Hinn atvinnulausi Einstein eða hvað hefði gerst ef Einstein hefði fengið einhverfugreiningu sem barn? Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 14. mars 2021 09:37 Samkvæmt tölum frá National Autistic Society í Bretlandi eru um 700.000 með einhverfugreiningu á Bretlandseyjum. Einungis 16% fullorðinna á einhverfurófi eru hins vegar í fullu starfi. Meira en 77% þeirra sem voru einhverfir en án atvinnu sögðust helst vilja fá launaða vinnu. Ekkert bendir til þess að staða fullorðinna einhverfra sé nokkuð betri hér á Íslandi. Börn á einhverfurófi fá ýmsan stuðning en við 18 ára aldur fellur allur sá stuðningur burt. Það er engu líkara en að fullorðnir einhverfir eigi bara að gufa upp og helst hverfa – PÚFF – á 18 ára afmælinu. Svo einfalt er það hins vegar ekki. Nú er það svo að á undanförnum árum hefur fjöldi greininga barna með hin ýmsu heilkenni og raskanir aukist í hverjum árgangi. Um er að ræða greiningar á einhverfu, ADD/ADHD, lesblindu, einhverfu/ADHD samsetningu og fleiru. Upp eru að vaxa stórir árgangar barna sem eru mörg með greiningar og sem ætlast til þess að fá að taka þátt í samfélaginu í framtíðinni bæði í leik og starfi. Samfélagið er hins vegar ennþá gamaldags, vinnumarkaðurinn beinlínis hallærislegur og þjóðfélagið í heild algjörlega vanbúið og óundirbúið að taka við miklum fjölda einstaklinga sem eru með greiningar þegar þau komast á fullorðinsár. En samfélagið verður að taka miklum breytingum. Heilafjölbreytni og mismunandi tegundir heilaheilsu verða að fá fulla viðurkenningu á sama hátt og réttindi samkynhneigðra hafa fengið viðurkenningu og réttindi ýmissa annarra hópa fólks. Mannleg fjölbreytni í allri sinni dýrð verður að vera viðurkennd og samþykkt skilyrðislaust. Lausn samfélagsins í dag gagnvart einhverfum er að gera marga einhverfa að öryrkjum. En það er ljóst að í samfélagi framtíðarinnar verða svo margir einstaklingar með allskyns greiningar og frávik að það verður ekki hægt að setja allan þann hóp á örorkubætur. Það einfaldlega mun ekki verða til fjármagn til þess. Þessvegna verða að verða breytingar úti í atvinnulífinu. „Ég er algjörlega lost“ segir ung einhverf kona á 27. aldursári. Önnur einhverf kona upplifir það að vera rekin vegna „samstarfsörðugleika“. Enginn sálfræðingur er kallaður til. Ekkert tillit er tekið til þess að hún er einhverf. Henni er einfaldlega sagt upp. Þessi illa meðferð á einhverfum verður að hætta. Það á að skylda alla stóra vinnustaði að vera með starfandi sálfræðinga skv. lögum. Fyrsta skylda slíkra sálfræðinga á að vera að tryggja mannlega fjölbreytni á vinnustað. Allir eiga að geta fengið vinnu við sitt hæfi. Við verðum að fara að hefja greiningar upp til skýjanna. Við verðum að læra að meta fólk með greiningar í staðinn fyrir að leggja það í einelti og útiloka það. Það kaldhæðnislega í þessu öllu saman er að ef þú ert þroskaskertur einstaklingur er líklegra að þú fáir hjálp og að þér verði útveguð vinna á vernduðum vinnustað. En ef þú ert með ódæmigerða einhverfu án þroskaskerðingar, er nákvæmlega ekkert gert fyrir þig. Ég sem pára þessi orð er sjálf með ódæmigerða einhverfu/ADHD samsetningu og ég get einnig tjáð mig í rituðu og töluðu máli. Ég er með 4 háskólagráður en get hvergi fengið vinnu á vinnumarkaði. Ég hef fundið mér vettvang sem sjálfboðaliði og heimsóknarvinur í Rauða krossinum. Ég hef rofið félagslega einangrun eldri borgara og heimsótt fjölda fólks. Ég stunda einnig söngnám og reyni að vera sólarmeginn í lífinu almennt séð. Ég telst vera 75% öryrki. En ég er með almenna greindarvísitölu 146. Af því að ég er þetta greind fæ ég enga aðstoð, hvorki frá sveitarfélagi mínu né öðrum. Ég get því ekki annað en spurt spurningarinnar? Ef Albert Einstein hefði fengið einhverfugreiningu í leikskóla hefði hann komist inn í Tækniháskólann í Zürich og hefði afstæðiskenningin nokkurn tímann orðið til? Í íslensku samfélagi í dag væri Einstein atvinnulaus og á örorku. Enginn myndi taka hann alvarlega. Verðum við ekki að fara að gera róttækar samfélagsbreytingar og samþykkja mannlega fjölbreytni eins og hún er í öllu sínu dýrðlega veldi? Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Félagsmál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá National Autistic Society í Bretlandi eru um 700.000 með einhverfugreiningu á Bretlandseyjum. Einungis 16% fullorðinna á einhverfurófi eru hins vegar í fullu starfi. Meira en 77% þeirra sem voru einhverfir en án atvinnu sögðust helst vilja fá launaða vinnu. Ekkert bendir til þess að staða fullorðinna einhverfra sé nokkuð betri hér á Íslandi. Börn á einhverfurófi fá ýmsan stuðning en við 18 ára aldur fellur allur sá stuðningur burt. Það er engu líkara en að fullorðnir einhverfir eigi bara að gufa upp og helst hverfa – PÚFF – á 18 ára afmælinu. Svo einfalt er það hins vegar ekki. Nú er það svo að á undanförnum árum hefur fjöldi greininga barna með hin ýmsu heilkenni og raskanir aukist í hverjum árgangi. Um er að ræða greiningar á einhverfu, ADD/ADHD, lesblindu, einhverfu/ADHD samsetningu og fleiru. Upp eru að vaxa stórir árgangar barna sem eru mörg með greiningar og sem ætlast til þess að fá að taka þátt í samfélaginu í framtíðinni bæði í leik og starfi. Samfélagið er hins vegar ennþá gamaldags, vinnumarkaðurinn beinlínis hallærislegur og þjóðfélagið í heild algjörlega vanbúið og óundirbúið að taka við miklum fjölda einstaklinga sem eru með greiningar þegar þau komast á fullorðinsár. En samfélagið verður að taka miklum breytingum. Heilafjölbreytni og mismunandi tegundir heilaheilsu verða að fá fulla viðurkenningu á sama hátt og réttindi samkynhneigðra hafa fengið viðurkenningu og réttindi ýmissa annarra hópa fólks. Mannleg fjölbreytni í allri sinni dýrð verður að vera viðurkennd og samþykkt skilyrðislaust. Lausn samfélagsins í dag gagnvart einhverfum er að gera marga einhverfa að öryrkjum. En það er ljóst að í samfélagi framtíðarinnar verða svo margir einstaklingar með allskyns greiningar og frávik að það verður ekki hægt að setja allan þann hóp á örorkubætur. Það einfaldlega mun ekki verða til fjármagn til þess. Þessvegna verða að verða breytingar úti í atvinnulífinu. „Ég er algjörlega lost“ segir ung einhverf kona á 27. aldursári. Önnur einhverf kona upplifir það að vera rekin vegna „samstarfsörðugleika“. Enginn sálfræðingur er kallaður til. Ekkert tillit er tekið til þess að hún er einhverf. Henni er einfaldlega sagt upp. Þessi illa meðferð á einhverfum verður að hætta. Það á að skylda alla stóra vinnustaði að vera með starfandi sálfræðinga skv. lögum. Fyrsta skylda slíkra sálfræðinga á að vera að tryggja mannlega fjölbreytni á vinnustað. Allir eiga að geta fengið vinnu við sitt hæfi. Við verðum að fara að hefja greiningar upp til skýjanna. Við verðum að læra að meta fólk með greiningar í staðinn fyrir að leggja það í einelti og útiloka það. Það kaldhæðnislega í þessu öllu saman er að ef þú ert þroskaskertur einstaklingur er líklegra að þú fáir hjálp og að þér verði útveguð vinna á vernduðum vinnustað. En ef þú ert með ódæmigerða einhverfu án þroskaskerðingar, er nákvæmlega ekkert gert fyrir þig. Ég sem pára þessi orð er sjálf með ódæmigerða einhverfu/ADHD samsetningu og ég get einnig tjáð mig í rituðu og töluðu máli. Ég er með 4 háskólagráður en get hvergi fengið vinnu á vinnumarkaði. Ég hef fundið mér vettvang sem sjálfboðaliði og heimsóknarvinur í Rauða krossinum. Ég hef rofið félagslega einangrun eldri borgara og heimsótt fjölda fólks. Ég stunda einnig söngnám og reyni að vera sólarmeginn í lífinu almennt séð. Ég telst vera 75% öryrki. En ég er með almenna greindarvísitölu 146. Af því að ég er þetta greind fæ ég enga aðstoð, hvorki frá sveitarfélagi mínu né öðrum. Ég get því ekki annað en spurt spurningarinnar? Ef Albert Einstein hefði fengið einhverfugreiningu í leikskóla hefði hann komist inn í Tækniháskólann í Zürich og hefði afstæðiskenningin nokkurn tímann orðið til? Í íslensku samfélagi í dag væri Einstein atvinnulaus og á örorku. Enginn myndi taka hann alvarlega. Verðum við ekki að fara að gera róttækar samfélagsbreytingar og samþykkja mannlega fjölbreytni eins og hún er í öllu sínu dýrðlega veldi? Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun