Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2021 07:01 Erling Braut Håland skoraði tvö mörk gegn Sevilla í gær. Hann hefur nú skorað 20 mörk í Meistaradeildinni. EPA-EFE/LARS BARON / POOL Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. Norðmaðurinn var allt í öllu er Borussia Dortmund tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann hafði þó heppnina með sér en eftir að mark var dæmt af honum þá fékk hann tvær tilraunir til að skora úr vítaspyrnu eftir að markvörður Sevilla hafði farið af línu sinni í fyrra skiptið. Sevilla tókst reyndar að jafna metin í 2-2 undir lok leiks en Dortmund fór áfram 5-4 samanlagt. Skoraði Håland fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Þá lagði hann upp eina mark Dortmund sem hann skoraði ekki. Håland hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Dortmund síðan hann samdi við þýska félagið. Hann hefur nú skorað 12 mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni en þar áður hafði hann skorað átta mörk fyrir RB Salzburg í Austurríki og því snemma ljóst að sá norski ætti góða möguleika á að bæta met Harry Kane sem þurfti aðeins 24 leiki í Meistaradeildinni til að skora 20 mörk. Håland bætti hins vegar um betur en það tók hann aðeins 14 leiki. Ótrúlegt afrek sem verður eflaust seint slegið. Þá er Håland eini leikmaðurinn sem nær þessum áfanga áður en hann fagnar 21. afmælisdeginum sínum. Erling Haaland becomes the fastest player ever to score 20 Champions League goals Del Piero: 26 matches Kane: 24 matches Haaland: 14 matchesHe's SMASHED the record by 10 GAMES #UCL pic.twitter.com/spE8rN8Ogc— Goal (@goal) March 9, 2021 Dortmund, líkt og Porto, er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Liverpool og Paris Saint-Germain fylgi þeim þangað eða hvort RB Leipzig eða Barcelona tekst hið ómögulega. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira
Norðmaðurinn var allt í öllu er Borussia Dortmund tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann hafði þó heppnina með sér en eftir að mark var dæmt af honum þá fékk hann tvær tilraunir til að skora úr vítaspyrnu eftir að markvörður Sevilla hafði farið af línu sinni í fyrra skiptið. Sevilla tókst reyndar að jafna metin í 2-2 undir lok leiks en Dortmund fór áfram 5-4 samanlagt. Skoraði Håland fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Þá lagði hann upp eina mark Dortmund sem hann skoraði ekki. Håland hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Dortmund síðan hann samdi við þýska félagið. Hann hefur nú skorað 12 mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni en þar áður hafði hann skorað átta mörk fyrir RB Salzburg í Austurríki og því snemma ljóst að sá norski ætti góða möguleika á að bæta met Harry Kane sem þurfti aðeins 24 leiki í Meistaradeildinni til að skora 20 mörk. Håland bætti hins vegar um betur en það tók hann aðeins 14 leiki. Ótrúlegt afrek sem verður eflaust seint slegið. Þá er Håland eini leikmaðurinn sem nær þessum áfanga áður en hann fagnar 21. afmælisdeginum sínum. Erling Haaland becomes the fastest player ever to score 20 Champions League goals Del Piero: 26 matches Kane: 24 matches Haaland: 14 matchesHe's SMASHED the record by 10 GAMES #UCL pic.twitter.com/spE8rN8Ogc— Goal (@goal) March 9, 2021 Dortmund, líkt og Porto, er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Liverpool og Paris Saint-Germain fylgi þeim þangað eða hvort RB Leipzig eða Barcelona tekst hið ómögulega. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira