Lárus: Við þurftum bara að hætta að hika Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2021 20:45 Lárus Jónsson var virkilega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. vísir/bára Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var virkilega ánægður með sína menn í kvöld, en þeir unnu góðan 92-83 sigur gegn Stjörnunni í Dominos deild karla. „Mér fannst Stjarnan byrja þenna leik miklu ákveðnari og þeir náðu að stoppa hraðann hjá okkur,“ sagði Lárus eftir leikinn í kvöld. „Stjarnan spilaði frábæra vörn á okkur í fyrri hálfleik og við vorum að finna fáar opnanir. Mér fannst við líka hikandi eins og þetta væri einhver leikur upp á líf og dauða. Menn voru ekki að taka opin skot og voru að senda boltann einu sinni of oft.“ Seinni hálfleikur var þó mun betri hjá Þórsusurum, en Lárus gerði þá nokkrar breytingar á skipulagi liðsins. „Í seinni hálfleik ákváðum við aðeins að breyta. Ég setti Dóra inn og hann og Raggi komu með góða orku og menn hættu að hika. Emil kom líka inn og það kom mikill hraði með honum og við náðum að spila okkar leik í seinni hálfleik. Svo vorum við líka frábærir í vörn og höldum þeim í 83 stigum.“ Lárus sagði að hann hefði ekki sagt nein töfraorð til að kveikja í sínum mönnum í hálfleik. „Það vantaði bara alla greddu í þetta hjá okkur. Við þurftum bara að hætta að hika. Við vinnum enga körfuboltaleiki með hiki og að þora ekki að taka skotin okkar. Við erum með frábæra skotmenn og þeir verða að taka skotið ef þeir sjá opnun. Ef þeir gera það ekki þá verður þetta bara ofboðslega flókið.“ Þórsarar settu niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru í seinni hálfleik, og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Ætli það hafi ekki bara verið stemningin sem stýrði þessu ofan í. Svo er auðvitað alltaf betra að fá þrjú stig heldur en tvö,“ sagði Lárus. „Ég held samt frekar að það hafi verið vörnin sem stýrði því að við vorum að fá opnanir því vörnin hjá okkur var frábær.“ Þórsarar lyftu sér upp fyrir Stjörnuna í annað sæti Dominos deildinni með sigrinum, en eru þó jafnir á stigum. „Þetta segir okkur bara að við getum unnið Stjörnuna án Lindqvist. Þeir eiga náttúrulega eftir að fá hann til baka. Við höfum ekki enn mætt þeim með fullt lið. Þó að við séum búnir að vinna þá tvisvar í vetur þá vantaði líka kanann og Lindqvist í seinasta leik.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Mér fannst Stjarnan byrja þenna leik miklu ákveðnari og þeir náðu að stoppa hraðann hjá okkur,“ sagði Lárus eftir leikinn í kvöld. „Stjarnan spilaði frábæra vörn á okkur í fyrri hálfleik og við vorum að finna fáar opnanir. Mér fannst við líka hikandi eins og þetta væri einhver leikur upp á líf og dauða. Menn voru ekki að taka opin skot og voru að senda boltann einu sinni of oft.“ Seinni hálfleikur var þó mun betri hjá Þórsusurum, en Lárus gerði þá nokkrar breytingar á skipulagi liðsins. „Í seinni hálfleik ákváðum við aðeins að breyta. Ég setti Dóra inn og hann og Raggi komu með góða orku og menn hættu að hika. Emil kom líka inn og það kom mikill hraði með honum og við náðum að spila okkar leik í seinni hálfleik. Svo vorum við líka frábærir í vörn og höldum þeim í 83 stigum.“ Lárus sagði að hann hefði ekki sagt nein töfraorð til að kveikja í sínum mönnum í hálfleik. „Það vantaði bara alla greddu í þetta hjá okkur. Við þurftum bara að hætta að hika. Við vinnum enga körfuboltaleiki með hiki og að þora ekki að taka skotin okkar. Við erum með frábæra skotmenn og þeir verða að taka skotið ef þeir sjá opnun. Ef þeir gera það ekki þá verður þetta bara ofboðslega flókið.“ Þórsarar settu niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru í seinni hálfleik, og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Ætli það hafi ekki bara verið stemningin sem stýrði þessu ofan í. Svo er auðvitað alltaf betra að fá þrjú stig heldur en tvö,“ sagði Lárus. „Ég held samt frekar að það hafi verið vörnin sem stýrði því að við vorum að fá opnanir því vörnin hjá okkur var frábær.“ Þórsarar lyftu sér upp fyrir Stjörnuna í annað sæti Dominos deildinni með sigrinum, en eru þó jafnir á stigum. „Þetta segir okkur bara að við getum unnið Stjörnuna án Lindqvist. Þeir eiga náttúrulega eftir að fá hann til baka. Við höfum ekki enn mætt þeim með fullt lið. Þó að við séum búnir að vinna þá tvisvar í vetur þá vantaði líka kanann og Lindqvist í seinasta leik.“
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira