Innlent

Skjálfti af stærðinni 3,5 í Fagradalsfjalli

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Veðurstofa Íslands

Á síðustu klukkustund hafa sex skjálftar yfir þrír á stærð mælst við Fagradalsfjall. Skjálftanna hefur orðið vart í Grindavík en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands eru engin merki um gosóróa.

Frá miðnætti hafa um 2.500 skjálftar mælst á Reykjanesskaganum, flestir við Fagradalsfjall. Um kl. 18.45 jókst tíðni smáskjálfta en sá stærsti mældist kl. 19.49 og reyndist 3,3.

„Í nótt kl. 05:20 mældist óróahviða sem stóð yfir í rúman klukkutíma. Virknin var mjög staðbundin syðst í ganginum og er líklega til marks um stækkun gangsins,“ segir í tilkynningunni frá Veðurstofunni.

Uppfært kl. 21.55:

Kl. 21.38 mældist skjálfti af stærðinni 3,5 í Fagradalsfjalli. Fannst hann vel í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Frá því kl. 19.22 hafa átta skjálftar mælst stærri en 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×