
Það má vel sjá aðalgíginn eins og stromp en einnig minni gíga sem ekki virðast síður fagrir. Þá er flogið lágt yfir hraunbreiðuna frá gígunum. Þar má sjá hraunárnar flæða yfir dalverpið og móta nýtt landslag.
Hér má sjá myndskeiðið.
Ný fögur gígaröð virðist ætla að verða til með eldgosinu í Geldingadölum við Fagradalsfjall. Sjón er sögu ríkari á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var í þyrluflugi fréttamanna Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um tíuleytið í morgun.
Það má vel sjá aðalgíginn eins og stromp en einnig minni gíga sem ekki virðast síður fagrir. Þá er flogið lágt yfir hraunbreiðuna frá gígunum. Þar má sjá hraunárnar flæða yfir dalverpið og móta nýtt landslag.
Hér má sjá myndskeiðið.
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt.
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er í þyrlu yfir eldgosinu í Geldingadal.