Af þessum skjálftum hafa þrjátíu verið af stærð 3 eða stærri. Þar af þrír yfir 4 að stærð.
Sá stærsti var 5,1 og mældist klukkan korter yfir þrjú í nótt.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að nokkum mikil smáskjálftavirkni hafi verið viðvarandi í mest allan dag og í nótt. Ekki hafi þó greinst órói.
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði fyrr í dag að eldgos á svæðinu verði líklegra og líklegra með hverjum deginum.