„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2021 14:41 Rósa Björk ýjar að því að ákvörðun dómsmálaráðherra hafi eitt hvað með atkvæðasöfnun að gera fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar í haust. Vísir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. Rósa Björk segir Jón Steinar í störfum sínum sem lögmaður og dómari langoftast tekið afstöðu með gerendum í kynferðisafbrotamálum en ekki þolendum. Fréttablaðið greindi frá ráðningu dómsmálaráðherra í dag. Þar var vísað í samning sem blaðið aflaði frá ráðuneytinu þar sem segir að verkefni sé enn í mótun. Um sé að ræða greiningu á málsmeðferðartíma allt frá því rannsókn lögreglu hefst og að upphafi afplánunar, auk viðbragða af ýmsu tagi sem miða að því að stytta þennan tíma. Formaður réttarfarsnefndar kemur af fjöllum Athygli vekur að réttarfarsnefnd, sem er ráðherra til ráðgjafar í málum er varða réttarfar, hafði ekki fengið upplýsingar um vinnu ráðuneytisins. Þetta staðfesti Sigurður Tómas Magnússon, hæstaréttardómari og formaður nefndarinnar, við Fréttablaðið en nefndi einnig að það gerðist oft að öðrum en nefndinni væri falið að sinna ýmsum verkefnum á sviði réttarfars. Um verktakasamning milli ráðuneytisins og lögmannsstofu Jóns Steinars er að ræða og á það að vinnast í febrúar, mars og apríl. Í samningnum segir að miðað sé við að ekki verði varið meira en 100 klukkustundum í verkið nema í samráði við ráðuneytið. Jón Steinar selur vinnu sína til ráðuneytisins á 17 þúsund krónur svo verkefnið ætti að hámarki að kosta 1,7 milljónir króna nema teygist á því. Rósa Björk er allt annað en sátt við ráðningu Jóns Steinars í starfið. Það er aldeilis köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning að fá Jón Steinar Gunnlaugsson, sem hefur í...Posted by Rósa Björk Brynjólfsdóttir on Tuesday, March 9, 2021 „Það er aldeilis köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning að fá Jón Steinar Gunnlaugsson, sem hefur í störfum sínum sem hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, tekið afstöðu í langflestum tilvika með gerendum í kynferðisafbrotamálum en ekki þolendum,“ segir Rósa Björk. „Tuskan er sérstaklega köld daginn eftir að 9 íslenskar konur leggja fram kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsmeðferðar íslenska réttarkerfisins þar sem þær kærðu nauðganir og önnur kynferðisafbrot en málin felld niður.“ Prófkjör megi ekki hafa áhrif Að fá Jón Steinar Gunnlaugsson til að skoða úrbætur í málsmeðferð réttarkerfisins sé alls ekki til þess fallið að vekja trú á að það komi raunverulegar úrbætur á málsmeðferðartíma réttarkerfisins í kynferðisafbrotum. „Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík getur ekki og má ekki hafa áhrif á svo mikilvægan þátt réttarkerfisins,“ segir Rósa Björk og gefur þannig til kynna að dómsmálaráðherra sé að þóknast einhverjum með því að ráða Jón Steinar til starfa. Ungliðahreyfing Viðreisnar, Uppreisn, hefur sömuleiðis gagnrýnt ráðninguna. „Dómsmálaráðherra hefur falið Jóni Steinari að skoða úrbætur í meðferð sakamála, manni sem hefur ítrekað grafið undan trúverðugleika brotaþola kynferðisofbeldis, haldið því fram að brotaþolar eigi að fyrirgefa ofbeldismönnum sínum og barist ötullega fyrir því að dæmdur barnaníðingur fengi uppreist æru,“ segir í tilkynningu Uppreisnar. Áslaug Arna ertu að grínast? Dómsmálaráðherra hefur falið Jóni Steinari að skoða úrbætur í meðferð sakamála, manni sem...Posted by Uppreisn: Ungliðahreyfing Viðreisnar on Tuesday, March 9, 2021 „Degi eftir að 9 konur kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna vankanta á kerfinu þegar kemur að kynbundu ofbeldi er þessi maður fenginn til að fara yfir kerfið. Þetta vekur ekki upp traust um að úrbætur á kerfinu verði gerðar með þolendur kynbundins ofbeldis í huga. Uppreisn fordæmir þessa ákvörðun.“ Ungum jafnaðarmönnum er heldur ekki skemmt. Áslaug Arna velur þennan mann – af öllum – til að vinna að úrbótum á meðferð sakamála í réttarkerfinu. Það er blaut tuska framan í þolendur kynferðisofbeldis á Íslandi. pic.twitter.com/MSMkjIZcr8— Ungir jafnaðarmenn (@ungjofn) March 9, 2021 Liði betur ef þeim tækist að fyrirgefa Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati rifjar upp ummæli Jóns Steinars um uppreist æru í tengslum við mál Robert Downey um árið. „Ég fullyrði það að þeir sem brotið er gegn þeim myndi líða mikla betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu, gegn alvarlegu broti. Stundum eru brot miklu alvarlegri en þetta, jafnvel allt upp í það að svipta menn lífi. Þeir sem geta þróað með sér hugmynd um fyrirgefningu á slíku þeim líður miklu betur heldur en þeim sem ætla að ganga sinn æviveg uppfullir af hatri gagnvart þeim sem einstaklingi sem vissulega hefur brotið af sér, en afplánaði refsingu sína samkvæmt lögum landsins,“ sagði Jón Steinar í viðtali við Eyjuna um málið. Þórhildur Sunna er í fæðingarorlofi frá þingstörfum en lætur í sér heyra varðandi ráðningu Jóns Steinars.Vísir/Vilhelm „Þetta er maðurinn sem Áslaug Arna ætlar að borga fyrir að skoða “úrbætur” á meðferð sakamála. Þetta eru skoðanirnar sem hann ber á borð fyrir okkur og þolendur ofbeldis. Þetta er viðbjóslegt viðhorf sem finna má víðar í Sjálfstæðisflokknum, m.a hjá Brynjari Níelssyni sem einmitt sagði líka að það væru nú til verri brot gegn börnum en þessi sem RD framdi. Nýlega áréttaði sá maður þessa sóðalegu skoðun sína.“ Hún bætir við að Áslaug Arna, sem gefi sig út fyrir að standa með þolendum, standi auðvitað miklu frekar með valdadónakarlaklíkunni sem Þórhildur Sunna segir að virðist allsráðandi í Sjálfstæðisflokknum. „Ef til stóð að senda þolendum fingurinn og láta þau vita að réttarkerfið á ekki að virka fyrir þau þá hefur ætlunarverkið tekist. Sveiattann!“ Dómstólar Uppreist æru Stjórnsýsla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Rósa Björk segir Jón Steinar í störfum sínum sem lögmaður og dómari langoftast tekið afstöðu með gerendum í kynferðisafbrotamálum en ekki þolendum. Fréttablaðið greindi frá ráðningu dómsmálaráðherra í dag. Þar var vísað í samning sem blaðið aflaði frá ráðuneytinu þar sem segir að verkefni sé enn í mótun. Um sé að ræða greiningu á málsmeðferðartíma allt frá því rannsókn lögreglu hefst og að upphafi afplánunar, auk viðbragða af ýmsu tagi sem miða að því að stytta þennan tíma. Formaður réttarfarsnefndar kemur af fjöllum Athygli vekur að réttarfarsnefnd, sem er ráðherra til ráðgjafar í málum er varða réttarfar, hafði ekki fengið upplýsingar um vinnu ráðuneytisins. Þetta staðfesti Sigurður Tómas Magnússon, hæstaréttardómari og formaður nefndarinnar, við Fréttablaðið en nefndi einnig að það gerðist oft að öðrum en nefndinni væri falið að sinna ýmsum verkefnum á sviði réttarfars. Um verktakasamning milli ráðuneytisins og lögmannsstofu Jóns Steinars er að ræða og á það að vinnast í febrúar, mars og apríl. Í samningnum segir að miðað sé við að ekki verði varið meira en 100 klukkustundum í verkið nema í samráði við ráðuneytið. Jón Steinar selur vinnu sína til ráðuneytisins á 17 þúsund krónur svo verkefnið ætti að hámarki að kosta 1,7 milljónir króna nema teygist á því. Rósa Björk er allt annað en sátt við ráðningu Jóns Steinars í starfið. Það er aldeilis köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning að fá Jón Steinar Gunnlaugsson, sem hefur í...Posted by Rósa Björk Brynjólfsdóttir on Tuesday, March 9, 2021 „Það er aldeilis köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning að fá Jón Steinar Gunnlaugsson, sem hefur í störfum sínum sem hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, tekið afstöðu í langflestum tilvika með gerendum í kynferðisafbrotamálum en ekki þolendum,“ segir Rósa Björk. „Tuskan er sérstaklega köld daginn eftir að 9 íslenskar konur leggja fram kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsmeðferðar íslenska réttarkerfisins þar sem þær kærðu nauðganir og önnur kynferðisafbrot en málin felld niður.“ Prófkjör megi ekki hafa áhrif Að fá Jón Steinar Gunnlaugsson til að skoða úrbætur í málsmeðferð réttarkerfisins sé alls ekki til þess fallið að vekja trú á að það komi raunverulegar úrbætur á málsmeðferðartíma réttarkerfisins í kynferðisafbrotum. „Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík getur ekki og má ekki hafa áhrif á svo mikilvægan þátt réttarkerfisins,“ segir Rósa Björk og gefur þannig til kynna að dómsmálaráðherra sé að þóknast einhverjum með því að ráða Jón Steinar til starfa. Ungliðahreyfing Viðreisnar, Uppreisn, hefur sömuleiðis gagnrýnt ráðninguna. „Dómsmálaráðherra hefur falið Jóni Steinari að skoða úrbætur í meðferð sakamála, manni sem hefur ítrekað grafið undan trúverðugleika brotaþola kynferðisofbeldis, haldið því fram að brotaþolar eigi að fyrirgefa ofbeldismönnum sínum og barist ötullega fyrir því að dæmdur barnaníðingur fengi uppreist æru,“ segir í tilkynningu Uppreisnar. Áslaug Arna ertu að grínast? Dómsmálaráðherra hefur falið Jóni Steinari að skoða úrbætur í meðferð sakamála, manni sem...Posted by Uppreisn: Ungliðahreyfing Viðreisnar on Tuesday, March 9, 2021 „Degi eftir að 9 konur kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna vankanta á kerfinu þegar kemur að kynbundu ofbeldi er þessi maður fenginn til að fara yfir kerfið. Þetta vekur ekki upp traust um að úrbætur á kerfinu verði gerðar með þolendur kynbundins ofbeldis í huga. Uppreisn fordæmir þessa ákvörðun.“ Ungum jafnaðarmönnum er heldur ekki skemmt. Áslaug Arna velur þennan mann – af öllum – til að vinna að úrbótum á meðferð sakamála í réttarkerfinu. Það er blaut tuska framan í þolendur kynferðisofbeldis á Íslandi. pic.twitter.com/MSMkjIZcr8— Ungir jafnaðarmenn (@ungjofn) March 9, 2021 Liði betur ef þeim tækist að fyrirgefa Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati rifjar upp ummæli Jóns Steinars um uppreist æru í tengslum við mál Robert Downey um árið. „Ég fullyrði það að þeir sem brotið er gegn þeim myndi líða mikla betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu, gegn alvarlegu broti. Stundum eru brot miklu alvarlegri en þetta, jafnvel allt upp í það að svipta menn lífi. Þeir sem geta þróað með sér hugmynd um fyrirgefningu á slíku þeim líður miklu betur heldur en þeim sem ætla að ganga sinn æviveg uppfullir af hatri gagnvart þeim sem einstaklingi sem vissulega hefur brotið af sér, en afplánaði refsingu sína samkvæmt lögum landsins,“ sagði Jón Steinar í viðtali við Eyjuna um málið. Þórhildur Sunna er í fæðingarorlofi frá þingstörfum en lætur í sér heyra varðandi ráðningu Jóns Steinars.Vísir/Vilhelm „Þetta er maðurinn sem Áslaug Arna ætlar að borga fyrir að skoða “úrbætur” á meðferð sakamála. Þetta eru skoðanirnar sem hann ber á borð fyrir okkur og þolendur ofbeldis. Þetta er viðbjóslegt viðhorf sem finna má víðar í Sjálfstæðisflokknum, m.a hjá Brynjari Níelssyni sem einmitt sagði líka að það væru nú til verri brot gegn börnum en þessi sem RD framdi. Nýlega áréttaði sá maður þessa sóðalegu skoðun sína.“ Hún bætir við að Áslaug Arna, sem gefi sig út fyrir að standa með þolendum, standi auðvitað miklu frekar með valdadónakarlaklíkunni sem Þórhildur Sunna segir að virðist allsráðandi í Sjálfstæðisflokknum. „Ef til stóð að senda þolendum fingurinn og láta þau vita að réttarkerfið á ekki að virka fyrir þau þá hefur ætlunarverkið tekist. Sveiattann!“
Dómstólar Uppreist æru Stjórnsýsla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira