Sport

Strangari reglur á í­þrótta­við­burðum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Áhorfendur mega nú sækja íþróttaviðburði hér á landi en frá og með morgundeginum verða strangari reglur sem gilda á meðan leik stendur.
Áhorfendur mega nú sækja íþróttaviðburði hér á landi en frá og með morgundeginum verða strangari reglur sem gilda á meðan leik stendur. Vísir/Hulda Margrét

Tilkynnt var í dag um uppfærðar reglur um framkvæmd leikja hjá bæði HSÍ og KKÍ. Aukin smit kórónuveirunnar eru ástæðan fyrir því að reglur hafa verið hertar á íþróttaviðburðum.

Frá og með 10. mars verða áhorfendur að vera í númeruðum sætum. Áhorfendum er ekki heimilt að skipta um sæti á meðan leik stendur, þeir verða að vera í því sæti sem þeim er úthlutað. Sætisnúmer skulu einnig vera með í skráningu áhorfenda.

Breytingar á leiðbeiningum

„Allir gestir séu sitjandi í númeruðum sætum og ekki andspænis hvor öðrum. Númera skal sæti svo 1m er að lágmarki í næsta áhorfanda á alla kanta. Áhorfendur skulu sitja í því sæti sem þeim er úthlutað, ekki er leyfilegt að skipta á sætum.“

„Allir gestir séu skráðir, a.m.k. nafn, kennitala, símanúmer og sæti. Geyma þarf upplýsingar um áhorfendur í tvær vikur eftir viðburð vegna rakningar.“

Uppfærðar leiðbeiningar má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×