Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum fundinum.
„Þetta er til að tryggja að við verðum tilbúin ef til eldsumbrota kemur,“ sagði Katrín í viðtali eftir fundinn.
Mikilvægt sé að hefja þessa vinnu strax þótt ekkert eldgos sé hafið.
Skjálftavirkni hefur verið mikil á Reykjanesi undanfarnar vikur og ekkert lát á. Skjálfti fimm að stærð varð snemma í morgun.