Almannavarnir sendu óvart SMS-skilaboð til íbúa á höfuðborgarsvæðinu Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 17:58 Fólk er áfram varað við því að vera nálægt Keili. Vísir/Vilhelm SMS-skilaboð frá almannavörnum sem voru ætluð vegfarendum í námunda við Keili og Fagradalsfjall dreifðust um of stórt svæði og voru meðal annars send í símtæki í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Í skilaboðunum var ítrekað að enn væri varhugavert að vera nálægt Keili og Fagradalsfjalli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum sem biðla til vegfarenda að taka tillit til aðstæðna á svæðinu. Gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika heldur áfram að flæða inn í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls og er mesta skjálftavirknin á Reykjanesskaga áfram bundin við Fagradalsfjall. RÚV greinir frá því að íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hafi fengið SMS um að þeir væru á lokuðu svæði og um leið vísað á upplýsingasíðu um jarðhræringar á Reykjanesskaga. Líklegasta gossvæðið færst nær Fagradalsfjalli Fram kom á fundi vísindaráðs almannavarna í gær að nýjustu gögn bendi til að líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hafi færst eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Alls hafa tíu jarðskjálftar um og yfir þrír að stærð mælst á Reykjanesskaga síðustu tvo sólarhringa, flestir þeirra í námunda við Fagradalsfjall. Stórum skjálftum hefur fækkað nokkuð og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil og skjálftarnir mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum, sagði í samtali við fréttastofu í gær að gögn bendi til að kvikugangurinn væri um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Þá er talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. 17. mars 2021 06:30 Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. 16. mars 2021 18:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum sem biðla til vegfarenda að taka tillit til aðstæðna á svæðinu. Gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika heldur áfram að flæða inn í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls og er mesta skjálftavirknin á Reykjanesskaga áfram bundin við Fagradalsfjall. RÚV greinir frá því að íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hafi fengið SMS um að þeir væru á lokuðu svæði og um leið vísað á upplýsingasíðu um jarðhræringar á Reykjanesskaga. Líklegasta gossvæðið færst nær Fagradalsfjalli Fram kom á fundi vísindaráðs almannavarna í gær að nýjustu gögn bendi til að líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hafi færst eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Alls hafa tíu jarðskjálftar um og yfir þrír að stærð mælst á Reykjanesskaga síðustu tvo sólarhringa, flestir þeirra í námunda við Fagradalsfjall. Stórum skjálftum hefur fækkað nokkuð og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil og skjálftarnir mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum, sagði í samtali við fréttastofu í gær að gögn bendi til að kvikugangurinn væri um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Þá er talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. 17. mars 2021 06:30 Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. 16. mars 2021 18:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
„Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. 17. mars 2021 06:30
Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. 16. mars 2021 18:16