Óþolandi staða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. mars 2021 13:50 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/Vilhelm Efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs sem þarf að hafa burði til þess að bera saman afurðaverð á erlendum mörkuðum og afurðaverð hér á landi. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorgerður vísaði til orða Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, sem sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að sjómenn fullyrði að norsk skip sem lönduðu loðnu hér á landi hafi fengið um tvöfalt hærra verð fyrir aflann en hin íslensku. Valmundur sagði að þetta þyrfti að skoða til þess að skera megi úr um hvort íslenskar áhafnir hafi verið hlunnfarnar. Hann ætli að biðja Verðlagsstofu skiptaverð um að kalla eftir upplýsingum frá útvegsfyrirtækjum. Þorgerður sagði lítið traust og lítið gagnsæi ríkja í málinu og spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, til hvaða ráða hann ætlaði að grípa til þess að skýra myndina og svara sjómönnum. Frá loðnuverðtíðinni í ár.vísir/Sigurjón Kristján Þór benti á að verðlagningin væri ekki á forræði stjórnvalda heldur fyrst og fremst á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna sjálfra. „Að allra mati er þetta slæm staða. Þetta leiðir af sér tortryggni, skapar vantraust á milli aðila og er engum til góða og ég hef kallað eftir því frá báðum aðilum þessa máls, eða þessarar deilu, að það þurfi að útskýra þennan mismun, leggja fram gögn og reyna að eyða þeirri tortryggni sem uppi er í þessu. Málið er því að staðan er algerlega óþolandi,“ sagði Kristján og bætti við að hann hefði farið fram á að framkvæmdur yrði samanburður á kjörum og launakerfum sjómanna í hinum norrænu ríkjunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Verkefnið hafi tafist vegna faraldursins en ætti þó að ljúka á þessu ári. Við þá greiningu verði vonandi hægt að styðjast til þess að takast á við málið. Þorgerður benti á að í sjómannaverkfallinu árið 2017 hafi verið samþykkt að efla Verðlagsstofu skiptaverðs. Það virðist ekki duga til þar sem útgerðarfyrirtækin virðist sjálf geta ákveðið uppgefin einingarverð. „Og þá er hægt að spyrja: Hvert fer mismunurinn?“ spurði Þorgerður. Hún sagði útgerðirnar þurfa að svara kalli tímans „um gagnsæi og traust.“ Málið verði ekki leyst án pólitísks vilja. „Ég held að það sé ekki viðunandi að mínu mati að útgerðin sé alltaf með þetta ægivald gagnvart sjómönnum og það verður að leiðrétta þetta, og metnaðurinn og hagsmunirnir þeir eru til staðar, og við verðum að ýta á þetta verði leiðrétt sem allra fyrst,“ sagði Þorgerður Katrín. Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þorgerður vísaði til orða Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, sem sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að sjómenn fullyrði að norsk skip sem lönduðu loðnu hér á landi hafi fengið um tvöfalt hærra verð fyrir aflann en hin íslensku. Valmundur sagði að þetta þyrfti að skoða til þess að skera megi úr um hvort íslenskar áhafnir hafi verið hlunnfarnar. Hann ætli að biðja Verðlagsstofu skiptaverð um að kalla eftir upplýsingum frá útvegsfyrirtækjum. Þorgerður sagði lítið traust og lítið gagnsæi ríkja í málinu og spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, til hvaða ráða hann ætlaði að grípa til þess að skýra myndina og svara sjómönnum. Frá loðnuverðtíðinni í ár.vísir/Sigurjón Kristján Þór benti á að verðlagningin væri ekki á forræði stjórnvalda heldur fyrst og fremst á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna sjálfra. „Að allra mati er þetta slæm staða. Þetta leiðir af sér tortryggni, skapar vantraust á milli aðila og er engum til góða og ég hef kallað eftir því frá báðum aðilum þessa máls, eða þessarar deilu, að það þurfi að útskýra þennan mismun, leggja fram gögn og reyna að eyða þeirri tortryggni sem uppi er í þessu. Málið er því að staðan er algerlega óþolandi,“ sagði Kristján og bætti við að hann hefði farið fram á að framkvæmdur yrði samanburður á kjörum og launakerfum sjómanna í hinum norrænu ríkjunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Verkefnið hafi tafist vegna faraldursins en ætti þó að ljúka á þessu ári. Við þá greiningu verði vonandi hægt að styðjast til þess að takast á við málið. Þorgerður benti á að í sjómannaverkfallinu árið 2017 hafi verið samþykkt að efla Verðlagsstofu skiptaverðs. Það virðist ekki duga til þar sem útgerðarfyrirtækin virðist sjálf geta ákveðið uppgefin einingarverð. „Og þá er hægt að spyrja: Hvert fer mismunurinn?“ spurði Þorgerður. Hún sagði útgerðirnar þurfa að svara kalli tímans „um gagnsæi og traust.“ Málið verði ekki leyst án pólitísks vilja. „Ég held að það sé ekki viðunandi að mínu mati að útgerðin sé alltaf með þetta ægivald gagnvart sjómönnum og það verður að leiðrétta þetta, og metnaðurinn og hagsmunirnir þeir eru til staðar, og við verðum að ýta á þetta verði leiðrétt sem allra fyrst,“ sagði Þorgerður Katrín.
Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira