Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2021 08:41 Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Lögreglan í London Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. Guardian segir frá því að auk lögreglumannsins hafi kona einnig verið handtekin vegna gruns um að hafa aðstoðað grunaðan brotamann. Konan var handtekin á sama stað og lögreglumaðurinn, en sýsluna Kent er að finna austur af London. Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Talsmaður lögreglu segir að fjölskylda Everard fylgist grannt með rannsókn mála. Lýst var eftir Söruh Everard þann 6. mars á laugardaginn.AP/Kirsty O'Connor Óhugnanlegt og mikið áfall Aðstoðarlögregluþjónninn Nick Ephgrave segir að handtaka gærkvöldsins hafi mikla þýðingu við rannsókn málsins, en að sú staðreynd að hinn handtekni sé starfandi lögreglumaður við Lundúnalögregluna sé bæði óhugnanleg og mikið áfall. Hann geri sér grein fyrir því að þetta valdi almenningi áhyggjum, en mikilvægt sé að rannsóknarteymið fái svigrúm til að sinna vinnunni áfram. Getty Lögregla segir að allt kapp sé lagt á að finna Söruh Everard og hafa allir þeir sem kunna að hafa upplýsingar um hvarf hennar verið hvattir til að hafa samband við lögreglu. Síðast þegar sást til hennar var hún í grænum regnjakka og bláum buxum með hvítu tíglamynstri. Þá var hún í grænbláum og appelsínugulum strigaskóm. Einnig er talið að hún hafi verið með græn heyrnartól og hvíta húfu. Lögregla lýsti fyrst eftir Everard þann 6. mars, þar sem sagði að það væri mjög ólíkt henni að hafa ekki verið í samskiptum við fjölskyldu sína og vini í svo langan tíma. Leit hefur meðal staðið yfir í Agnes Riley Gardens.AP/Kirsty O'Connor Um fimmtíu mínútna leið Guardian segir að Everard hafi ætlað sér að halda fótgangandi heim til sín í Brixton frá vini sínum í Clapham. Tekur um fimmtíu mínútur að ganga umrædda leið. Lögregla hefur farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum og hafa ferðir hennar þannig verið raktar til Poynders Road. Síðasta merki úr síma hennar fannst nærri litlum almenningsgarði þar sem lögregla notaðist meðal annars við hunda við leit. Sömuleiðis hafa kafarar leitað í garðinum Agnes Riley Gardens. Everard flutti til London þegar hún var tólf ára gömul, en systir hennar og bróðir búa einnig í borginni. Foreldrar hennar búa nú í York, en eru nú í London vegna leitarinnar. Bretland England Morðið á Söruh Everard Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Guardian segir frá því að auk lögreglumannsins hafi kona einnig verið handtekin vegna gruns um að hafa aðstoðað grunaðan brotamann. Konan var handtekin á sama stað og lögreglumaðurinn, en sýsluna Kent er að finna austur af London. Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Talsmaður lögreglu segir að fjölskylda Everard fylgist grannt með rannsókn mála. Lýst var eftir Söruh Everard þann 6. mars á laugardaginn.AP/Kirsty O'Connor Óhugnanlegt og mikið áfall Aðstoðarlögregluþjónninn Nick Ephgrave segir að handtaka gærkvöldsins hafi mikla þýðingu við rannsókn málsins, en að sú staðreynd að hinn handtekni sé starfandi lögreglumaður við Lundúnalögregluna sé bæði óhugnanleg og mikið áfall. Hann geri sér grein fyrir því að þetta valdi almenningi áhyggjum, en mikilvægt sé að rannsóknarteymið fái svigrúm til að sinna vinnunni áfram. Getty Lögregla segir að allt kapp sé lagt á að finna Söruh Everard og hafa allir þeir sem kunna að hafa upplýsingar um hvarf hennar verið hvattir til að hafa samband við lögreglu. Síðast þegar sást til hennar var hún í grænum regnjakka og bláum buxum með hvítu tíglamynstri. Þá var hún í grænbláum og appelsínugulum strigaskóm. Einnig er talið að hún hafi verið með græn heyrnartól og hvíta húfu. Lögregla lýsti fyrst eftir Everard þann 6. mars, þar sem sagði að það væri mjög ólíkt henni að hafa ekki verið í samskiptum við fjölskyldu sína og vini í svo langan tíma. Leit hefur meðal staðið yfir í Agnes Riley Gardens.AP/Kirsty O'Connor Um fimmtíu mínútna leið Guardian segir að Everard hafi ætlað sér að halda fótgangandi heim til sín í Brixton frá vini sínum í Clapham. Tekur um fimmtíu mínútur að ganga umrædda leið. Lögregla hefur farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum og hafa ferðir hennar þannig verið raktar til Poynders Road. Síðasta merki úr síma hennar fannst nærri litlum almenningsgarði þar sem lögregla notaðist meðal annars við hunda við leit. Sömuleiðis hafa kafarar leitað í garðinum Agnes Riley Gardens. Everard flutti til London þegar hún var tólf ára gömul, en systir hennar og bróðir búa einnig í borginni. Foreldrar hennar búa nú í York, en eru nú í London vegna leitarinnar.
Bretland England Morðið á Söruh Everard Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira