Líklegast að skaðvaldurinn hafi verið rekaviðardrumbur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2021 14:25 Fimm farþegar voru hífðir um borð í TF-EIR í gærkvöldi. Landhelgisgæslan Betur fór en á horfðist þegar leki kom að farþegabátnum Bjarma á fimmta tímanum í gær. Tökulið breska ríkisútvarpsins BBC, sem var í bátnum, var híft um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í varúðarskyni í gærkvöldi. Eigandi bátsins segir engan bilbug á hópnum en hann fékk engu að síður áfallahjálp. Talið er að báturinn hafi keyrt á rekaviðardrumb. Um borð var tökulið breska ríkisútvarpsins sem var á leið norður í Hornvík þar sem til stóð að hópurinn myndi dvelja í hálfan mánuð í tökum. Rúnar Óli Karlsson er einn eigenda ísfirska fyrirtækisins Borea Adventures sem gerir út bátinn Bjarma en Rúnar var sjálfur um borð í bátnum. „Allt í einu fáum við á okkur þetta högg og þá spretta allir upp og líta hver á annan og spyrja hvað þetta gæti eiginlega hafa verið. Við drepum náttúrulega á vélinni því það var svo mikill víbringur. Við kíkjum niður í vélarrúm og þar er aðeins vatn að leka inn. Okkur finnst líklegasta skýringin að við hefðum lent á rekaviðardrumb. Við byrjum að dæla út og köllum í gæsluna og útskýrum stöðuna. Síðan voru tveir bátar þarna í nágrenninu.“ Sjö um borð í bátnum Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Rúnar kveðst þakklátur öllum sem lögðu hönd á plóg. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir þeim og viðbrögðunum frá björgunarfélaginu og bara öllum hérna. Það voru fjölmargir sem hjálpuðu okkur, bara eins og gerist í litlum samfélögum.“ Sjö voru um borð í bátnum. „Þetta er mikið harðkjarnalið þannig að það voru allir mjög rólegir.“ Skelfing hafi ekki gripið um sig á meðal farþega. Mikill titringur var frá vélinni áður en ákveðið var að drepa á henni. Síðar kom í ljós að eitt skrúfublaðanna hefði brotnað. „Við það kemur svo mikill víbringur á öxulinn að það skemmir sem sagt þéttinguna sem fer yfir öxulinn og þá lekur inn með öxlinum.“ Enginn bilbugur á hópnum Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í gærkvöldi og varð engum meint af. Rúnar segir að fólkið hafi ekki verið óttaslegið og að í dag sé enginn bilbugur á hópnum. „Nei í rauninni ekki. Það hefur verið regla í okkar fyrirtæki að ef eitthvað kemur upp – það getur verið vont veður eða að einhverjir verði hræddir – að þá köllum við alltaf til svona áfallahjálparteymi til að koma og spjalla. Við gerðum það í gær. Við áttum bara gott spjall á hótelinu. Allir eru bara mjög ánægðir þrátt fyrir þessa uppákomu.“ Rúnar Óli segir tökuliðið ætla að slaka á í dag en á morgun verði haldið af stað til Hornvíkur að nýju en á öðrum bát. Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54 Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Um borð var tökulið breska ríkisútvarpsins sem var á leið norður í Hornvík þar sem til stóð að hópurinn myndi dvelja í hálfan mánuð í tökum. Rúnar Óli Karlsson er einn eigenda ísfirska fyrirtækisins Borea Adventures sem gerir út bátinn Bjarma en Rúnar var sjálfur um borð í bátnum. „Allt í einu fáum við á okkur þetta högg og þá spretta allir upp og líta hver á annan og spyrja hvað þetta gæti eiginlega hafa verið. Við drepum náttúrulega á vélinni því það var svo mikill víbringur. Við kíkjum niður í vélarrúm og þar er aðeins vatn að leka inn. Okkur finnst líklegasta skýringin að við hefðum lent á rekaviðardrumb. Við byrjum að dæla út og köllum í gæsluna og útskýrum stöðuna. Síðan voru tveir bátar þarna í nágrenninu.“ Sjö um borð í bátnum Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Rúnar kveðst þakklátur öllum sem lögðu hönd á plóg. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir þeim og viðbrögðunum frá björgunarfélaginu og bara öllum hérna. Það voru fjölmargir sem hjálpuðu okkur, bara eins og gerist í litlum samfélögum.“ Sjö voru um borð í bátnum. „Þetta er mikið harðkjarnalið þannig að það voru allir mjög rólegir.“ Skelfing hafi ekki gripið um sig á meðal farþega. Mikill titringur var frá vélinni áður en ákveðið var að drepa á henni. Síðar kom í ljós að eitt skrúfublaðanna hefði brotnað. „Við það kemur svo mikill víbringur á öxulinn að það skemmir sem sagt þéttinguna sem fer yfir öxulinn og þá lekur inn með öxlinum.“ Enginn bilbugur á hópnum Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í gærkvöldi og varð engum meint af. Rúnar segir að fólkið hafi ekki verið óttaslegið og að í dag sé enginn bilbugur á hópnum. „Nei í rauninni ekki. Það hefur verið regla í okkar fyrirtæki að ef eitthvað kemur upp – það getur verið vont veður eða að einhverjir verði hræddir – að þá köllum við alltaf til svona áfallahjálparteymi til að koma og spjalla. Við gerðum það í gær. Við áttum bara gott spjall á hótelinu. Allir eru bara mjög ánægðir þrátt fyrir þessa uppákomu.“ Rúnar Óli segir tökuliðið ætla að slaka á í dag en á morgun verði haldið af stað til Hornvíkur að nýju en á öðrum bát.
Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54 Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54
Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04