Bakayoko var skipaður forsætisráðherra í júlí á síðasta ári, í kjölfar óvænts dauðsfalls forverans Amadou Gon Coulibaly.
Alassane Ouattara, forseti Fílabeinsstrandarinnar, hefur lýst Bakayoko sem merkum stjórnvitringi og mikilli fyrirmynd fyrir ungt fólk í landinu.
Bakayoko var fluttur til Frakklands í febrúar til að gangast undir læknarannsóknir, en var síðar fluttur á sjúkrahús í Þýskalandi eftir að heilsu hans hrakaði.
Bakayoko starfaði á árum áður sem framkvæmdastjóri í fjölmiðlum áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Hann gegndi mikilvægu hlutverki í sáttamiðlun í borgarstríðinu í landinu í upphafi aldarinnar.
Auk þess að gegna embætti forsætisráðherra Fílabeinsstrandarinnar gegndi hann einnig embætti varnarmálaráðherra.
Forsetinn Ouattara hefur nú skipað Patrick Achi sem forsætisráðherra til bráðabirgða, en Achi hefur verið starfandi forsætisráðherra síðan í mars í fjarveru Bakayoko. Þá hefur Ouattara skipað yngri bróður sinn, Tene Birahima Ouattara, sem varnarmálaráðherra til bráðabirgða.