Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2021 08:41 Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Lögreglan í London Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. Guardian segir frá því að auk lögreglumannsins hafi kona einnig verið handtekin vegna gruns um að hafa aðstoðað grunaðan brotamann. Konan var handtekin á sama stað og lögreglumaðurinn, en sýsluna Kent er að finna austur af London. Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Talsmaður lögreglu segir að fjölskylda Everard fylgist grannt með rannsókn mála. Lýst var eftir Söruh Everard þann 6. mars á laugardaginn.AP/Kirsty O'Connor Óhugnanlegt og mikið áfall Aðstoðarlögregluþjónninn Nick Ephgrave segir að handtaka gærkvöldsins hafi mikla þýðingu við rannsókn málsins, en að sú staðreynd að hinn handtekni sé starfandi lögreglumaður við Lundúnalögregluna sé bæði óhugnanleg og mikið áfall. Hann geri sér grein fyrir því að þetta valdi almenningi áhyggjum, en mikilvægt sé að rannsóknarteymið fái svigrúm til að sinna vinnunni áfram. Getty Lögregla segir að allt kapp sé lagt á að finna Söruh Everard og hafa allir þeir sem kunna að hafa upplýsingar um hvarf hennar verið hvattir til að hafa samband við lögreglu. Síðast þegar sást til hennar var hún í grænum regnjakka og bláum buxum með hvítu tíglamynstri. Þá var hún í grænbláum og appelsínugulum strigaskóm. Einnig er talið að hún hafi verið með græn heyrnartól og hvíta húfu. Lögregla lýsti fyrst eftir Everard þann 6. mars, þar sem sagði að það væri mjög ólíkt henni að hafa ekki verið í samskiptum við fjölskyldu sína og vini í svo langan tíma. Leit hefur meðal staðið yfir í Agnes Riley Gardens.AP/Kirsty O'Connor Um fimmtíu mínútna leið Guardian segir að Everard hafi ætlað sér að halda fótgangandi heim til sín í Brixton frá vini sínum í Clapham. Tekur um fimmtíu mínútur að ganga umrædda leið. Lögregla hefur farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum og hafa ferðir hennar þannig verið raktar til Poynders Road. Síðasta merki úr síma hennar fannst nærri litlum almenningsgarði þar sem lögregla notaðist meðal annars við hunda við leit. Sömuleiðis hafa kafarar leitað í garðinum Agnes Riley Gardens. Everard flutti til London þegar hún var tólf ára gömul, en systir hennar og bróðir búa einnig í borginni. Foreldrar hennar búa nú í York, en eru nú í London vegna leitarinnar. Bretland England Morðið á Söruh Everard Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Fleiri fréttir Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Sjá meira
Guardian segir frá því að auk lögreglumannsins hafi kona einnig verið handtekin vegna gruns um að hafa aðstoðað grunaðan brotamann. Konan var handtekin á sama stað og lögreglumaðurinn, en sýsluna Kent er að finna austur af London. Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Talsmaður lögreglu segir að fjölskylda Everard fylgist grannt með rannsókn mála. Lýst var eftir Söruh Everard þann 6. mars á laugardaginn.AP/Kirsty O'Connor Óhugnanlegt og mikið áfall Aðstoðarlögregluþjónninn Nick Ephgrave segir að handtaka gærkvöldsins hafi mikla þýðingu við rannsókn málsins, en að sú staðreynd að hinn handtekni sé starfandi lögreglumaður við Lundúnalögregluna sé bæði óhugnanleg og mikið áfall. Hann geri sér grein fyrir því að þetta valdi almenningi áhyggjum, en mikilvægt sé að rannsóknarteymið fái svigrúm til að sinna vinnunni áfram. Getty Lögregla segir að allt kapp sé lagt á að finna Söruh Everard og hafa allir þeir sem kunna að hafa upplýsingar um hvarf hennar verið hvattir til að hafa samband við lögreglu. Síðast þegar sást til hennar var hún í grænum regnjakka og bláum buxum með hvítu tíglamynstri. Þá var hún í grænbláum og appelsínugulum strigaskóm. Einnig er talið að hún hafi verið með græn heyrnartól og hvíta húfu. Lögregla lýsti fyrst eftir Everard þann 6. mars, þar sem sagði að það væri mjög ólíkt henni að hafa ekki verið í samskiptum við fjölskyldu sína og vini í svo langan tíma. Leit hefur meðal staðið yfir í Agnes Riley Gardens.AP/Kirsty O'Connor Um fimmtíu mínútna leið Guardian segir að Everard hafi ætlað sér að halda fótgangandi heim til sín í Brixton frá vini sínum í Clapham. Tekur um fimmtíu mínútur að ganga umrædda leið. Lögregla hefur farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum og hafa ferðir hennar þannig verið raktar til Poynders Road. Síðasta merki úr síma hennar fannst nærri litlum almenningsgarði þar sem lögregla notaðist meðal annars við hunda við leit. Sömuleiðis hafa kafarar leitað í garðinum Agnes Riley Gardens. Everard flutti til London þegar hún var tólf ára gömul, en systir hennar og bróðir búa einnig í borginni. Foreldrar hennar búa nú í York, en eru nú í London vegna leitarinnar.
Bretland England Morðið á Söruh Everard Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Fleiri fréttir Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Sjá meira