Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Hólmfríður Gísladóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 20. mars 2021 21:39 Ragnar Axelsson náði þessari stórkostlegu mynd af hrauninu flæða fram. Vísir/RAX Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. „Þetta er búið að vera mjög mikið í dag og bætti frekar í þegar leið á daginn,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem var á svæðinu seinni part dags og aftur um kvöldmatarleytið. Gunnar segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikil umferð var að svæðinu við lokun Grindavíkurvegs. Hann segist hins vegar telja að margir sem leggja af stað fótgangandi snúi á endanum við, enda langt að fara og erfitt yfirferðar. „Það hafa verið þarna björgunarsveitarmenn í allan dag, einn til tveir bílar, og talað við alla sem fara þarna um,“ segir Gunnar. „Fólk er tekið tali og þulið yfir það sem er búið að segja í fjölmiðlum aftur og aftur,“ bætir hann við en það virðist ekki alltaf skila sér. Varðandi skilaboðin í fjölmiðlum vísar hann meðal annars til tilmæla Vísindaráðs, sem bað fólk um að fara ekki nálgæt gosinu og halda sig frekar á hæðum umhverfis dalinn. Mikil hætta getur skapast ef hraunið hleypur skyndilega fram, ef gos kemur upp í nágrenninu og þegar gas safnast fyrir í dældum, svo dæmi séu nefnd. Þessi hætta eykst að sjálfsögðu í niðamyrkri. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að sýna almenna skynsemi og fara ekki í námunda við gíginn sem gýs úr og halda...Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Saturday, March 20, 2021 Fólk streymir að úr öllum áttum Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að björgunarsveitir muni standa vaktina á svæðinu til klukkan átta í fyrramálið. Aðspurður segir hann að vissulega sé komin nokkur þreyta í mannskapinn en Þorbjörn nýtur aðstoðar björgunarsveita frá höfuðborgarsvæðinu og af Suðurlandi einnig sem munu standa vaktina á svæðinu í nótt. „Við erum með nokkra hópa, þeir verða til átta í fyrramálið og svo hættum við störfum,“ segir Bogi í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að segja til um það hversu margt fólk hafi farið um svæðið í dag og í kvöld enda streymi fólk að „úr öllum áttum,“ eins og Bogi orðar það. „Það er búið að opna þetta alveg fyrir göngum.“ Um tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn í senn hafa staðið vaktina á svæðinu í dag og munu gera áfram í nótt. „En klukkan átta í fyrramálið þá drögum við alveg úr viðbragði,“ segir Bogi. „Lögreglan ákvað að loka vettvangsstjórn í fyrramálið, ekki vera með hann opinn, við erum ekki að gera þetta að okkar eigin frumkvæði,“ segir Bogi. Liðsmenn björgunarsveitarinnar hafi verið allir að vilja gerðir og reiðubúnir að standa vaktina á meðan á þurftir að halda. „Við verðum kannski eitthvað á ferðinni á morgun en það verður ekkert fast viðbragð,“ segir Bogi, en þeir sem hyggjast halda inn á svæðið geri það á eigin ábyrgð. Hann brýnir fyrir öllum sem hyggjast berja gosið augum að fara varlega, vera vel búnir og kynna sér vel þær hættur sem blasa við. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
„Þetta er búið að vera mjög mikið í dag og bætti frekar í þegar leið á daginn,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem var á svæðinu seinni part dags og aftur um kvöldmatarleytið. Gunnar segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikil umferð var að svæðinu við lokun Grindavíkurvegs. Hann segist hins vegar telja að margir sem leggja af stað fótgangandi snúi á endanum við, enda langt að fara og erfitt yfirferðar. „Það hafa verið þarna björgunarsveitarmenn í allan dag, einn til tveir bílar, og talað við alla sem fara þarna um,“ segir Gunnar. „Fólk er tekið tali og þulið yfir það sem er búið að segja í fjölmiðlum aftur og aftur,“ bætir hann við en það virðist ekki alltaf skila sér. Varðandi skilaboðin í fjölmiðlum vísar hann meðal annars til tilmæla Vísindaráðs, sem bað fólk um að fara ekki nálgæt gosinu og halda sig frekar á hæðum umhverfis dalinn. Mikil hætta getur skapast ef hraunið hleypur skyndilega fram, ef gos kemur upp í nágrenninu og þegar gas safnast fyrir í dældum, svo dæmi séu nefnd. Þessi hætta eykst að sjálfsögðu í niðamyrkri. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að sýna almenna skynsemi og fara ekki í námunda við gíginn sem gýs úr og halda...Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Saturday, March 20, 2021 Fólk streymir að úr öllum áttum Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að björgunarsveitir muni standa vaktina á svæðinu til klukkan átta í fyrramálið. Aðspurður segir hann að vissulega sé komin nokkur þreyta í mannskapinn en Þorbjörn nýtur aðstoðar björgunarsveita frá höfuðborgarsvæðinu og af Suðurlandi einnig sem munu standa vaktina á svæðinu í nótt. „Við erum með nokkra hópa, þeir verða til átta í fyrramálið og svo hættum við störfum,“ segir Bogi í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að segja til um það hversu margt fólk hafi farið um svæðið í dag og í kvöld enda streymi fólk að „úr öllum áttum,“ eins og Bogi orðar það. „Það er búið að opna þetta alveg fyrir göngum.“ Um tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn í senn hafa staðið vaktina á svæðinu í dag og munu gera áfram í nótt. „En klukkan átta í fyrramálið þá drögum við alveg úr viðbragði,“ segir Bogi. „Lögreglan ákvað að loka vettvangsstjórn í fyrramálið, ekki vera með hann opinn, við erum ekki að gera þetta að okkar eigin frumkvæði,“ segir Bogi. Liðsmenn björgunarsveitarinnar hafi verið allir að vilja gerðir og reiðubúnir að standa vaktina á meðan á þurftir að halda. „Við verðum kannski eitthvað á ferðinni á morgun en það verður ekkert fast viðbragð,“ segir Bogi, en þeir sem hyggjast halda inn á svæðið geri það á eigin ábyrgð. Hann brýnir fyrir öllum sem hyggjast berja gosið augum að fara varlega, vera vel búnir og kynna sér vel þær hættur sem blasa við.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira