun febrúar að til stæði að aðskilja vörubílasvið fyrirtækisins frá öðrum rekstri og skrá Daimler Truck á hlutabréfamarkað í Frankfurt. Í kjölfarið hyggst Daimler taka upp nafn Mercedes-Benz, síns þekktasta vörumerkis. Tækni Samgöngur Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknifyrirtækið Park Now þróar og rekur þjónustu sem gerir fólki kleift að bóka og borga fyrir bílastæði, deilibíla og notkun hleðslustöðva í Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. EasyPark Group keypti íslensku bílastæðaþjónustuna Leggja í lok árs 2019 og heldur sömuleiðis úti appi sem notað er til að borga fyrir bílastæði og notkun hleðslustöðva fyrir rafbíla. Fram kemur í tilkynningu frá EasyPark að fyrirhuguð yfirtaka á Park Now muni færa fyrirtækið nær því að verða „í fararbroddi á sviði snjallþjónustu“ og gera því kleift að útvíkka starfsemi sína til fleiri markaða. Þá sé sameinað fyrirtæki betur í stakk búið að knýja áframhaldandi vöxt á alþjóðavísu. Bandaríski viðskiptamiðillinn Bloomberg greindi frá því í byrjun febrúar að þýsku bílaframleiðendurnir væru í viðræðum sænska samkeppnisaðilann um mögulega sölu á rekstri Park Now. Salan er sögð vera hluti af þeirri stefnu stjórnenda að einbeita sér betur að kjarnastarfsemi lúxusbílaframleiðandanna. Daimler tilkynnti í byrjun febrúar að til stæði að aðskilja vörubílasvið fyrirtækisins frá öðrum rekstri og skrá Daimler Truck á hlutabréfamarkað í Frankfurt. Í kjölfarið hyggst Daimler taka upp nafn Mercedes-Benz, síns þekktasta vörumerkis.
Tækni Samgöngur Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent