Afrek gullkynslóðarinnar efla U-21 drengina sem ætla sér ekki bara að vera með á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 10:01 Patrik Sigurður Gunnarsson hefur leikið tíu leiki fyrir U-21 árs landsliðið. vísir/Vilhelm Patrik Sigurður Gunnarsson mun standa á milli stanganna hjá íslenska U-21 árs landsliðinu í fótbolta á EM síðar í þessum mánuði. Hann segir að Íslendingar ætli sér ekki bara að vera með á mótinu og vonast til að góð frammistaða þar opni dyr fyrir hann í framtíðinni. „Maður er orðinn mjög spenntur fyrir þessu og veit að það styttist í þetta,“ sagði Patrik í samtali við Vísi. Hann hefur verið á mála hjá enska B-deildarliðinu Brentford síðan 2018 en hefur verið á láni hjá danska B-deildarliðinu Silkeborg frá því í byrjun þessa árs. Ísland er í sterkum riðli á EM, með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi. Þrátt fyrir óárennilega andstæðinga er hugur í íslenska liðinu. „Þetta er erfiður riðill með stórum liðum en við sjáum möguleika í þessu fyrir okkur. Við stefnum á að gera eitthvað. Við viljum ekki bara vera saddir og ánægðir að vera komnir á mótið. Við viljum gera eitthvað meira og taka það sem við gerðum í undankeppninni með okkur inn í mótið,“ sagði Patrik sem lék alla leiki Íslands í undankeppninni. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvaða leikmenn verða með íslenska liðinu á EM þar sem A-landsliðið á leiki á nákvæmlega sömu dögum og U-21 árs landsliðið, það er 25., 28. og 31. mars. Patrik segist lítið hafa leitt hugann að því hverjir samherjar hans á EM verða. „Ég hef í sjálfu sér ekki pælt í því. Það verður bara að koma í ljós en við verðum með eins sterkt lið og við getum,“ sagði Patrik. Liðið þekkir sína styrkleika Leikirnir á EM verða þeir fyrstu undir stjórn nýs þjálfara U-21 árs liðsins, Davíðs Snorra Jónassonar sem tók við því af Arnari Þór Viðarssyni eftir að hann var hækkaður í tign og ráðinn þjálfari A-landsliðsins. Íslenska U-21 árs liðið stillir sér upp fyrir leikinn gegn Írlandi síðasta haust. Sigur þar tryggði Íslandi sæti á EM.getty/Harry Murphy „Ég hef heyrt nokkrum sinnum í Davíð síðan hann tók við,“ sagði Patrik sem þekkir Davíð frá fyrri tíð. „Hann var aðstoðarþjálfari þegar ég var í U-19 ára landsliðinu. Ég veit alveg við hverju má búast og hann hefur talað um að við ætlum okkur að gera eitthvað. Við ætlum ekki bara að vera saddir og ánægðir. Við þurfum bara að gera það sem virkaði vel í undankeppninni. Davíð kemur inn með sínar áherslur eins og allir nýir þjálfarar en við sem lið þekkjum okkar styrkleika.“ Vilja feta í fótspor gullkynslóðarinnar Þetta er í annað sinn sem Ísland tekur þátt á EM U-21 árs. Það gerðist fyrst fyrir áratug þegar gullkynslóðin okkar svokallaða keppti á EM í Danmörku. Þá var Patrik aðeins tíu ára en man vel eftir mótinu. „Þegar maður horfir til baka sá maður að þetta gerði fullt fyrir þessa leikmenn. Ég held að þetta geti orðið lyftistöng fyrir marga leikmenn, sérstaklega ef við gerum vel,“ sagði Patrik. Augu margra útsendara verða á EM og leikmennirnir sem spila þar eru í eins konar búðarglugga á meðan mótinu stendur ef svo má segja. „Ég held að allir leikmenn líti þannig á þetta. Það sýndi sig hjá liðinu fyrir tíu árum að þetta hjálpaði þeim leikmönnum. Þetta er stór gluggi og margir að fylgjast með,“ sagði Patrik. Betri deild en ég hélt Eins og áður sagði leikur Patrik með Silkeborg um þessar mundir. Liðið er í 2. sæti dönsku B-deildarinnar og öruggt með sæti í sex liða úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeildinni. „Það eru tveir leikir eftir af deildinni og eftir EM tekur við úrslitakeppni þar sem verður nóg af góðum leikjum. Danska B-deildin hefur aldrei verið jafn sterk og í ár því það féllu þrjú lið úr úrvalsdeildinni í fyrra. Getustigið hérna er mjög hátt og miklu hærra en ég gerði mér grein fyrir,“ sagði Patrik og bætti við að styrkleikinn á dönsku B-deildinni væri svipaður og á ensku C-deildinni þar sem hann lék sem lánsmaður með Southend United. Dönsku áhrifin hjá Brentford Patrik leikur með Silkeborg út tímabilið en óvíst er hvað tekur við eftir það. „Tíminn verður að leiða það í ljós,“ sagði Patrik. „Brentford á góða möguleika á að komast upp í ensku úrvalsdeildina og svo getur Silkeborg líka komist upp. Þetta veltur mest á þessu tvennu,“ sagði markvörðurinn sem er spenntur fyrir því að spila með Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni ef liðið kemst þangað. Patrik hefur leikið einn keppnisleik fyrir aðallið Brentford.getty/Ker Robertson Í fyrra var Patrik á láni hjá Viborg í dönsku B-deildinni. Brentford er með sterka tengingu við Danmörku en stjóri liðsins, Thomas Frank, er danskur sem og aðstoðarþjálfarinn. „Það spilar klárlega inn í. Þegar við töluðum um það að fara á lán síðasta sumar sögðu þjálfararnir mér að þetta Danmörk væri alls ekki síðri en neðri deildirnar á Englandi.“ Bíður enn eftir fyrsta leiknum fyrir Blika Patrik, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Breiðabliki en náði aldrei að spila keppnisleik með liðinu. „Ég fór á mína fyrstu æfingu með meistaraflokki fimmtán eða sextán ára og fékk svo samning. Ég fór á lán til ÍR í 1. deildina þegar ég var búinn að vera þriðji markvörður Breiðabliks í um eitt og hálft ár og stundum á bekknum. Svo var ég farinn til Englands áður en ég gat spilað minn fyrsta alvöruleik fyrir Breiðablik,“ sagði Patrik og bætti við að Brentford hafi sýnt sér áhuga snemma árs 2018 og hann hafi vitað að hann væri á leið þangað áður en hann var lánaður til ÍR. Patrik spilaði nokkra leiki með Breiðhyltingum í Inkasso-deildinni áður en hann fór svo til Brentford þar sem þónokkrir Íslendingar hafa leikið í gegnum tíðina. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
„Maður er orðinn mjög spenntur fyrir þessu og veit að það styttist í þetta,“ sagði Patrik í samtali við Vísi. Hann hefur verið á mála hjá enska B-deildarliðinu Brentford síðan 2018 en hefur verið á láni hjá danska B-deildarliðinu Silkeborg frá því í byrjun þessa árs. Ísland er í sterkum riðli á EM, með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi. Þrátt fyrir óárennilega andstæðinga er hugur í íslenska liðinu. „Þetta er erfiður riðill með stórum liðum en við sjáum möguleika í þessu fyrir okkur. Við stefnum á að gera eitthvað. Við viljum ekki bara vera saddir og ánægðir að vera komnir á mótið. Við viljum gera eitthvað meira og taka það sem við gerðum í undankeppninni með okkur inn í mótið,“ sagði Patrik sem lék alla leiki Íslands í undankeppninni. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvaða leikmenn verða með íslenska liðinu á EM þar sem A-landsliðið á leiki á nákvæmlega sömu dögum og U-21 árs landsliðið, það er 25., 28. og 31. mars. Patrik segist lítið hafa leitt hugann að því hverjir samherjar hans á EM verða. „Ég hef í sjálfu sér ekki pælt í því. Það verður bara að koma í ljós en við verðum með eins sterkt lið og við getum,“ sagði Patrik. Liðið þekkir sína styrkleika Leikirnir á EM verða þeir fyrstu undir stjórn nýs þjálfara U-21 árs liðsins, Davíðs Snorra Jónassonar sem tók við því af Arnari Þór Viðarssyni eftir að hann var hækkaður í tign og ráðinn þjálfari A-landsliðsins. Íslenska U-21 árs liðið stillir sér upp fyrir leikinn gegn Írlandi síðasta haust. Sigur þar tryggði Íslandi sæti á EM.getty/Harry Murphy „Ég hef heyrt nokkrum sinnum í Davíð síðan hann tók við,“ sagði Patrik sem þekkir Davíð frá fyrri tíð. „Hann var aðstoðarþjálfari þegar ég var í U-19 ára landsliðinu. Ég veit alveg við hverju má búast og hann hefur talað um að við ætlum okkur að gera eitthvað. Við ætlum ekki bara að vera saddir og ánægðir. Við þurfum bara að gera það sem virkaði vel í undankeppninni. Davíð kemur inn með sínar áherslur eins og allir nýir þjálfarar en við sem lið þekkjum okkar styrkleika.“ Vilja feta í fótspor gullkynslóðarinnar Þetta er í annað sinn sem Ísland tekur þátt á EM U-21 árs. Það gerðist fyrst fyrir áratug þegar gullkynslóðin okkar svokallaða keppti á EM í Danmörku. Þá var Patrik aðeins tíu ára en man vel eftir mótinu. „Þegar maður horfir til baka sá maður að þetta gerði fullt fyrir þessa leikmenn. Ég held að þetta geti orðið lyftistöng fyrir marga leikmenn, sérstaklega ef við gerum vel,“ sagði Patrik. Augu margra útsendara verða á EM og leikmennirnir sem spila þar eru í eins konar búðarglugga á meðan mótinu stendur ef svo má segja. „Ég held að allir leikmenn líti þannig á þetta. Það sýndi sig hjá liðinu fyrir tíu árum að þetta hjálpaði þeim leikmönnum. Þetta er stór gluggi og margir að fylgjast með,“ sagði Patrik. Betri deild en ég hélt Eins og áður sagði leikur Patrik með Silkeborg um þessar mundir. Liðið er í 2. sæti dönsku B-deildarinnar og öruggt með sæti í sex liða úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeildinni. „Það eru tveir leikir eftir af deildinni og eftir EM tekur við úrslitakeppni þar sem verður nóg af góðum leikjum. Danska B-deildin hefur aldrei verið jafn sterk og í ár því það féllu þrjú lið úr úrvalsdeildinni í fyrra. Getustigið hérna er mjög hátt og miklu hærra en ég gerði mér grein fyrir,“ sagði Patrik og bætti við að styrkleikinn á dönsku B-deildinni væri svipaður og á ensku C-deildinni þar sem hann lék sem lánsmaður með Southend United. Dönsku áhrifin hjá Brentford Patrik leikur með Silkeborg út tímabilið en óvíst er hvað tekur við eftir það. „Tíminn verður að leiða það í ljós,“ sagði Patrik. „Brentford á góða möguleika á að komast upp í ensku úrvalsdeildina og svo getur Silkeborg líka komist upp. Þetta veltur mest á þessu tvennu,“ sagði markvörðurinn sem er spenntur fyrir því að spila með Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni ef liðið kemst þangað. Patrik hefur leikið einn keppnisleik fyrir aðallið Brentford.getty/Ker Robertson Í fyrra var Patrik á láni hjá Viborg í dönsku B-deildinni. Brentford er með sterka tengingu við Danmörku en stjóri liðsins, Thomas Frank, er danskur sem og aðstoðarþjálfarinn. „Það spilar klárlega inn í. Þegar við töluðum um það að fara á lán síðasta sumar sögðu þjálfararnir mér að þetta Danmörk væri alls ekki síðri en neðri deildirnar á Englandi.“ Bíður enn eftir fyrsta leiknum fyrir Blika Patrik, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Breiðabliki en náði aldrei að spila keppnisleik með liðinu. „Ég fór á mína fyrstu æfingu með meistaraflokki fimmtán eða sextán ára og fékk svo samning. Ég fór á lán til ÍR í 1. deildina þegar ég var búinn að vera þriðji markvörður Breiðabliks í um eitt og hálft ár og stundum á bekknum. Svo var ég farinn til Englands áður en ég gat spilað minn fyrsta alvöruleik fyrir Breiðablik,“ sagði Patrik og bætti við að Brentford hafi sýnt sér áhuga snemma árs 2018 og hann hafi vitað að hann væri á leið þangað áður en hann var lánaður til ÍR. Patrik spilaði nokkra leiki með Breiðhyltingum í Inkasso-deildinni áður en hann fór svo til Brentford þar sem þónokkrir Íslendingar hafa leikið í gegnum tíðina.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira