Erlent

Hafa fundið líkamsleifar Everard

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sarah Everard hvarf 3. mars sl.
Sarah Everard hvarf 3. mars sl.

Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard.

Líkið fannst í skóglendi nærri Ashford í Kent, við leit lögreglu að Everard.

Hún var á leið heim frá vini þegar síðast sást til hennar en óvíst er hvort hún komst alla leið. Að sögn er nú unnið að því nótt sem nýtan dag að komast að því hvað nákvæmlega gerðist.

Hinn 5. mars lýsti lögregla eftir Everard, 33 ára, á Twitter en daginn eftir gaf fjölskylda hennar út yfirlýsingu og sagði að það væri algjörlega úr karakter fyrir hana að láta sig hverfa.

Þann 7. mars kom í ljós að myndbandsupptökur sýndu Everard á göngu um kl. 21.30 en lögregla sagði óvíst hvort hún hefði komist alla leið heim.

Daginn eftir var greint frá því að lögreglu hefðu borist 120 ábendingar frá almenningi vegna málsins og þá voru 750 heimili heimsótt í tengslum við leitina að Everard.

Hinn 9. mars var síðan lögreglumaður handtekinn í tengslum við hvarfið, ásamt konu sem er talin vera viðriðin málið. Tveimur dögum seinna var hinn grunaði fluttur á sjúkrahús með áverka sem hann hlaut í haldi en konunni var sleppt gegn trygginu.


Tengdar fréttir

Fundu lík í leitinni að Söruh Everard

Breskir lögregluþjónar hafa fundið lík í leitinni að Söruh Everard. Líkið fannst í skógi í Ashford, suðaustur af Lundúnum. Lögregluþjónn er grunaður um að hafa rænt henni og myrt hana en hún hvarf þann 3. mars þegar hún var á leið heim eftir heimsókn til vinafólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×