Frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta Geir Finnsson skrifar 10. mars 2021 07:01 Þegar við tökum ákvörðun um hvernig best sé að komast á tiltekinn stað vegum við oftast og metum hversu fljótt og fyrirhafnarlítið við komumst þangað. Sumir vilja kannski nýta tímann og hreyfa sig í leiðinni, aðrir hafa hvorki vilja né tök á því. Hvernig sem við komumst á áfangastað erum við sennilega sammála því að aðstæður okkar séu mismunandi hverju sinni. Þess vegna er eðlilegt að hver og einn hafi kost á að velja besta ferðamátann fyrir sig. Þótt flestir séu sennilega sammála því að best sé að hafa frelsi til að velja hentugasta ferðamátann, er ekki svo ýkja langt síðan borgaryfirvöld ákváðu að hætta að taka þessa ákvörðun fyrir alla íbúa. Öll sveitarfélög landsins hafa lengi miðað skipulag sitt við einn og sama samgöngumátann. Í stað þess að setja fólk og virka ferðamáta í forgang hefur þeim frekar verið ýtt til hliðar. Gangandi vegfarendur og þeir sem velja að ferðast öðruvísi en með bíl hafa verið taldir trufla bílaumferð og ekki fengið sérstakt rými til að ferðast með þeim hætti sem hugur þeirra stendur til. Það er því varla nokkur furða að langflestir velji að aka bíl. Sem betur fer hefur þessi þróun mála verið rofin í Reykjavík til að gefa fleirum kost á að ferðast með þeim ferðamáta sem þeim hentar. Það hefur verið gert með því að þétta byggð og efla almenningssamgöngur, sérstaklega með Borgarlínu. Samhliða hafa hjóla- og göngustígar verið stórbættir svo að borgarbúar hafi val um fleiri en eina leið til að komast á áfangastað. Margir munu eflaust kjósa að nota áfram eigin bíl í mörgum tilfellum. Þessar skipulagsbreytingar gefa fólki hins vegar kost á að gera það sem því hentar hverju sinni og dregur jafnhliða bæði úr umferðarþunga og mengun. Að taka pláss frá fólkinu Við erum þó ekki öll sammála um hvað í frelsinu felst og að val á ferðamáta eigi þar hlut að máli. Hópurinn sem stendur að félaginu Samgöngur fyrir alla (SFA) er að öllum líkindum ekki sammála þeirri skilgreiningu á frelsi. Að þeirra mati er ástæðan fyrir því að svona margir velja að aka bíl sú að fólk telji bíla og bílastæði mun betra fyrirkomulag en annað. Meirihluti fólks hafi haft frelsi til að mynda sér þá skoðun án afskipta hins opinbera sem hafi, að þeirra mati, ekki átt neinn hlut þar að máli. Þar af leiðandi þykir þeim ógerlegt að verja stórum fjárhæðum í að breyta þessu fyrirkomulagi sem þegar hefur verið varið stórum fjárhæðum í að byggja upp. Þess í stað leggja félagsmenn til að stærra svæði beri að taka frá fólki og náttúru með gerð fleiri mislægra gatnamóta og fjölgun akreina og bílastæða. Skipulag á forsendum bíla mun leiða til meiri bílanotkunar sem gerir tilkall til stærra svæðis á kostnaði annarra samgöngumáta. Fjölgun akreina, mislægra gatnamóta og bílastæða dregur úr vilja okkar til að nýta aðra samgöngumáta, því að það verður ekki pláss fyrir okkur í umferðinni nema á bíl. Umhverfið verður ekki hannað fyrir okkur, nema við séum á bíl. Fjárfestum í meira vali Þær skipulagsbreytingar sem þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgaryfirvalda hugnast mér betur en hugmyndir þeirra SFA félaga. Dæmin hafa margoft sýnt að því meira sem fjárfest er í þágu ákveðinna samgöngumáta, því fleiri verða notendur. Mjög gott dæmi um þetta eru fjárfestingar í hjólreiðastígum í Reykjavík sem hafa leitt til mikillar fjölgunar þeirra sem ferðast daglega á hjólum. Af þeim sökum tel ég það góða hugmynd að veita fólki val með því að fjárfesta í fjölbreyttum samgöngumátum í stað þess að koma í veg fyrir það. Raunverulegt val felst í að fá frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta. Slíkt val fæst með því að fjárfesta í fjölbreyttum og virkum samgöngumátum og gefa þeim nægt rými til að verða ákjósanlegir og samkeppnishæfir. Framkvæmdir af þessu tagi verða ekki gerðar á einum degi og þær munu kosta umsvif og fyrirhöfn, en ef breytingarnar bjóða fólki aukið frelsi og einfaldara líf þá er valið ekki flókið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Reykjavík Samgöngur Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar við tökum ákvörðun um hvernig best sé að komast á tiltekinn stað vegum við oftast og metum hversu fljótt og fyrirhafnarlítið við komumst þangað. Sumir vilja kannski nýta tímann og hreyfa sig í leiðinni, aðrir hafa hvorki vilja né tök á því. Hvernig sem við komumst á áfangastað erum við sennilega sammála því að aðstæður okkar séu mismunandi hverju sinni. Þess vegna er eðlilegt að hver og einn hafi kost á að velja besta ferðamátann fyrir sig. Þótt flestir séu sennilega sammála því að best sé að hafa frelsi til að velja hentugasta ferðamátann, er ekki svo ýkja langt síðan borgaryfirvöld ákváðu að hætta að taka þessa ákvörðun fyrir alla íbúa. Öll sveitarfélög landsins hafa lengi miðað skipulag sitt við einn og sama samgöngumátann. Í stað þess að setja fólk og virka ferðamáta í forgang hefur þeim frekar verið ýtt til hliðar. Gangandi vegfarendur og þeir sem velja að ferðast öðruvísi en með bíl hafa verið taldir trufla bílaumferð og ekki fengið sérstakt rými til að ferðast með þeim hætti sem hugur þeirra stendur til. Það er því varla nokkur furða að langflestir velji að aka bíl. Sem betur fer hefur þessi þróun mála verið rofin í Reykjavík til að gefa fleirum kost á að ferðast með þeim ferðamáta sem þeim hentar. Það hefur verið gert með því að þétta byggð og efla almenningssamgöngur, sérstaklega með Borgarlínu. Samhliða hafa hjóla- og göngustígar verið stórbættir svo að borgarbúar hafi val um fleiri en eina leið til að komast á áfangastað. Margir munu eflaust kjósa að nota áfram eigin bíl í mörgum tilfellum. Þessar skipulagsbreytingar gefa fólki hins vegar kost á að gera það sem því hentar hverju sinni og dregur jafnhliða bæði úr umferðarþunga og mengun. Að taka pláss frá fólkinu Við erum þó ekki öll sammála um hvað í frelsinu felst og að val á ferðamáta eigi þar hlut að máli. Hópurinn sem stendur að félaginu Samgöngur fyrir alla (SFA) er að öllum líkindum ekki sammála þeirri skilgreiningu á frelsi. Að þeirra mati er ástæðan fyrir því að svona margir velja að aka bíl sú að fólk telji bíla og bílastæði mun betra fyrirkomulag en annað. Meirihluti fólks hafi haft frelsi til að mynda sér þá skoðun án afskipta hins opinbera sem hafi, að þeirra mati, ekki átt neinn hlut þar að máli. Þar af leiðandi þykir þeim ógerlegt að verja stórum fjárhæðum í að breyta þessu fyrirkomulagi sem þegar hefur verið varið stórum fjárhæðum í að byggja upp. Þess í stað leggja félagsmenn til að stærra svæði beri að taka frá fólki og náttúru með gerð fleiri mislægra gatnamóta og fjölgun akreina og bílastæða. Skipulag á forsendum bíla mun leiða til meiri bílanotkunar sem gerir tilkall til stærra svæðis á kostnaði annarra samgöngumáta. Fjölgun akreina, mislægra gatnamóta og bílastæða dregur úr vilja okkar til að nýta aðra samgöngumáta, því að það verður ekki pláss fyrir okkur í umferðinni nema á bíl. Umhverfið verður ekki hannað fyrir okkur, nema við séum á bíl. Fjárfestum í meira vali Þær skipulagsbreytingar sem þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgaryfirvalda hugnast mér betur en hugmyndir þeirra SFA félaga. Dæmin hafa margoft sýnt að því meira sem fjárfest er í þágu ákveðinna samgöngumáta, því fleiri verða notendur. Mjög gott dæmi um þetta eru fjárfestingar í hjólreiðastígum í Reykjavík sem hafa leitt til mikillar fjölgunar þeirra sem ferðast daglega á hjólum. Af þeim sökum tel ég það góða hugmynd að veita fólki val með því að fjárfesta í fjölbreyttum samgöngumátum í stað þess að koma í veg fyrir það. Raunverulegt val felst í að fá frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta. Slíkt val fæst með því að fjárfesta í fjölbreyttum og virkum samgöngumátum og gefa þeim nægt rými til að verða ákjósanlegir og samkeppnishæfir. Framkvæmdir af þessu tagi verða ekki gerðar á einum degi og þær munu kosta umsvif og fyrirhöfn, en ef breytingarnar bjóða fólki aukið frelsi og einfaldara líf þá er valið ekki flókið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun