Umfjöllun: Tindastóll - Höttur 90-82 | Stólarnir á lífi Anton Ingi Leifsson skrifar 21. mars 2021 20:58 Vísir/Hulda Margrét Tindastóll vann lífs nauðsynlegan sigur á Hetti, 90-82, er liðin mættust í Síkinu í kvöld. Sigurinn var mikilvægur í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Fjögur stig skildu liðin að fyrir leik kvöldsins. Tindastóll var með tólf stig í níunda sætinu en Hattarmenn voru tveimur sætum neðar með átta stig. Þeir gátu því sett Stólana undir pressu með sigri. Það var meiri vilji, ákefð og barátta í gestunum í upphafi leiksins í kvöld. Tindastóll komst í 17-11 en eljann skilaði Hattarmönnum ellefu stigum í röð og þeir leiddu 22-21 eftir fyrsta leikhlutann. Þeir leiddu svo áfram inn í annan leikhlutann en heimamenn sýndu þó að þeim stæði ekki á sama og sýndu góða takta. Staðan var svo 45-44, Hetti í vil, er liðin gengu til búningsherbergja. Tindastóll byrjaði síðari hálfleikinn vel. Þeir komust yfir strax í upphaf síðari hálfleiks og það var forysta sem þeir létu ekki af hendi út leikinn. Þeir náðu mest níu stiga forystu í þriðja leikhlutanum og ellefu stiga mun í fjórða leikhlutanum. Þeir stóðu af sér áhlaup Hattar og settu tvö ansi mikilvæg stig í bakpokann. Lokatölur 90-82. Tindastóll er því með fjórtán stig, eins og ÍR, en lakari innbyrðisviðureign. Þeir eru því áfram í níunda sætinu en Höttur er í ellefta sætinu með átta stig, tveimur stigum frá Njarðvík. Baldur og lærisveinar gátu leyft sér að brosa í kvöld.vísir/daníel Af hverju vann Tindastóll? Þegar þú leiðir allan síðari hálfleikinn áttu skilið að vinna. Þrátt fyrir að hafa tapað fleiri boltum þá riðu erlendu leikmenn Stólanna baggamuninn í leiknum, allir með framlag upp á nítján eða meira. Kraftur og vinnusemi í Stólunum sem skilaði ansi, ansi mikilvægum sigri. Hverjir stóðu upp úr? Nikolas Tomsick [25 stig og þrettán fráköst], Jaka Brodnik [sextán stig og fjórtán fráköst], Flenard Whitfield [þrettán stig og tólf fráköst] og Antanas Udras [átján stig og átta fráköst] voru lyklarnir og rúmlega það í liði Stólanna. Michael A. Mallory Ll gerði 23 stig fyrir gestina og gaf sjö stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson gerði fjórtán stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með þrettán stig og sjö fráköst. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir áhlaup sín í þriðja og fjórða leikhlutanum náðu gestirnir aldrei að jafna metin eða komast yfir og því héldu Stólarnir forystunni og sjálfstraustinu sem skilaði þeim að endingu stigunum tveimur. Hvað gerist næst? Tindastóll spilar næst tvo útileiki gegn Þórsliðunum; fyrst gegn Þór Akureyri á fimmtudag og svo gegn Þór Þorlákshöfn á sunnudag. Höttur spilar við Val á heimavelli á fimmtudag og svo gegn Njarðvík, á útivelli, á mánudag. Dominos-deild karla Tindastóll Höttur
Tindastóll vann lífs nauðsynlegan sigur á Hetti, 90-82, er liðin mættust í Síkinu í kvöld. Sigurinn var mikilvægur í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Fjögur stig skildu liðin að fyrir leik kvöldsins. Tindastóll var með tólf stig í níunda sætinu en Hattarmenn voru tveimur sætum neðar með átta stig. Þeir gátu því sett Stólana undir pressu með sigri. Það var meiri vilji, ákefð og barátta í gestunum í upphafi leiksins í kvöld. Tindastóll komst í 17-11 en eljann skilaði Hattarmönnum ellefu stigum í röð og þeir leiddu 22-21 eftir fyrsta leikhlutann. Þeir leiddu svo áfram inn í annan leikhlutann en heimamenn sýndu þó að þeim stæði ekki á sama og sýndu góða takta. Staðan var svo 45-44, Hetti í vil, er liðin gengu til búningsherbergja. Tindastóll byrjaði síðari hálfleikinn vel. Þeir komust yfir strax í upphaf síðari hálfleiks og það var forysta sem þeir létu ekki af hendi út leikinn. Þeir náðu mest níu stiga forystu í þriðja leikhlutanum og ellefu stiga mun í fjórða leikhlutanum. Þeir stóðu af sér áhlaup Hattar og settu tvö ansi mikilvæg stig í bakpokann. Lokatölur 90-82. Tindastóll er því með fjórtán stig, eins og ÍR, en lakari innbyrðisviðureign. Þeir eru því áfram í níunda sætinu en Höttur er í ellefta sætinu með átta stig, tveimur stigum frá Njarðvík. Baldur og lærisveinar gátu leyft sér að brosa í kvöld.vísir/daníel Af hverju vann Tindastóll? Þegar þú leiðir allan síðari hálfleikinn áttu skilið að vinna. Þrátt fyrir að hafa tapað fleiri boltum þá riðu erlendu leikmenn Stólanna baggamuninn í leiknum, allir með framlag upp á nítján eða meira. Kraftur og vinnusemi í Stólunum sem skilaði ansi, ansi mikilvægum sigri. Hverjir stóðu upp úr? Nikolas Tomsick [25 stig og þrettán fráköst], Jaka Brodnik [sextán stig og fjórtán fráköst], Flenard Whitfield [þrettán stig og tólf fráköst] og Antanas Udras [átján stig og átta fráköst] voru lyklarnir og rúmlega það í liði Stólanna. Michael A. Mallory Ll gerði 23 stig fyrir gestina og gaf sjö stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson gerði fjórtán stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með þrettán stig og sjö fráköst. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir áhlaup sín í þriðja og fjórða leikhlutanum náðu gestirnir aldrei að jafna metin eða komast yfir og því héldu Stólarnir forystunni og sjálfstraustinu sem skilaði þeim að endingu stigunum tveimur. Hvað gerist næst? Tindastóll spilar næst tvo útileiki gegn Þórsliðunum; fyrst gegn Þór Akureyri á fimmtudag og svo gegn Þór Þorlákshöfn á sunnudag. Höttur spilar við Val á heimavelli á fimmtudag og svo gegn Njarðvík, á útivelli, á mánudag.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti