Það vilja allir vera „Svalir“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. mars 2021 07:01 Líney Árnadóttir sérfræðingur hjá VIRK. Vísir/Vilhelm Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. Á „Svala-stiginu“ er mikil orka ríkjandi, jafnvægi og gleði. Þegar fólk fer á „Volga-stigið“ er það hins vegar að byrja að finna fyrir álagi. Pirringur, núningar innan hópsins, minni gæði og fleiri atriði gætu þá verið að sýna sig. Í Atvinnulífinu á Vísi í dag og á morgun, er fjallað um það hvernig vinnustaðir geta unnið að forvörnum gegn kulnun starfsfólks. Hvar ert þú á stiganum? Líney segir að stjórnandi sem vill vera í góðu sambandi við starfsfólkið sitt, heyri í því reglulega hvort sem það er á vinnustað eða utan hans. Í spjalli við starfsmann geti stjórnandinn horft eftir streitueinkennum eins og þeim er lýst í Streitustiganum. „Hafi starfsmenn komið sér saman um að nota Streitustigann og sett reglur um notkun hans þá mætti líka spyrja einstaklinginn hvar honum finnist hann vera á stiganum,“ segir Líney. Eins og sjá má á Streitustiganum, er ákjósanlegasti staðurinn að vera á Svala-stigið. Líney segir þó að enginn þurfi að óttast það, þótt líðanin fari stundum niður um þrep. „Höfum samt í huga að það er alveg eðlilegt að færast á volga stigið tímabundið og oft kemur streitan sér vel við að leysa verkefni og ljúka þeim,“ segir Líney og bætir við: Það sem stjórnandinn þarf hins vegar að gæta að er að álagið verði ekki samfellt og langvarandi. Starfsmaðurinn þarf að fá tækifæri til þess að hlaða batteríin á milli tarna.“ En hvað ef yfirmaðurinn er „Logandi?“ Ef fólk mátar sína líðan við Streitustigann er auðvelt að átta sig á því að um leið og fólk er farið að upplifa sig á „Logandi-þrepinu,“ eru rauð ljós farin að blikka. Þá er fólk farið að upplifa stöðugt álag, finnur fyrir vangetu, forgangsröðun verkefna verður verri, hætta er á fleiri mistökum og ýmiss streitueinkenni gera vart við sig andlega og líkamlega. Líney segir að Streitustiginn sé líka verkfæri sem starfsfólk getur stungið upp á að vinnustaðurinn noti sem verkfæri. Með því að gera það, verður umræða um streitu og líðan fólks oft auðveldari. Gott fyrsta skref væri að halda fund og staðsetja vinnustaðinn með því að hver og einn innan teymisins myndi segja frá því hvar það telur sig vera statt á Streitustiganum. Í kjölfarið getur starfsfólk og stjórnendur unnið að leiðum til að vinna gegn álagi og streitu. En hvað ætti starfsfólk að gera, sem upplifir yfirmanninn kominn á Logandi-stig eða neðar? „Já þetta getur verið frekar viðkvæm staða og snúið að nálgast því mjög líklega hefur dregið úr trausti,“ segir Líney og bætir við: Sé nægilegt traust til staðar er hægt að ræða af varfærni við yfirmanninn um líðan hans og benda honum á þau streitueinkenni sem eru að sýna sig. Æskilegt er að starfsmaður sem hefur verið í góðum samskiptum við yfirmanninn taki að sér samtalið eða annar yfirmaður.“ Ef stjórnandi er á logandi stiginu, segir Líney viðkomandi að öllum líkindum þegar hafa dregið verulega úr almennum samskiptum við starfsmenn. Ein leiðin gæti því verið að starfsfólk reyndi að fá stjórnandann með í pásur eða taka þátt í sameiginlegu hreyfiátaki eða viðburðum. „Fleiri leiðir eru að sjálfsögðu mögulegar svo sem að stinga upp á að kalla til utanaðkomandi sérfræðing til að vinna með streitu á vinnustaðnum,“ segir Líney. Á vefsíðu VIRK má sjá ýmsar leiðbeiningar með Streitustiganum sem stjórnendur og starfsfólk geta fylgt, ef það koma upp aðstæður þar sem talin er þörf á viðbrögðum. Leiðbeiningarnar má sjá HÉR. Líney segir Streitustigann verkfæri sem getur auðveldað starfsfólki að ræða um streitu. Teymi geta til dæmis haldið fund þar sem hver og einn mátar sig á stiganum og hópurinn leitar síðan leiða til að sporna við streitu.Vísir/Vilhelm Hver er merking „það er brjálað að gera“? Líney segir mörg fyrirtæki án efa vera að gera vel í þessum málum. Þó sé líklegt að við þyrftum að gera betur og þyrftum að vera meðvitaðri um það hvernig við getum brugðist við álagi og streitu innan fyrirtækja þannig að góðum ráðum fræðimanna væri oftar fylgt eftir. „Okkur hefur síðustu árin þótt eðlilegt jafnvel aðdáunarvert að hafa brjálað að gera og erum að reyna að vinna okkur út úr því viðhorfi. Enn er einnig töluvert á reiki í hugum margra hvað átt er við með kulnun eða hvaðan hún sprettur,“ segir Líney. Að sögn Líneyjar er skiljanlegt að fólk átti sig ekki allt á því hvernig skilgreina skuli kulnun því hingað til hefur kulnun verið skilgreind fremur vítt. Það hefur leitt til þess að enn í dag er ekki alltaf einfalt að átta sig á hver á að taka á vandanum: Er það vinnustaðurinn eða heilbrigðisstarfsmaður? Þá segir Líney Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina ekki líta á kulnun sem sjúkdóm heldur ástand sem verður til við ákveðnar aðstæður á vinnustað. Þar er sérstaklega horft til kenninga Christinu Maslach, sem er einn helsti sérfræðingur á sviði kulnunar. „Hún bendir á að helstu áhrifaþættirnir séu skipulag verkefna og góð samsvörun milli starfs og starfsmanns. Hún talar um að almennt sé reynt að aðlaga starfsfólk að störfum en veltir fyrir sér hvort hægt sé að laga starfið að starfsmanninum. Starfsmaðurinn þurfi að finna að hann hafi sjálfræði, að hann tilheyri hópnum, fái endurgjöf á hæfni sína og viti hvert hann á að leita eftir aðstoð. Hann þarf að hafa sálfræðilegt öryggi, finnast hann mæta sanngirni og að framlag hans sé mikilvægt. Svo þarf hann líka að hafa ánægju af starfinu sínu,“ segir Líney. Stutt er síðan ofangreind skilgreining Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar lá fyrir og því segir Líney eðlilegt að vinnustaðir séu rétt að byrja að vinna eftir henni. Fleiri verkfæri verða þó til fljótlega sem gætu auðveldað bæði starfsfólki og stjórnendum að vinna að betri líðan. „Seinna á þessu ári geta fyrirtæki til að mynda innleitt hjá sér viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustaði, en þau munu líta dagsins ljós næsta haust,“ segir Líney. Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Heilsa Tengdar fréttir Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Fimm einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að taka alvarlega „Þó að rafræn samvera geti sannarlega gert okkur nánari, getur hún einnig orðið til þess að við finnum fyrir meiri einangrun. Þegar við verjum mörgum klukkustundum á viku á Teams-fjarfundum eða Zoom-fyrirlestrum getur það leitt til rafrænnar þreytu,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. 23. febrúar 2021 07:00 „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01 Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Á „Svala-stiginu“ er mikil orka ríkjandi, jafnvægi og gleði. Þegar fólk fer á „Volga-stigið“ er það hins vegar að byrja að finna fyrir álagi. Pirringur, núningar innan hópsins, minni gæði og fleiri atriði gætu þá verið að sýna sig. Í Atvinnulífinu á Vísi í dag og á morgun, er fjallað um það hvernig vinnustaðir geta unnið að forvörnum gegn kulnun starfsfólks. Hvar ert þú á stiganum? Líney segir að stjórnandi sem vill vera í góðu sambandi við starfsfólkið sitt, heyri í því reglulega hvort sem það er á vinnustað eða utan hans. Í spjalli við starfsmann geti stjórnandinn horft eftir streitueinkennum eins og þeim er lýst í Streitustiganum. „Hafi starfsmenn komið sér saman um að nota Streitustigann og sett reglur um notkun hans þá mætti líka spyrja einstaklinginn hvar honum finnist hann vera á stiganum,“ segir Líney. Eins og sjá má á Streitustiganum, er ákjósanlegasti staðurinn að vera á Svala-stigið. Líney segir þó að enginn þurfi að óttast það, þótt líðanin fari stundum niður um þrep. „Höfum samt í huga að það er alveg eðlilegt að færast á volga stigið tímabundið og oft kemur streitan sér vel við að leysa verkefni og ljúka þeim,“ segir Líney og bætir við: Það sem stjórnandinn þarf hins vegar að gæta að er að álagið verði ekki samfellt og langvarandi. Starfsmaðurinn þarf að fá tækifæri til þess að hlaða batteríin á milli tarna.“ En hvað ef yfirmaðurinn er „Logandi?“ Ef fólk mátar sína líðan við Streitustigann er auðvelt að átta sig á því að um leið og fólk er farið að upplifa sig á „Logandi-þrepinu,“ eru rauð ljós farin að blikka. Þá er fólk farið að upplifa stöðugt álag, finnur fyrir vangetu, forgangsröðun verkefna verður verri, hætta er á fleiri mistökum og ýmiss streitueinkenni gera vart við sig andlega og líkamlega. Líney segir að Streitustiginn sé líka verkfæri sem starfsfólk getur stungið upp á að vinnustaðurinn noti sem verkfæri. Með því að gera það, verður umræða um streitu og líðan fólks oft auðveldari. Gott fyrsta skref væri að halda fund og staðsetja vinnustaðinn með því að hver og einn innan teymisins myndi segja frá því hvar það telur sig vera statt á Streitustiganum. Í kjölfarið getur starfsfólk og stjórnendur unnið að leiðum til að vinna gegn álagi og streitu. En hvað ætti starfsfólk að gera, sem upplifir yfirmanninn kominn á Logandi-stig eða neðar? „Já þetta getur verið frekar viðkvæm staða og snúið að nálgast því mjög líklega hefur dregið úr trausti,“ segir Líney og bætir við: Sé nægilegt traust til staðar er hægt að ræða af varfærni við yfirmanninn um líðan hans og benda honum á þau streitueinkenni sem eru að sýna sig. Æskilegt er að starfsmaður sem hefur verið í góðum samskiptum við yfirmanninn taki að sér samtalið eða annar yfirmaður.“ Ef stjórnandi er á logandi stiginu, segir Líney viðkomandi að öllum líkindum þegar hafa dregið verulega úr almennum samskiptum við starfsmenn. Ein leiðin gæti því verið að starfsfólk reyndi að fá stjórnandann með í pásur eða taka þátt í sameiginlegu hreyfiátaki eða viðburðum. „Fleiri leiðir eru að sjálfsögðu mögulegar svo sem að stinga upp á að kalla til utanaðkomandi sérfræðing til að vinna með streitu á vinnustaðnum,“ segir Líney. Á vefsíðu VIRK má sjá ýmsar leiðbeiningar með Streitustiganum sem stjórnendur og starfsfólk geta fylgt, ef það koma upp aðstæður þar sem talin er þörf á viðbrögðum. Leiðbeiningarnar má sjá HÉR. Líney segir Streitustigann verkfæri sem getur auðveldað starfsfólki að ræða um streitu. Teymi geta til dæmis haldið fund þar sem hver og einn mátar sig á stiganum og hópurinn leitar síðan leiða til að sporna við streitu.Vísir/Vilhelm Hver er merking „það er brjálað að gera“? Líney segir mörg fyrirtæki án efa vera að gera vel í þessum málum. Þó sé líklegt að við þyrftum að gera betur og þyrftum að vera meðvitaðri um það hvernig við getum brugðist við álagi og streitu innan fyrirtækja þannig að góðum ráðum fræðimanna væri oftar fylgt eftir. „Okkur hefur síðustu árin þótt eðlilegt jafnvel aðdáunarvert að hafa brjálað að gera og erum að reyna að vinna okkur út úr því viðhorfi. Enn er einnig töluvert á reiki í hugum margra hvað átt er við með kulnun eða hvaðan hún sprettur,“ segir Líney. Að sögn Líneyjar er skiljanlegt að fólk átti sig ekki allt á því hvernig skilgreina skuli kulnun því hingað til hefur kulnun verið skilgreind fremur vítt. Það hefur leitt til þess að enn í dag er ekki alltaf einfalt að átta sig á hver á að taka á vandanum: Er það vinnustaðurinn eða heilbrigðisstarfsmaður? Þá segir Líney Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina ekki líta á kulnun sem sjúkdóm heldur ástand sem verður til við ákveðnar aðstæður á vinnustað. Þar er sérstaklega horft til kenninga Christinu Maslach, sem er einn helsti sérfræðingur á sviði kulnunar. „Hún bendir á að helstu áhrifaþættirnir séu skipulag verkefna og góð samsvörun milli starfs og starfsmanns. Hún talar um að almennt sé reynt að aðlaga starfsfólk að störfum en veltir fyrir sér hvort hægt sé að laga starfið að starfsmanninum. Starfsmaðurinn þurfi að finna að hann hafi sjálfræði, að hann tilheyri hópnum, fái endurgjöf á hæfni sína og viti hvert hann á að leita eftir aðstoð. Hann þarf að hafa sálfræðilegt öryggi, finnast hann mæta sanngirni og að framlag hans sé mikilvægt. Svo þarf hann líka að hafa ánægju af starfinu sínu,“ segir Líney. Stutt er síðan ofangreind skilgreining Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar lá fyrir og því segir Líney eðlilegt að vinnustaðir séu rétt að byrja að vinna eftir henni. Fleiri verkfæri verða þó til fljótlega sem gætu auðveldað bæði starfsfólki og stjórnendum að vinna að betri líðan. „Seinna á þessu ári geta fyrirtæki til að mynda innleitt hjá sér viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustaði, en þau munu líta dagsins ljós næsta haust,“ segir Líney.
Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Heilsa Tengdar fréttir Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Fimm einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að taka alvarlega „Þó að rafræn samvera geti sannarlega gert okkur nánari, getur hún einnig orðið til þess að við finnum fyrir meiri einangrun. Þegar við verjum mörgum klukkustundum á viku á Teams-fjarfundum eða Zoom-fyrirlestrum getur það leitt til rafrænnar þreytu,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. 23. febrúar 2021 07:00 „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01 Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01
Fimm einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að taka alvarlega „Þó að rafræn samvera geti sannarlega gert okkur nánari, getur hún einnig orðið til þess að við finnum fyrir meiri einangrun. Þegar við verjum mörgum klukkustundum á viku á Teams-fjarfundum eða Zoom-fyrirlestrum getur það leitt til rafrænnar þreytu,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. 23. febrúar 2021 07:00
„Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48
Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01
Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31