Frelsið fyrst Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 16. mars 2021 07:31 Bláar gallabuxur eru stranglega bannaðar. Þær fást ekki í búðum, þær fást ekki sendar til landsins og ef þú kemst yfir par skaltu fela það á öruggum stað því þín bíður löng fangelsisvist ef einhver kemst að því. Þetta er í Norður-Kóreu, ekki á Íslandi. Þar eru reyndar mörg önnur bönn sem okkur finnast álíka fáránleg. Við myndum aldrei banna bláar gallabuxur á hér á landi. Ekki nema í þingsal Alþingis, þar eimir eftir af slíkri forsjárhyggju. Virðing Alþingis hangir náttúrlega á því að fólk klæðist buxum sem eru ekki „úr gallaefni með tvöföldum saum á hliðinni“. Við furðum okkur á órökréttri forsjárhyggju í útlöndum. Hlæjum að henni jafnvel. Af hverju má ekki fagna Valentínusardegi í Pakistan, kaupa Kinder Egg í Bandaríkjunum eða nota tóbak í Bútan? Við myndum aldrei leggja almennt bann við athöfn eða hlut sem engan skaðar – eða skaðar einungis einstaklinginn sem um ræðir – er það nokkuð? Það er góður mælikvarði á frelsið hvort athöfn sé líkleg til að valda öðrum skaða eða ekki. Drukkinn einstaklingur getur valdið stórkostlegum skaða undir stýri. Í góðra vina hópi skaðar hann fyrst og fremst sjálfan sig. Þess vegna er annað af þessu bannað en hitt leyfilegt. Þrátt fyrir þennan eðlilega mælikvarða er stutt í forsjárhyggjuna hjá okkur. Tilhneigingin til að hafa vit fyrir fullveðja fólki er rík á Íslandi. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni (og höfum gert í 65 ár) þrátt fyrir að þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að nefna börnin sín öðrum nöfnum en þeim sem finnast í sérstakri skrá ríkisins – og borgum nefnd fyrir að úrskurða að fullkomlega eðlileg nöfn á borð við Nathalía og Regin séu óæskileg. Svona mætti lengi telja. Forsjárhyggjan er drifin áfram af þeirri hugsun að almennt bann sé eðlilegt upphafsskref. Eftir það er skoðað hvort slaka eigi á banni eða veita undanþágur ef sérstök rök mæla með því. Þessi hugsun bæði er röng og hættuleg. Í samfélagi frjálsra einstaklinga, þar sem löggjafinn sækir vald til fólksins, er óeðlilegt að lög séu reist á hugmyndafræði forsjárhyggju. Það færir stjórnvöldum aukið vald á kostnað frelsis einstaklingsins og fyllir löggjöfina okkar af bönnum og jafnvel refsiheimildum sem engin rök eru fyrir. Rétt nálgun er að frelsið komi fyrst. Frelsið er upphafsskrefið. Ef líklegt er að athöfn valdi öðrum skaða, þ.e. öðrum en eingöngu þeim sem aðhefst, þá er sjálfsagt að ræða þörfina á löggjöf. Og ef lög eru sett er mikilvægt að þau gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Að fólki sé ekki refsað fyrir hluti sem hafa ekki nokkur áhrif á aðra. Ef þessi nálgun væri raunin á Íslandi þá væru kannski lausasölulyf seld í verslunum, Uber á leigubílamarkaði, veip og annað nikótín sem hjálpar fólki að hætta að reykja aðgengilegra og dánaraðstoð leyfð. Kannski væri vímuefnaneysla álitin heilbrigðismál en ekki glæpur. Raunin er að í öllum þessum dæmum er bannið skaðlegra en frelsið. Og í því ljósi eru refsingarnar jafn fjarstæðukenndar og fangelsi fyrir að klæðast bláum gallabuxum. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Bláar gallabuxur eru stranglega bannaðar. Þær fást ekki í búðum, þær fást ekki sendar til landsins og ef þú kemst yfir par skaltu fela það á öruggum stað því þín bíður löng fangelsisvist ef einhver kemst að því. Þetta er í Norður-Kóreu, ekki á Íslandi. Þar eru reyndar mörg önnur bönn sem okkur finnast álíka fáránleg. Við myndum aldrei banna bláar gallabuxur á hér á landi. Ekki nema í þingsal Alþingis, þar eimir eftir af slíkri forsjárhyggju. Virðing Alþingis hangir náttúrlega á því að fólk klæðist buxum sem eru ekki „úr gallaefni með tvöföldum saum á hliðinni“. Við furðum okkur á órökréttri forsjárhyggju í útlöndum. Hlæjum að henni jafnvel. Af hverju má ekki fagna Valentínusardegi í Pakistan, kaupa Kinder Egg í Bandaríkjunum eða nota tóbak í Bútan? Við myndum aldrei leggja almennt bann við athöfn eða hlut sem engan skaðar – eða skaðar einungis einstaklinginn sem um ræðir – er það nokkuð? Það er góður mælikvarði á frelsið hvort athöfn sé líkleg til að valda öðrum skaða eða ekki. Drukkinn einstaklingur getur valdið stórkostlegum skaða undir stýri. Í góðra vina hópi skaðar hann fyrst og fremst sjálfan sig. Þess vegna er annað af þessu bannað en hitt leyfilegt. Þrátt fyrir þennan eðlilega mælikvarða er stutt í forsjárhyggjuna hjá okkur. Tilhneigingin til að hafa vit fyrir fullveðja fólki er rík á Íslandi. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni (og höfum gert í 65 ár) þrátt fyrir að þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að nefna börnin sín öðrum nöfnum en þeim sem finnast í sérstakri skrá ríkisins – og borgum nefnd fyrir að úrskurða að fullkomlega eðlileg nöfn á borð við Nathalía og Regin séu óæskileg. Svona mætti lengi telja. Forsjárhyggjan er drifin áfram af þeirri hugsun að almennt bann sé eðlilegt upphafsskref. Eftir það er skoðað hvort slaka eigi á banni eða veita undanþágur ef sérstök rök mæla með því. Þessi hugsun bæði er röng og hættuleg. Í samfélagi frjálsra einstaklinga, þar sem löggjafinn sækir vald til fólksins, er óeðlilegt að lög séu reist á hugmyndafræði forsjárhyggju. Það færir stjórnvöldum aukið vald á kostnað frelsis einstaklingsins og fyllir löggjöfina okkar af bönnum og jafnvel refsiheimildum sem engin rök eru fyrir. Rétt nálgun er að frelsið komi fyrst. Frelsið er upphafsskrefið. Ef líklegt er að athöfn valdi öðrum skaða, þ.e. öðrum en eingöngu þeim sem aðhefst, þá er sjálfsagt að ræða þörfina á löggjöf. Og ef lög eru sett er mikilvægt að þau gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Að fólki sé ekki refsað fyrir hluti sem hafa ekki nokkur áhrif á aðra. Ef þessi nálgun væri raunin á Íslandi þá væru kannski lausasölulyf seld í verslunum, Uber á leigubílamarkaði, veip og annað nikótín sem hjálpar fólki að hætta að reykja aðgengilegra og dánaraðstoð leyfð. Kannski væri vímuefnaneysla álitin heilbrigðismál en ekki glæpur. Raunin er að í öllum þessum dæmum er bannið skaðlegra en frelsið. Og í því ljósi eru refsingarnar jafn fjarstæðukenndar og fangelsi fyrir að klæðast bláum gallabuxum. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun