Vonbrigði Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 13. mars 2021 13:01 Það eru gríðarleg vonbrigði í hvaða farveg málefni hjúkrunarheimilanna eru komin af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Í september 2020 ákvað Fjarðabyggð að segja upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands, samkvæmt uppsagnarákvæðum samninganna og skila þannig rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala aftur til ríkisins. Þetta var ekki léttvæg ákvörðun en vaxandi halli hefur verið á rekstri hjúkrunarheimilanna frá árinu 2014. Ástæðan er vanfjármögnun af hálfu ríkisins og fyrirséð er að hallinn verður einnig mikill á næstu árum að óbreyttu. Áður en farið var í þessa uppsögn höfðu bæjaryfirvöld um árabil verið í viðræðum við heilbrigðisyfirvöld um málaflokkinn þar sem ljóst var að fjárhagslegur grundvöllur rekstursins var brostinn. Þannig er og var staðan, þrátt fyrir að yfirstjórn og starfsfólk heimilanna hafi lagt sig allt fram um að haga rekstrinum sem best miðað við aðstæður og gætt að faglegu starfi. Þessar viðræður báru engan árangur, ekki frekar en viðræðurnar frá því í september, þegar samningum var sagt upp. Sveitarfélagið hefur lagt fé til hjúkrunarheimilanna úr rekstri sínum þrátt fyrir að ábyrgð málaflokksins og greiðsluskylda sé á hendi ríkisvaldsins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ræddi strax í byrjun þessa ferils að ríkinu bæri að taka við rekstrinum þannig að enginn brestur yrði á þjónustu við heimilismenn á hjúkrunarheimilunum og að réttindi og kjör starfsmanna þeirri haldist óbreytt. Venjan hefur verið sú, eins og nýlegt dæmi sýnir þegar sveitarfélagið Hornafjörður skilaði rekstri á sínu hjúkrunarheimili aftur til ríkisins. Hér er verið að tala um að yfirfærslan byggi á aðilaskiptalögum sem eru eðlilegir og vandaðir stjórnsýsluhættir. Ríkisvaldið hefur í öllum nýlegri yfirfærslum verkefna til sveitarfélaganna samið á þeim grunni að réttindi starfsmanna haldist og nefni ég þá sem dæmi málefni fatlaðs fólks og grunnskólanna. Að ríkið skuli nú beita sér gegn starfsmannahópi sem tengist hjúkrunarheimilunum, sem er mikilvægur stuðningur við aldraða íbúa í viðkvæmri stöðu, felur ekki í sér mikla virðingu gagnvart honum. Það bendir einnig til fádæma skilningsleysis á stöðu atvinnumála í landinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Við erum langþreytt á framkomu og samskiptaleysi heilbrigðisráðherra, heilbrigðisráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um svör og samtöl frá því í september 2020 er ekki brugðist við fyrr en 3. mars sl. Þá, fimm mánuðum og þremur dögum eftir að uppsögnin tók gildi, var okkur tilkynnt að Heilbrigðisstofnun Austurlands taki við rekstrinum 1. apríl nk. Þessum skilaboðum fylgdu þær upplýsingar að ráðuneytið ætlar ekki að taka tillit til aðilaskiptalaganna og sveitarfélagið verði að segja upp sínu starfsfólki sem nánast allt eru konur. Þetta eru óásættanleg vinnubrögð og framkoma. Óvissa sem þessi kemur illa niður á heimilisfólki og starfsmönnum hjúkrunarheimilanna. Það tekur steininn úr að skella þessu fram tæpum mánuði áður en yfirtakan á að fara fram og það er vond framkoma við fólkið sem er búið að standa sig gríðarlega vel í erfiðum aðstæðum heimsfaraldurs að bíða í óvissu með framhald sinna starfa. Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur ásamt Vestmannaeyjabæ, sveitarfélaginu Hornafirði og Akureyrarbæ, verið með lausa samninga hjúkrunarheimila vegna vanfjármagnaðs rekstrar. Margoft hefur verið bent á það ósamræmi sem er í rekstrarumhverfi hjúkrunarheimilanna í landinu þar sem sum þeirra eru nú fjármögnuð beint af ríkisframlögum á meðan ofan talin sveitarfélög hafa rekið sín hjúkrunarheimili á daggjöldum. Sveitarfélögin hafa mætt halla á rekstri hjúkrunarheimila á þeirra vegum til að tryggja rekstur. Það er löngu tímabært að ríkisvaldið taki til skoðunar að 90% hjúkrunarheimila landsins standa ekki undir rekstri eins og margoft er búið að benda á. Skýr verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga er mikilvæg. Það er sveitarfélögunum mikið kappsmál að á milli ríkis og sveitarfélaga ríki traust og samningsvilji um stór sem lítil mál. Að fjármögnun reksturs hjúkrunarheimila til fjölda ára lendi að hluta til á herðum sveitarfélaga er dæmi um að mjög rangt er gefið og hallar mikið á sveitarfélögin sem er ekki boðlegt. Áætlanir um að koma fleiri verkefnum yfir til sveitarfélaganna frá ríkinu er oft skynsamleg leið til að bæta þjónustu í nærsamfélaginu en sjaldnast fylgir nægilegt fjármagn með. Af því sem á undan er gengið í málefnum hjúkrunarheimilanna verður ekki séð að samningsvilji eða traust ríki og á því ber ríkisvaldið eitt ábyrgð. Að vanvirða sjónarmið annars samningsaðilans og hunsa samtal um farsælan framgang yfirfærslunnar, verður ekki til að greiða leið verkefnaflutnings til lengri tíma. Hvert erum við að stefna? Ríkisvaldið þarf að taka skýra afstöðu og ekki er verra að það sé gert í samtali við fulltrúa sveitarfélaganna, einn ráðherra getur ekki tekið slíka ákvörðun. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Heilbrigðismál Eldri borgarar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það eru gríðarleg vonbrigði í hvaða farveg málefni hjúkrunarheimilanna eru komin af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Í september 2020 ákvað Fjarðabyggð að segja upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands, samkvæmt uppsagnarákvæðum samninganna og skila þannig rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala aftur til ríkisins. Þetta var ekki léttvæg ákvörðun en vaxandi halli hefur verið á rekstri hjúkrunarheimilanna frá árinu 2014. Ástæðan er vanfjármögnun af hálfu ríkisins og fyrirséð er að hallinn verður einnig mikill á næstu árum að óbreyttu. Áður en farið var í þessa uppsögn höfðu bæjaryfirvöld um árabil verið í viðræðum við heilbrigðisyfirvöld um málaflokkinn þar sem ljóst var að fjárhagslegur grundvöllur rekstursins var brostinn. Þannig er og var staðan, þrátt fyrir að yfirstjórn og starfsfólk heimilanna hafi lagt sig allt fram um að haga rekstrinum sem best miðað við aðstæður og gætt að faglegu starfi. Þessar viðræður báru engan árangur, ekki frekar en viðræðurnar frá því í september, þegar samningum var sagt upp. Sveitarfélagið hefur lagt fé til hjúkrunarheimilanna úr rekstri sínum þrátt fyrir að ábyrgð málaflokksins og greiðsluskylda sé á hendi ríkisvaldsins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ræddi strax í byrjun þessa ferils að ríkinu bæri að taka við rekstrinum þannig að enginn brestur yrði á þjónustu við heimilismenn á hjúkrunarheimilunum og að réttindi og kjör starfsmanna þeirri haldist óbreytt. Venjan hefur verið sú, eins og nýlegt dæmi sýnir þegar sveitarfélagið Hornafjörður skilaði rekstri á sínu hjúkrunarheimili aftur til ríkisins. Hér er verið að tala um að yfirfærslan byggi á aðilaskiptalögum sem eru eðlilegir og vandaðir stjórnsýsluhættir. Ríkisvaldið hefur í öllum nýlegri yfirfærslum verkefna til sveitarfélaganna samið á þeim grunni að réttindi starfsmanna haldist og nefni ég þá sem dæmi málefni fatlaðs fólks og grunnskólanna. Að ríkið skuli nú beita sér gegn starfsmannahópi sem tengist hjúkrunarheimilunum, sem er mikilvægur stuðningur við aldraða íbúa í viðkvæmri stöðu, felur ekki í sér mikla virðingu gagnvart honum. Það bendir einnig til fádæma skilningsleysis á stöðu atvinnumála í landinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Við erum langþreytt á framkomu og samskiptaleysi heilbrigðisráðherra, heilbrigðisráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um svör og samtöl frá því í september 2020 er ekki brugðist við fyrr en 3. mars sl. Þá, fimm mánuðum og þremur dögum eftir að uppsögnin tók gildi, var okkur tilkynnt að Heilbrigðisstofnun Austurlands taki við rekstrinum 1. apríl nk. Þessum skilaboðum fylgdu þær upplýsingar að ráðuneytið ætlar ekki að taka tillit til aðilaskiptalaganna og sveitarfélagið verði að segja upp sínu starfsfólki sem nánast allt eru konur. Þetta eru óásættanleg vinnubrögð og framkoma. Óvissa sem þessi kemur illa niður á heimilisfólki og starfsmönnum hjúkrunarheimilanna. Það tekur steininn úr að skella þessu fram tæpum mánuði áður en yfirtakan á að fara fram og það er vond framkoma við fólkið sem er búið að standa sig gríðarlega vel í erfiðum aðstæðum heimsfaraldurs að bíða í óvissu með framhald sinna starfa. Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur ásamt Vestmannaeyjabæ, sveitarfélaginu Hornafirði og Akureyrarbæ, verið með lausa samninga hjúkrunarheimila vegna vanfjármagnaðs rekstrar. Margoft hefur verið bent á það ósamræmi sem er í rekstrarumhverfi hjúkrunarheimilanna í landinu þar sem sum þeirra eru nú fjármögnuð beint af ríkisframlögum á meðan ofan talin sveitarfélög hafa rekið sín hjúkrunarheimili á daggjöldum. Sveitarfélögin hafa mætt halla á rekstri hjúkrunarheimila á þeirra vegum til að tryggja rekstur. Það er löngu tímabært að ríkisvaldið taki til skoðunar að 90% hjúkrunarheimila landsins standa ekki undir rekstri eins og margoft er búið að benda á. Skýr verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga er mikilvæg. Það er sveitarfélögunum mikið kappsmál að á milli ríkis og sveitarfélaga ríki traust og samningsvilji um stór sem lítil mál. Að fjármögnun reksturs hjúkrunarheimila til fjölda ára lendi að hluta til á herðum sveitarfélaga er dæmi um að mjög rangt er gefið og hallar mikið á sveitarfélögin sem er ekki boðlegt. Áætlanir um að koma fleiri verkefnum yfir til sveitarfélaganna frá ríkinu er oft skynsamleg leið til að bæta þjónustu í nærsamfélaginu en sjaldnast fylgir nægilegt fjármagn með. Af því sem á undan er gengið í málefnum hjúkrunarheimilanna verður ekki séð að samningsvilji eða traust ríki og á því ber ríkisvaldið eitt ábyrgð. Að vanvirða sjónarmið annars samningsaðilans og hunsa samtal um farsælan framgang yfirfærslunnar, verður ekki til að greiða leið verkefnaflutnings til lengri tíma. Hvert erum við að stefna? Ríkisvaldið þarf að taka skýra afstöðu og ekki er verra að það sé gert í samtali við fulltrúa sveitarfélaganna, einn ráðherra getur ekki tekið slíka ákvörðun. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun