Erlent

Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Teikning úr réttarsal sýnir hér Couzens, fyrir miðju.
Teikning úr réttarsal sýnir hér Couzens, fyrir miðju. (Elizabeth Cook/PA via AP

Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest.

Hinn 48 ára gamli Couzens var úrskurðaður í áframhaldandi varðhald og verður aftur leiddur fyrir dómara þriðjudaginn 16. mars næstkomandi.

Couzens var handtekinn síðastliðinn þriðjudag, sex dögum eftir að Everard hvarf á leið heim frá vini sínum. Líkamsleifar hennar fundust degi síðar, í skóglendi nærri Ashford í Kent.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var Couzens með sár á höfðinu þegar hann var leiddur fyrir dómara en frá því hann var handtekinn hefur tvisvar þurft að flytja hann á sjúkrahús vegna höfuðmeiðsla. Í bæði skiptin er hann sjálfur hafa veitt sér áverkana þegar hann var staddur einn í fangaklefa sínum.


Tengdar fréttir

Hafa fundið líkamsleifar Everard

Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard.

Fundu lík í leitinni að Söruh Everard

Breskir lögregluþjónar hafa fundið lík í leitinni að Söruh Everard. Líkið fannst í skógi í Ashford, suðaustur af Lundúnum. Lögregluþjónn er grunaður um að hafa rænt henni og myrt hana en hún hvarf þann 3. mars þegar hún var á leið heim eftir heimsókn til vinafólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×