Innlent

Maður sem sparkaði í átt að börnum tilkynntur til lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Atvikið er til skoðunar hjá Strætó og hefur verið tilkynnt lögreglu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.  
Atvikið er til skoðunar hjá Strætó og hefur verið tilkynnt lögreglu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.   Vísir/Vilhelm

Atvik þar sem maður er sagður hafa meðal annars veist að ungum börnum og sparkað til nokkurra þeirra í og við strætisvagn í Kópavogi í dag hefur verið tilkynnt til lögreglu.

Nemendur í fjórða bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi voru á leið heim úr vettvangsferð í dag þegar karlmaður sem sagður er hafa verið í annarlegu ástandi hrópaði ókvæðisorð yfir börnin og sparkaði til nokkurra þeirra.

Börnin munu hafa verið slegin eftir uppákomuna.

Umræddur maður var með konu í för og þegar þau voru á leið úr strætisvagninum við Smáralind mun hann hafa sparkað í átt að börnunum.

Stjórnendur Hörðuvallaskóla hafa verið í samskiptum við forsvarsmenn Strætó í dag. Þá var áhersla lögð á að hlúa að börnunum.

Atvikið er til skoðunar hjá Strætó. Þar eru ákveðnir verkferlar ef viðskiptavinir sýna af sér ógnandi hegðun. Til stendur að skoða myndefni úr strætisvagninum og ræða við vagnstjórann um atvikið á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×