Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 12:28 Alma Möller landlæknir ræddi bóluefni AstraZeneca á upplýsingafundi í dag. Vísir/Vilhelm Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller, landlæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Eins og kunnugt er var gert tímabundið hlé á bólusetningum með bóluefni AstraZeneca fyrr í mánuðinum vegna alvarlegra en sjaldgæfra aukaverkana sem komu upp hjá fólki sem hafði fengið bóluefnið. Síðastliðinn fimmtudag birti Evrópska lyfjastofnunin tilkynningu þar sem kom fram að heilt yfir sé ávinningurinn af notkun bóluefnis AstraZeneca meiri en áhættan. Í kjölfar þess mats ákváðu margar þjóðir að halda áfram að bólusetja með efninu en Alma benti á að staðan í faraldrinum skipti máli við þá ákvörðun. Víða í Evrópu hefur faraldurinn verið í miklum vexti og því sé ávinningurinn meiri en áhættan af því að nota bóluefnið. Alma fór yfir þær alvarlegu aukaverkanir sem komið hafa upp í tengslum við notkun bóluefnisins en þær tengjast blóðstorkukerfinu. „Þar er númer eitt blóðsegar eða blóðtappar til dæmis í fótleggjum og lungum, það sem við köllum eiginlega hefðbundna blóðtappa og það er sjúkdómur sem við þekkjum vel og sjáum ekki svo sjaldan. Þar er ekki staðfest aukin áhætta með vissu en samt áhyggjur er lúta að yngra fólki. Í öðru lagi þá eru sjaldgæfir blóðsegar í bláæðum heila og þeim blóðtöppum getur fylgt lækkun á blóðflögum og jafnvel blæðingar. Hér er áhættan talin aukin eftir bólusetningu en þetta er mjög sjaldgæft. Í þriðja lagi er um að ræða sjaldgæfa blóðsega í smáæðum og þar er áhættan talin aukin eftir bólusetningu,“ sagði Alma. Hér á landi hefði Lyfjastofnun fengið tilkynningar um tvö tilvik lungnatappa en ekki sjaldgæfari aukaverkanirnar tvær sem Alma nefndi. „Norðurlandaþjóðirnar allar, þar á meðal Ísland, ákváðu hins vegar að rannsaka málið betur og hafa um það samvinnu áður en lengra verður haldið. Við Þórólfur [innsk.blm. Guðnason sóttvarnalæknir] höfum bæði setið fundi með norrænum kollegum okkar, síðast í gær, og rannsóknirnar lúta að því að safna gögnum um grunntíðni þessara sjaldgæfu sjúkdóma og hins vegar eru þá þær þjóðir þar sem þessi tilfelli hafa komið upp að rannsaka þau sérstaklega og hafa safnað öllu sínu besta fólki. Í framhaldinu verður leitast við að meta hvort áhættan sé mismunandi, eftir til dæmis aldri og kyni, og það yrði þá grunnur að ákvörðun um áframhaldandi notkun,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ölmu Möller, landlæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Eins og kunnugt er var gert tímabundið hlé á bólusetningum með bóluefni AstraZeneca fyrr í mánuðinum vegna alvarlegra en sjaldgæfra aukaverkana sem komu upp hjá fólki sem hafði fengið bóluefnið. Síðastliðinn fimmtudag birti Evrópska lyfjastofnunin tilkynningu þar sem kom fram að heilt yfir sé ávinningurinn af notkun bóluefnis AstraZeneca meiri en áhættan. Í kjölfar þess mats ákváðu margar þjóðir að halda áfram að bólusetja með efninu en Alma benti á að staðan í faraldrinum skipti máli við þá ákvörðun. Víða í Evrópu hefur faraldurinn verið í miklum vexti og því sé ávinningurinn meiri en áhættan af því að nota bóluefnið. Alma fór yfir þær alvarlegu aukaverkanir sem komið hafa upp í tengslum við notkun bóluefnisins en þær tengjast blóðstorkukerfinu. „Þar er númer eitt blóðsegar eða blóðtappar til dæmis í fótleggjum og lungum, það sem við köllum eiginlega hefðbundna blóðtappa og það er sjúkdómur sem við þekkjum vel og sjáum ekki svo sjaldan. Þar er ekki staðfest aukin áhætta með vissu en samt áhyggjur er lúta að yngra fólki. Í öðru lagi þá eru sjaldgæfir blóðsegar í bláæðum heila og þeim blóðtöppum getur fylgt lækkun á blóðflögum og jafnvel blæðingar. Hér er áhættan talin aukin eftir bólusetningu en þetta er mjög sjaldgæft. Í þriðja lagi er um að ræða sjaldgæfa blóðsega í smáæðum og þar er áhættan talin aukin eftir bólusetningu,“ sagði Alma. Hér á landi hefði Lyfjastofnun fengið tilkynningar um tvö tilvik lungnatappa en ekki sjaldgæfari aukaverkanirnar tvær sem Alma nefndi. „Norðurlandaþjóðirnar allar, þar á meðal Ísland, ákváðu hins vegar að rannsaka málið betur og hafa um það samvinnu áður en lengra verður haldið. Við Þórólfur [innsk.blm. Guðnason sóttvarnalæknir] höfum bæði setið fundi með norrænum kollegum okkar, síðast í gær, og rannsóknirnar lúta að því að safna gögnum um grunntíðni þessara sjaldgæfu sjúkdóma og hins vegar eru þá þær þjóðir þar sem þessi tilfelli hafa komið upp að rannsaka þau sérstaklega og hafa safnað öllu sínu besta fólki. Í framhaldinu verður leitast við að meta hvort áhættan sé mismunandi, eftir til dæmis aldri og kyni, og það yrði þá grunnur að ákvörðun um áframhaldandi notkun,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira