Gleymdir vegir Þröstur Friðfinnsson skrifar 17. mars 2021 07:01 Stjórnvöld eru að gera átak í samgöngumálum víða um land og ekki vanþörf á. Það er þakkarvert sem gert er, en þó eru enn til vegir sem ekki ná athygli þingmanna þó brýn þörf sé á úrbótum. Það er sorglegt ef alvarleg slys þurfa að verða til að horft sé til vegabóta þar sem þörfin má þó kallast augljós. Ég hef á undanförnum árum reynt við ýmis tækifæri að minna á einn gleymdan veg, sem er vegurinn um Fnjóskadal og Dalsmynni. Þessi vegur var byggður um miðja síðustu öld og má heita enn í upprunalegri mynd. Hann er mjór, krókóttur og mishæðóttur malarvegur, langt frá því að standast nokkur nútíma viðmið um umferðaröryggi. Samt tekst ekki að ná eyrum ráðamanna og engin áform eru um endurbyggingu vegarins á komandi árum, er hún þó ansi brýn orðin. Þingmenn bera því við að umferð um veginn sé ekki næg til að réttlæta endurbætur. Það eru eiginlega afleit rök, því í raun er það bara ástand vegarins sem hamlar því að umferð um hann margfaldist. Eftir að Vaðlaheiðargöng hafa tekið við megin straumi umferðar austur frá Akureyri, ætti þessi leið um Fnjóskadal og Dalsmynni að byggjast upp sem einstaklega falleg ferðamannaleið, jafnt að vetri sem sumri. Hún er hluti af Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way, og mun á komandi árum fá mjög vaxandi athygli og umferð vegna þess. Að sönnu er snjóflóðahætta í Dalsmynni einhverja daga flesta vetur, en þá er einfalt að loka leiðinni, enda þekkt hætta og vel fylgst með. Þessi leið hefur mun breiðari tilgang en Víkurskarð og ætti að taka við sem leið 2 á móti göngunum í framtíðinni. Það má kalla mikinn galla á okkar skipulagi í vegamálum, að eðlilega flokkun vega skortir. Vegir hafa almennt þríþætt hlutverk í okkar samfélagi; Þeir þjóna sem flutningaleiðir fyrir vörur, sem ferðamannaleiðir og loks sem tengileiðir fyrir íbúa viðkomandi svæðis eða milli landssvæða. Sumir vegir þjóna öllum þremur hlutverkum, sumir einu eða tveimur. Vegur um Fnjóskadal og Dalsmynni þjónar t.d. ekki þungaflutningum og þarf því ekki að byggjast upp til að bera þá. En hann er mikilvæg tengileið fyrir íbúa í Fnjóskadal. Þeir eiga ekki annan kost nú til að sinna sínum daglegu erindum en grýttan veg, með ryki eða drullu í kaupbæti eftir tíðafari. Einnig er þessi vegur ferðamannaleið en mikið fáfarnari en skyldi, vegna þess hve slæmur og beinlínis hættulegur vegurinn er. Með vegabótum mun verða umtalsverð og vaxandi umferð ferðamanna um þessa leið, bæði í rútum og á einkabílum. Ég skora á ráðamenn að koma veginum um Fnjóskadal og Dalsmynni strax inn á áætlun og byggja hann síðan markvisst upp á næstu árum svo hann megi sinna sínu hlutverki til framtíðar með þeim sóma sem ber. Fegurð Fnjóskadals og Dalsmynnis er óumdeild og ætti að vera ferðamönnum aðgengileg án þess að þeir þurfi að leggja sig í stórhættu til að njóta. Höfundur er sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Grýtubakkahreppur Samgöngur Vegagerð Þingeyjarsveit Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru að gera átak í samgöngumálum víða um land og ekki vanþörf á. Það er þakkarvert sem gert er, en þó eru enn til vegir sem ekki ná athygli þingmanna þó brýn þörf sé á úrbótum. Það er sorglegt ef alvarleg slys þurfa að verða til að horft sé til vegabóta þar sem þörfin má þó kallast augljós. Ég hef á undanförnum árum reynt við ýmis tækifæri að minna á einn gleymdan veg, sem er vegurinn um Fnjóskadal og Dalsmynni. Þessi vegur var byggður um miðja síðustu öld og má heita enn í upprunalegri mynd. Hann er mjór, krókóttur og mishæðóttur malarvegur, langt frá því að standast nokkur nútíma viðmið um umferðaröryggi. Samt tekst ekki að ná eyrum ráðamanna og engin áform eru um endurbyggingu vegarins á komandi árum, er hún þó ansi brýn orðin. Þingmenn bera því við að umferð um veginn sé ekki næg til að réttlæta endurbætur. Það eru eiginlega afleit rök, því í raun er það bara ástand vegarins sem hamlar því að umferð um hann margfaldist. Eftir að Vaðlaheiðargöng hafa tekið við megin straumi umferðar austur frá Akureyri, ætti þessi leið um Fnjóskadal og Dalsmynni að byggjast upp sem einstaklega falleg ferðamannaleið, jafnt að vetri sem sumri. Hún er hluti af Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way, og mun á komandi árum fá mjög vaxandi athygli og umferð vegna þess. Að sönnu er snjóflóðahætta í Dalsmynni einhverja daga flesta vetur, en þá er einfalt að loka leiðinni, enda þekkt hætta og vel fylgst með. Þessi leið hefur mun breiðari tilgang en Víkurskarð og ætti að taka við sem leið 2 á móti göngunum í framtíðinni. Það má kalla mikinn galla á okkar skipulagi í vegamálum, að eðlilega flokkun vega skortir. Vegir hafa almennt þríþætt hlutverk í okkar samfélagi; Þeir þjóna sem flutningaleiðir fyrir vörur, sem ferðamannaleiðir og loks sem tengileiðir fyrir íbúa viðkomandi svæðis eða milli landssvæða. Sumir vegir þjóna öllum þremur hlutverkum, sumir einu eða tveimur. Vegur um Fnjóskadal og Dalsmynni þjónar t.d. ekki þungaflutningum og þarf því ekki að byggjast upp til að bera þá. En hann er mikilvæg tengileið fyrir íbúa í Fnjóskadal. Þeir eiga ekki annan kost nú til að sinna sínum daglegu erindum en grýttan veg, með ryki eða drullu í kaupbæti eftir tíðafari. Einnig er þessi vegur ferðamannaleið en mikið fáfarnari en skyldi, vegna þess hve slæmur og beinlínis hættulegur vegurinn er. Með vegabótum mun verða umtalsverð og vaxandi umferð ferðamanna um þessa leið, bæði í rútum og á einkabílum. Ég skora á ráðamenn að koma veginum um Fnjóskadal og Dalsmynni strax inn á áætlun og byggja hann síðan markvisst upp á næstu árum svo hann megi sinna sínu hlutverki til framtíðar með þeim sóma sem ber. Fegurð Fnjóskadals og Dalsmynnis er óumdeild og ætti að vera ferðamönnum aðgengileg án þess að þeir þurfi að leggja sig í stórhættu til að njóta. Höfundur er sveitarstjóri.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun