Meðferð á heimilunum í hruninu og eftirleik þess Ólafur Ísleifsson skrifar 21. mars 2021 09:01 Íslensk heimili voru grátt leikin í hruninu og eftirleik þess. Varnarleysi þeirra var algert gagnvart fjárhagslegum afleiðingum hrunsins. Vernd neytenda á fjármálamarkaði reyndist ekki upp á marga fiska. Aðgerðir norrænu velferðarstjórnarinnar eins og hún kallaði sig, ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, voru metnar af kjósendum þannig að leitun er að dæmum um annað eins afhroð og þeir guldu eftir fjögurra ára stjórnarsetu í kosningunum 2013. Mikilvægur áfangi náðist í liðinni viku í baráttunni fyrir hagsmunum heimilanna þegar Alþingi samþykkti beiðni mína og annarra þingmanna Miðflokksins um skýrslu um hag heimilanna í hruninu og eftirleik þess. Óskað er eftir ítarlegri greiningu á afleiðingum efnahagshrunsins fyrir fjölskyldur og heimilin. Meðal efnisatriða yrðu eftirfarandi þættir þótt ekki sé um tæmandi talningu að ræða: a. Fjöldi fjölskyldna sem missti húsnæði sitt vegna nauðungaruppboðs, nauðasamninga eða annars konar skuldauppgjörs. b. Stofnun embættis umboðsmanns skuldara, mat á úrræðum og árangri af störfum embættisins. c. Árangur af tímabundnum frestunum fullnustugerða og öðrum sambærilegum aðgerðum stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna. d. 110%-leiðin, mat á árangri og hliðstæðum við önnur lönd. e. Skuldaleiðréttingin, úttekt á henni og mat á áhrifum hennar. f. Brottflutningur fólks af landinu í kjölfar hrunsins. Markmiðið með skýrslubeiðninni er að draga fram áhrif hrunsins og eftirleiks þess á fjölskyldur og heimili landsmanna. Margir misstu hús sín og íbúðir og sparnað sem safnað hafði verið yfir langan tíma. Eignatjón er af óþekktum stærðum á heimsmælikvarða og sögulegan kvarða eins og rakið hefur verið í viðurkenndum hagfræðiritum. Miðað við upplýsingar opinberra aðila sem m.a. koma fram í svörum ráðherra við fyrirspurnum á Alþingi misstu ekki færri en 10 þúsund fjölskyldur húsnæði sitt, með öllu því raski og angist sem slíku fylgir. Fjölmargir fluttust af landi brott. Með þessum hætti snerti eftirleikurinn tugi þúsunda Íslendinga. Vart er unnt að finna dæmi um eins víðtækt rask á högum einstaklinga og fjölskyldna í nokkru öðru landi nema eftir stórfelldar náttúruhamfarir eða styrjaldarátök. Brýnt er að gerð verði úttekt á þessum atburðum, húsnæðismissi fjölmargra Íslendinga ásamt mati á aðgerðum sem stjórnvöld gripu til. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa málefni er varða aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna verið á borði forsætisráðherra og hlutaðeigandi fagráðuneyta. Í því ljósi, sem og að efnisatriði sem óskað er eftir greiningu á falla undir málaflokka í fleiri en einu ráðuneyti, telja skýrslubeiðendur rétt að forsætisráðherra hafi forystu um gerð skýrslunnar. Nauðsynlegt er að þekkja afleiðingar hrunsins og áhrif af aðgerðum stjórnvalda. Slík þekking er fallin til að renna stoðum undir aðgerðir til að auka neytendavernd á fjármálamarkaði og verja þannig heimili landsmanna. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslensk heimili voru grátt leikin í hruninu og eftirleik þess. Varnarleysi þeirra var algert gagnvart fjárhagslegum afleiðingum hrunsins. Vernd neytenda á fjármálamarkaði reyndist ekki upp á marga fiska. Aðgerðir norrænu velferðarstjórnarinnar eins og hún kallaði sig, ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, voru metnar af kjósendum þannig að leitun er að dæmum um annað eins afhroð og þeir guldu eftir fjögurra ára stjórnarsetu í kosningunum 2013. Mikilvægur áfangi náðist í liðinni viku í baráttunni fyrir hagsmunum heimilanna þegar Alþingi samþykkti beiðni mína og annarra þingmanna Miðflokksins um skýrslu um hag heimilanna í hruninu og eftirleik þess. Óskað er eftir ítarlegri greiningu á afleiðingum efnahagshrunsins fyrir fjölskyldur og heimilin. Meðal efnisatriða yrðu eftirfarandi þættir þótt ekki sé um tæmandi talningu að ræða: a. Fjöldi fjölskyldna sem missti húsnæði sitt vegna nauðungaruppboðs, nauðasamninga eða annars konar skuldauppgjörs. b. Stofnun embættis umboðsmanns skuldara, mat á úrræðum og árangri af störfum embættisins. c. Árangur af tímabundnum frestunum fullnustugerða og öðrum sambærilegum aðgerðum stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna. d. 110%-leiðin, mat á árangri og hliðstæðum við önnur lönd. e. Skuldaleiðréttingin, úttekt á henni og mat á áhrifum hennar. f. Brottflutningur fólks af landinu í kjölfar hrunsins. Markmiðið með skýrslubeiðninni er að draga fram áhrif hrunsins og eftirleiks þess á fjölskyldur og heimili landsmanna. Margir misstu hús sín og íbúðir og sparnað sem safnað hafði verið yfir langan tíma. Eignatjón er af óþekktum stærðum á heimsmælikvarða og sögulegan kvarða eins og rakið hefur verið í viðurkenndum hagfræðiritum. Miðað við upplýsingar opinberra aðila sem m.a. koma fram í svörum ráðherra við fyrirspurnum á Alþingi misstu ekki færri en 10 þúsund fjölskyldur húsnæði sitt, með öllu því raski og angist sem slíku fylgir. Fjölmargir fluttust af landi brott. Með þessum hætti snerti eftirleikurinn tugi þúsunda Íslendinga. Vart er unnt að finna dæmi um eins víðtækt rask á högum einstaklinga og fjölskyldna í nokkru öðru landi nema eftir stórfelldar náttúruhamfarir eða styrjaldarátök. Brýnt er að gerð verði úttekt á þessum atburðum, húsnæðismissi fjölmargra Íslendinga ásamt mati á aðgerðum sem stjórnvöld gripu til. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa málefni er varða aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna verið á borði forsætisráðherra og hlutaðeigandi fagráðuneyta. Í því ljósi, sem og að efnisatriði sem óskað er eftir greiningu á falla undir málaflokka í fleiri en einu ráðuneyti, telja skýrslubeiðendur rétt að forsætisráðherra hafi forystu um gerð skýrslunnar. Nauðsynlegt er að þekkja afleiðingar hrunsins og áhrif af aðgerðum stjórnvalda. Slík þekking er fallin til að renna stoðum undir aðgerðir til að auka neytendavernd á fjármálamarkaði og verja þannig heimili landsmanna. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun