Lífið

Unnur var burðardýr fyrir smyglhring í Hong Kong

Stefán Árni Pálsson skrifar
Unnur Guðjónsdóttir hefur verið með ferðir til Kína í yfir fjörutíu ár. 
Unnur Guðjónsdóttir hefur verið með ferðir til Kína í yfir fjörutíu ár. 

Unnur Guðjónsdóttir er mikil ævintýrakona en hún er landsþekkt fyrir ferðir sínar með hópa Íslendinga til Kína í yfir fjörutíu ár sem hafa slegið í gegn.

Svo hefur hún haldið fyrirlestra og námskeið tengd Kína. Og í Kína lenti hún einnig í ýmsum ævintýrum. Gerðist til dæmis smyglari fyrir smyglhring í Hong Kong.

Unnur þurfti stundum að múta lögreglunni og það oftar en einu sinni. Unnur segist kannski muni verða stoppuð ef hún ætlar aftur til Kína vegna þessara uppljóstrana.

Vala Matt hitti Unni í íbúð hennar við Njálsgötu en hún hefur innréttað hana í kínverskum stíl.

Vala fékk að heyra af hennar lygilegu ævintýrum og fékk einnig að skoða flotta heimilið en Unnur er nýorðin áttræð.

„Ég hafði ekkert á móti því þegar ég var spurð hvort ég gæti farið í einn túr og spurði hvað ég myndi nú fá fyrir það. Ég tók það því að mér að fara til Suður-Kóreu og þaðan til Japan. Ég hef ekki hugmynd hvað var í töskunum og ég þurfti ekki einu sinni að bera þær. Það voru burðarmenn á flugvellinum, ég var svo flott klædd að það datt engum í hug að láta þessa fínu konu vera burðast með þetta,“ segir Unnur og heldur áfram.

„Ég sá aðeins í töskurnar og þá sá ég bara glæsilegan fatnað en annars hef ég ekki hugmynd hvað var í töskunum. Eitthvað hefur það verið og mjög dýrmætt því það borgaði að senda mig til tveggja landa og með eftirlitskonu í eftirdraginu allan tímann. Ég fékk mjög vel borgað en þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég hef farið út í smyglbransann en hann var mjög gefandi,“ segir Unnur og hlær en hér að neðan má sjá innslagið í heild um hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.