Hissa á uppsögn Basta og ræddu um vinaklíkuna í Safamýrinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 22:30 Sebastian Alexandersson heldur ekki áfram með Fram. vísir/hulda margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru hissa á þeirri ákvörðun Fram að segja þjálfaranum Sebastian Alexanderssyni upp störfum. Hann stýrir Fram út tímabilið en Einar Jónsson tekur svo við liðinu. Uppsögn Sebastians var til umræðu hjá þeim Jóhanni Gunnari Einarssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var mjög hissa,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir eru að fá týnda soninn heim en maður er alltaf hissa þegar þjálfarar eru látnir fara þegar maður sér ekki af hverju. Þeir eru ekkert mjög ofarlega og eru ekki með mannskap í það eins og er en eru miklu betri en þeir hafa verið síðustu tvö til þrjú ár.“ Ásgeir Örn tók í sama streng og Jóhann Gunnar. Hann sagði Sebastian hafa gert góða hluti í Safamýrinni. „Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Mér fannst holningin á Frömmurum fín og fannst þeir líta betur út en oft áður. Ef þú dæmir þetta bara út frá leikjunum er þetta illskiljanlegt. En við vitum ekkert hvað er að gerast bak við tjöldin og á æfingum. Það er það eina sem manni dettur í hug, að það sé einhver ólga,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson spurði gamla Frammarann Jóhann Gunnar út í meinta ólgu í Safamýrinni. Hann sagðist ekki telja að Sebastian væri búinn að missa klefann en Einar hafi sterk tengsl við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Þetta er ekki það held ég. Maður hefur heyrt að þetta sé þessi vinaklíka. Þetta er samheldinn hópur í stjórninni, fyrrverandi leikmenn sem þekkja Einar Jónsson mjög vel. Og eins Basti sagði í viðtali og var mjög opinskár með, fengu þeir fyrsta kostinn sinn ári seinna. Eins og pælingin hafi alltaf verið að fá Einar Jónsson,“ sagði Jóhann Gunnar sem tók þó fram að hann væri hrifinn af Einari sem þjálfara enda urðu þeir Íslandsmeistarar saman með Fram 2013. Hann sé því í hálfgerðri klemmu. „Basti er líka minn maður. Ég vann lengi með honum. Ég er beggja megin og finnst þetta ömurlegt. Ég get ekki ákveðið mig. Þetta er samt svo skrítið því það var ekkert sem benti til þess að Basti væri að gera eitthvað slæmt eða rangt.“ Í Lokaskotinu ræddu þeir Jóhann Gunnar og Ásgeir Örn einnig um möguleika Þórs á að halda sér í Olís-deildinni. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Uppsögn Sebastians var til umræðu hjá þeim Jóhanni Gunnari Einarssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var mjög hissa,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir eru að fá týnda soninn heim en maður er alltaf hissa þegar þjálfarar eru látnir fara þegar maður sér ekki af hverju. Þeir eru ekkert mjög ofarlega og eru ekki með mannskap í það eins og er en eru miklu betri en þeir hafa verið síðustu tvö til þrjú ár.“ Ásgeir Örn tók í sama streng og Jóhann Gunnar. Hann sagði Sebastian hafa gert góða hluti í Safamýrinni. „Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Mér fannst holningin á Frömmurum fín og fannst þeir líta betur út en oft áður. Ef þú dæmir þetta bara út frá leikjunum er þetta illskiljanlegt. En við vitum ekkert hvað er að gerast bak við tjöldin og á æfingum. Það er það eina sem manni dettur í hug, að það sé einhver ólga,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson spurði gamla Frammarann Jóhann Gunnar út í meinta ólgu í Safamýrinni. Hann sagðist ekki telja að Sebastian væri búinn að missa klefann en Einar hafi sterk tengsl við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Þetta er ekki það held ég. Maður hefur heyrt að þetta sé þessi vinaklíka. Þetta er samheldinn hópur í stjórninni, fyrrverandi leikmenn sem þekkja Einar Jónsson mjög vel. Og eins Basti sagði í viðtali og var mjög opinskár með, fengu þeir fyrsta kostinn sinn ári seinna. Eins og pælingin hafi alltaf verið að fá Einar Jónsson,“ sagði Jóhann Gunnar sem tók þó fram að hann væri hrifinn af Einari sem þjálfara enda urðu þeir Íslandsmeistarar saman með Fram 2013. Hann sé því í hálfgerðri klemmu. „Basti er líka minn maður. Ég vann lengi með honum. Ég er beggja megin og finnst þetta ömurlegt. Ég get ekki ákveðið mig. Þetta er samt svo skrítið því það var ekkert sem benti til þess að Basti væri að gera eitthvað slæmt eða rangt.“ Í Lokaskotinu ræddu þeir Jóhann Gunnar og Ásgeir Örn einnig um möguleika Þórs á að halda sér í Olís-deildinni. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira