Borgarlínan – Bein leið Jón Ingi Hákonarson og Sar Dögg Svanhildardóttir skrifa 19. mars 2021 08:00 Borgarlínan er eitt viðamesta verkefnið sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið að í sameiningu. Frumdrög fyrsta kafla hafa nú litið dagsins ljós og því mikilvægt að sveitarfélögin styðji vel við verkefnið og og bregðist hratt við breytttum aðstæðum hverju sinni. Nú er ljóst að ýmsar framkvæmdir eru á eftir áætlum og þá myndast rými til að horfa til annarra liða sáttmálans og ýta framar í tímalínunni. Bæjarfulltrúar Viðreisnar í Garðabæ og Hafnarfirði lögðu fram í vikunni tillögu í bæjarstjórnum bæjarfélagnna þar sem kallað er eftir því að vinnu að frumdrögum að leið D, sem markar leiðina frá Kópavogi með viðkomu í Garðabæ og til Hafnarfjarðar, verði flýtt. Frumdrög er fyrsta skrefið að gerð áfangans og því er ekkert því til fyrirstöðu að hefja þá vinnu eins fljótt og auðið er. Af hverju er mikilvægt að flýta þessari vinnu nú þegar rými hefur skapast til þess? Það er mikilvægt vegna þess að liggja þarf fyrir ákvörðun um það hvernig áfanginn frá Hamraborg til Hafnarfjarðar eigi að líta út þannig að hönnum stoppistöðvar Hamraborgarinnar geti farið af stað. Á Hamraborgarstöðin að vera á tveimur hæðum eða eiga vagnarnir að hittast á brúnni eins og í dag? Það skiptir líka miklu máli að hraða uppbyggingu í Hafnarfirði þar sem nú lítur út fyrir að Tækniskólinn muni flytja alla sína starfsemi í hjarta Hafnarfjarðar. Það er ljóst að uppbygging Borgarlínunnar í Hafnarfirði verður að færast framar í röðina vegna þessara breyttu forsendna. Í Garðabæ skiptir máli að framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi styðji við íðbúðauppbyggingu sveitarfélagsins með tilliti til þéttingar byggðar. Því að meðan ekkert bólar á stokknum tefst upbbygging þéttingu byggðar við það svæði. Það er á ábyrgð okkar bæjarfulltrúa að vera vakandi yfir breyttum forsendum. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Hafnarfirði og Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sara Dögg Svanhildardóttir Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarlínan er eitt viðamesta verkefnið sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið að í sameiningu. Frumdrög fyrsta kafla hafa nú litið dagsins ljós og því mikilvægt að sveitarfélögin styðji vel við verkefnið og og bregðist hratt við breytttum aðstæðum hverju sinni. Nú er ljóst að ýmsar framkvæmdir eru á eftir áætlum og þá myndast rými til að horfa til annarra liða sáttmálans og ýta framar í tímalínunni. Bæjarfulltrúar Viðreisnar í Garðabæ og Hafnarfirði lögðu fram í vikunni tillögu í bæjarstjórnum bæjarfélagnna þar sem kallað er eftir því að vinnu að frumdrögum að leið D, sem markar leiðina frá Kópavogi með viðkomu í Garðabæ og til Hafnarfjarðar, verði flýtt. Frumdrög er fyrsta skrefið að gerð áfangans og því er ekkert því til fyrirstöðu að hefja þá vinnu eins fljótt og auðið er. Af hverju er mikilvægt að flýta þessari vinnu nú þegar rými hefur skapast til þess? Það er mikilvægt vegna þess að liggja þarf fyrir ákvörðun um það hvernig áfanginn frá Hamraborg til Hafnarfjarðar eigi að líta út þannig að hönnum stoppistöðvar Hamraborgarinnar geti farið af stað. Á Hamraborgarstöðin að vera á tveimur hæðum eða eiga vagnarnir að hittast á brúnni eins og í dag? Það skiptir líka miklu máli að hraða uppbyggingu í Hafnarfirði þar sem nú lítur út fyrir að Tækniskólinn muni flytja alla sína starfsemi í hjarta Hafnarfjarðar. Það er ljóst að uppbygging Borgarlínunnar í Hafnarfirði verður að færast framar í röðina vegna þessara breyttu forsendna. Í Garðabæ skiptir máli að framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi styðji við íðbúðauppbyggingu sveitarfélagsins með tilliti til þéttingar byggðar. Því að meðan ekkert bólar á stokknum tefst upbbygging þéttingu byggðar við það svæði. Það er á ábyrgð okkar bæjarfulltrúa að vera vakandi yfir breyttum forsendum. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Hafnarfirði og Garðabæ.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar