Erlent

Átök milli lög­reglu og gesta við minningar­at­höfn E­verard

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Konur sem héldu ræður við minningarathöfnina voru dregnar burt af lögreglu.
Konur sem héldu ræður við minningarathöfnina voru dregnar burt af lögreglu. EPA-EFE/JOSHUA BRATT

Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu.

Hundruð söfnuðust saman í almenningsgarðinum Clapham Common til þess að minnast hinnar 33 ára gömlu Everard, sem var rænt og myrt af lögreglumanni í síðustu viku. Öllum skipulögðum minningarathöfnum hafði verið aflýst vegna sóttvarnareglna en þrátt fyrir það safnaðist stór hópur saman í garðinum.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá lögreglu og gesti takast á.

Morðið á Everard hefur vakið upp umræðu um öryggi kvenna í Bretlandi.„All cops are bastards.“

Ræðumenn voru fluttir af staðnum af lögreglumönnum á meðan gestir kölluðu „skammist ykkar“ að þeim.

Lögreglan í Lambeth tísti í kvöld að minningarathöfnin væri „ekki örugg.“ Kvenkyns þingmenn í breska þinginu hafa gagnrýnt lögregluna og sagt viðbrögðin of hörð.

Aðgerðahópurinn Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti), sem skipulagði minningarathöfnina en aflýsti henni svo, hafði beðið fólk um að safnast ekki saman í garðinum vegna þess að það myndi ógna „lagalegu öryggi þess.“

Þess í stað hvatti hópurinn fólk til þess að kveikja á kertum eða öðrum ljósum á dyraþrepum sínum klukkan 21:30 til þess að minnast þess að Everard sást síðast á eftirlitsmyndavélum klukkan 21:30 þann 3. mars síðastliðinn.

„Hundruð eru saman komin á litlu svæði þvert á sóttvarnareglur og leggja þau almannaheilsu í hættu,“ tísti lögreglan.

„Við hvetjum fólk til þess að fara heim og við þökkum þeim sem hafa verið samvinnufúsir og eru á leið heim.“

Hundruð voru saman komin við minningarathöfnina.EPA-EFE/JOSHUA BRATT
Einhverjir viðstaddra voru handteknir. Á myndinni sést að einhver hefur málað ACAB á lögreglubílinn, sem stendur fyrir „All cops are bastards.“EPA-EFE/JOSHUA BRATT

Tengdar fréttir

Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard

Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest.

Hafa fundið líkamsleifar Everard

Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard.

Lög­reglu­maður í London hand­tekinn vegna hvarfs Söruh E­verard

Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×